Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Jón Þór Stefánsson skrifar 26. nóvember 2024 15:18 Leikskólinn Laugasól. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Foreldrum barna í leikskólanum Laugasól var tilkynnt í gær að járnbending húsnæðis leikskólans væri ekki góð. Verkfræðistofur leggja til að húsið verði rifið. „Þegar byrjað var að grafa frá húsinu, sem byggt var árið 1965, kom í ljós að það stendur ekki á sökklum og jarðvegurinn er sendinn sem þýðir að hann er ekki hæfur til burðar miðað við þær endurbætur sem áætlaðar voru,“ segir í tölvupósti sem foreldrar fengu frá Valborgu Hlín Guðlaugsdóttur. Þar segir að tvær verkfræðistofur hafi verið fengnar til sem álitsgjafar og þeirra álit verið að besti kosturinn í stöðunni væri að rífa húsið. Úrbætur við styrkingu hússins yrðu bæði dýrar og áhættusamar. Þá kom fram að staða húsnæðis skólans hefði verið kynnt á fundi skóla- og frístundaráðs. Málið muni fara fyrir borgarráð í desember, en þar verði ákveðið hvaða leið verði farin. „Þau börn sem annars hefðu verið í húsinu eru í Safamýri í dag og verður nánar farið yfir framhaldið í samráði við stjórnendur leikskólans. Þegar ákvörðun borgarráðs liggur fyrir verður unnið áfram með áætlanir og stjórnendur áfram upplýstir um framgang mála,“ segir í póstinum. Þar segir einnig að skilningur sé fyrir hendi vegna þess að þetta geti valdið áhyggjum og óþægindum, en að borgin muni gera allt sem í hennar valdi stendur til að tryggja öryggi og vellíðan barnanna. „Því miður liggja ekki fyrir nánari upplýsingar sem stendur en okkur þótti mikilvægt að upplýsa ykkur um stöðuna eins og hún er á þessari stundu.“ Rúv hefur eftir Ámunda Brynjólfssyni, skrifstofustjóra umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, að bráðabirgðahúsnæði skólans verði áfram í Safamýri. Reykjavík Leikskólar Börn og uppeldi Húsnæðismál Skóla- og menntamál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Sjá meira
„Þegar byrjað var að grafa frá húsinu, sem byggt var árið 1965, kom í ljós að það stendur ekki á sökklum og jarðvegurinn er sendinn sem þýðir að hann er ekki hæfur til burðar miðað við þær endurbætur sem áætlaðar voru,“ segir í tölvupósti sem foreldrar fengu frá Valborgu Hlín Guðlaugsdóttur. Þar segir að tvær verkfræðistofur hafi verið fengnar til sem álitsgjafar og þeirra álit verið að besti kosturinn í stöðunni væri að rífa húsið. Úrbætur við styrkingu hússins yrðu bæði dýrar og áhættusamar. Þá kom fram að staða húsnæðis skólans hefði verið kynnt á fundi skóla- og frístundaráðs. Málið muni fara fyrir borgarráð í desember, en þar verði ákveðið hvaða leið verði farin. „Þau börn sem annars hefðu verið í húsinu eru í Safamýri í dag og verður nánar farið yfir framhaldið í samráði við stjórnendur leikskólans. Þegar ákvörðun borgarráðs liggur fyrir verður unnið áfram með áætlanir og stjórnendur áfram upplýstir um framgang mála,“ segir í póstinum. Þar segir einnig að skilningur sé fyrir hendi vegna þess að þetta geti valdið áhyggjum og óþægindum, en að borgin muni gera allt sem í hennar valdi stendur til að tryggja öryggi og vellíðan barnanna. „Því miður liggja ekki fyrir nánari upplýsingar sem stendur en okkur þótti mikilvægt að upplýsa ykkur um stöðuna eins og hún er á þessari stundu.“ Rúv hefur eftir Ámunda Brynjólfssyni, skrifstofustjóra umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, að bráðabirgðahúsnæði skólans verði áfram í Safamýri.
Reykjavík Leikskólar Börn og uppeldi Húsnæðismál Skóla- og menntamál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Sjá meira