Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Lovísa Arnardóttir skrifar 26. nóvember 2024 15:54 Lítil virkni var í eldgosinu seinnipartinn í dag þegar Vísir var þar á ferðinni. Vísir/Vilhelm Virkni á gosstöðvunum hefur verið frekar stöðug síðan í gær samkvæmt nýrri tilkynningu frá Veðurstofunni. Þar kemur einnig fram að gosórói hafi haldist jafn síðan í gær, í takti við stöðuga gosvirkni í gígnum í nótt. Virknin er nú eingöngu bundin við nyrsta gíginn sem er beint austur af Stóra-Skógfelli. Megnið af hrauninu frá honum rennur til austurs í átt að Fagradalsfjalli. Í tilkynningu segir að ekki sé hægt að útiloka að enn séu hreyfingar undir storknuðu yfirborði í hraunbreiðunni sem fór til vesturs í átt að Svartsengi þrátt fyrir að engar sjáanlegar hreyfingar hafi sést á þeim hluta hraunbreiðunnar í nótt. Þá segir að samhliða minni gosvirkni hafi dregið úr sigi umhverfis Svartsengi. Ekki sé þó hægt að fullyrða að landris sé hafið að nýju þrátt fyrir að síðustu mælipunktar á GNSS-mælum sýni breytingar í þá átt. „Þar sem breytingar milli daga eru það litlar er ekki hægt að draga ályktanir af einstaka punktum, heldur þarf að skoða breytingar yfir nokkurra daga tímabil. Í síðustu tveim gosum dró hægt úr sigi í rúma viku áður en landris varð mælanlegt að nýju. Það er því frekar líklegt að það þurfi allt að viku af viðbótarmælingum áður en hægt verður að meta hvort áframhald verði á landrisi og þar með kvikusöfnun undir Svartsengi,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Virkni á gosstöðvunum var mjög stöðug í nótt en er nú eingöngu bundin við nyrsta gíginn eftir að slökknaði í syðsta gígnum í gær. Þetta segir í tilkynningu náttúruvárvaktar Veðurstofu Íslands sem barst í morgun. 26. nóvember 2024 06:10 Gasmengun helsta hættan í Grindavík Virkni eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni hefur ekki minnkað jafn hratt og í fyrri gosum og er hraunflæðið á við kröftugustu gosin í Fagradalsfjalli. Aðgengi að Grindavík var aukið á ný í dag. 25. nóvember 2024 19:50 Opna Grindavík á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið í samvinnu við Grindavíkurnefndina að auka aðgengi að Grindavíkurbæ. Bænum var lokað á miðvikudag þegar enn eitt eldgosið hófst á Sundhnúksgígaröðinni. 25. nóvember 2024 13:03 Opna Grindavík á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið í samvinnu við Grindavíkurnefndina að auka aðgengi að Grindavíkurbæ. Bænum var lokað á miðvikudag þegar enn eitt eldgosið hófst á Sundhnúksgígaröðinni. 25. nóvember 2024 13:03 Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Helgi Hjörleifsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og hraunkælingarstjóri, segir hraunkælinguna ganga vel við varnargarðana í Svartsengi. Það sé nægt vatn til eins og stendur. Tvær af fjórum dælum eru í gangi. 25. nóvember 2024 11:10 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Sjá meira
Virknin er nú eingöngu bundin við nyrsta gíginn sem er beint austur af Stóra-Skógfelli. Megnið af hrauninu frá honum rennur til austurs í átt að Fagradalsfjalli. Í tilkynningu segir að ekki sé hægt að útiloka að enn séu hreyfingar undir storknuðu yfirborði í hraunbreiðunni sem fór til vesturs í átt að Svartsengi þrátt fyrir að engar sjáanlegar hreyfingar hafi sést á þeim hluta hraunbreiðunnar í nótt. Þá segir að samhliða minni gosvirkni hafi dregið úr sigi umhverfis Svartsengi. Ekki sé þó hægt að fullyrða að landris sé hafið að nýju þrátt fyrir að síðustu mælipunktar á GNSS-mælum sýni breytingar í þá átt. „Þar sem breytingar milli daga eru það litlar er ekki hægt að draga ályktanir af einstaka punktum, heldur þarf að skoða breytingar yfir nokkurra daga tímabil. Í síðustu tveim gosum dró hægt úr sigi í rúma viku áður en landris varð mælanlegt að nýju. Það er því frekar líklegt að það þurfi allt að viku af viðbótarmælingum áður en hægt verður að meta hvort áframhald verði á landrisi og þar með kvikusöfnun undir Svartsengi,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Virkni á gosstöðvunum var mjög stöðug í nótt en er nú eingöngu bundin við nyrsta gíginn eftir að slökknaði í syðsta gígnum í gær. Þetta segir í tilkynningu náttúruvárvaktar Veðurstofu Íslands sem barst í morgun. 26. nóvember 2024 06:10 Gasmengun helsta hættan í Grindavík Virkni eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni hefur ekki minnkað jafn hratt og í fyrri gosum og er hraunflæðið á við kröftugustu gosin í Fagradalsfjalli. Aðgengi að Grindavík var aukið á ný í dag. 25. nóvember 2024 19:50 Opna Grindavík á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið í samvinnu við Grindavíkurnefndina að auka aðgengi að Grindavíkurbæ. Bænum var lokað á miðvikudag þegar enn eitt eldgosið hófst á Sundhnúksgígaröðinni. 25. nóvember 2024 13:03 Opna Grindavík á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið í samvinnu við Grindavíkurnefndina að auka aðgengi að Grindavíkurbæ. Bænum var lokað á miðvikudag þegar enn eitt eldgosið hófst á Sundhnúksgígaröðinni. 25. nóvember 2024 13:03 Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Helgi Hjörleifsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og hraunkælingarstjóri, segir hraunkælinguna ganga vel við varnargarðana í Svartsengi. Það sé nægt vatn til eins og stendur. Tvær af fjórum dælum eru í gangi. 25. nóvember 2024 11:10 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Sjá meira
Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Virkni á gosstöðvunum var mjög stöðug í nótt en er nú eingöngu bundin við nyrsta gíginn eftir að slökknaði í syðsta gígnum í gær. Þetta segir í tilkynningu náttúruvárvaktar Veðurstofu Íslands sem barst í morgun. 26. nóvember 2024 06:10
Gasmengun helsta hættan í Grindavík Virkni eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni hefur ekki minnkað jafn hratt og í fyrri gosum og er hraunflæðið á við kröftugustu gosin í Fagradalsfjalli. Aðgengi að Grindavík var aukið á ný í dag. 25. nóvember 2024 19:50
Opna Grindavík á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið í samvinnu við Grindavíkurnefndina að auka aðgengi að Grindavíkurbæ. Bænum var lokað á miðvikudag þegar enn eitt eldgosið hófst á Sundhnúksgígaröðinni. 25. nóvember 2024 13:03
Opna Grindavík á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið í samvinnu við Grindavíkurnefndina að auka aðgengi að Grindavíkurbæ. Bænum var lokað á miðvikudag þegar enn eitt eldgosið hófst á Sundhnúksgígaröðinni. 25. nóvember 2024 13:03
Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Helgi Hjörleifsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og hraunkælingarstjóri, segir hraunkælinguna ganga vel við varnargarðana í Svartsengi. Það sé nægt vatn til eins og stendur. Tvær af fjórum dælum eru í gangi. 25. nóvember 2024 11:10