Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2024 10:30 Formúla 1 vill efla sinn hlut á bandaríska markaðnum og þá er vissulega gott að tefla fram Cadillac liði. Getty/Antoine Antoniol Liðunum mun fjölga í Formúlu 1 frá og með 2026 tímabilinu en þetta var opinberað í gær. Formúla 1 gaf það þá formlega að samkomulag hafi náðst við General Motors en bílaframleiðandinn ætlar að tefla fram Cadillac liði eftir tvö ár. Það var vissulega mjög mikilvægt fyrir útbreiðslu íþróttarinnar í Bandaríkjunum að fá öflugan bandarískan bílaframleiðanda inn í keppnina. „Formúla 1 stefnir á meiri vöxt í Bandaríkjunum og við höfum alltaf trúað á það sé rétt að bjóða öflugu bandarísku fyrirtæki eins og GM/Cadillac til ganga til liðs við okkur. Aðkoma General Motors mun bæði auka virði og efla áhugann á íþróttinni í Bandaríkjunum,“ sagði Greg Maffei, forstjóri Liberty Media sem er rétthafi formúlunnar. „Við hrósum stjórnendum General Motors og þeirra samstarfsaðilum fyrir að stíga nauðsynleg skref í áttina að vera hluti af formúlu 1. Við erum því mjög ánægð með að halda áfram með umsóknina fyrir GM/Cadillac liðið um að það keppi á heimsmeistaramótinu 2026,“ bætti Maffei við. Fulltrúar General Motors voru í Las Vegas um helgina og þar fóru viðræður fram. Bílaframleiðandinn hefur unnið að því í nokkur ár að fá sæti í Formúlu 1. Nú virðist sú vinna vera að skila sér. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Formúla 1 gaf það þá formlega að samkomulag hafi náðst við General Motors en bílaframleiðandinn ætlar að tefla fram Cadillac liði eftir tvö ár. Það var vissulega mjög mikilvægt fyrir útbreiðslu íþróttarinnar í Bandaríkjunum að fá öflugan bandarískan bílaframleiðanda inn í keppnina. „Formúla 1 stefnir á meiri vöxt í Bandaríkjunum og við höfum alltaf trúað á það sé rétt að bjóða öflugu bandarísku fyrirtæki eins og GM/Cadillac til ganga til liðs við okkur. Aðkoma General Motors mun bæði auka virði og efla áhugann á íþróttinni í Bandaríkjunum,“ sagði Greg Maffei, forstjóri Liberty Media sem er rétthafi formúlunnar. „Við hrósum stjórnendum General Motors og þeirra samstarfsaðilum fyrir að stíga nauðsynleg skref í áttina að vera hluti af formúlu 1. Við erum því mjög ánægð með að halda áfram með umsóknina fyrir GM/Cadillac liðið um að það keppi á heimsmeistaramótinu 2026,“ bætti Maffei við. Fulltrúar General Motors voru í Las Vegas um helgina og þar fóru viðræður fram. Bílaframleiðandinn hefur unnið að því í nokkur ár að fá sæti í Formúlu 1. Nú virðist sú vinna vera að skila sér. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira