FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 21:02 Ásmundur Einar Daðason mennta-og barnamálaráðherra var meðal þeirra sem tók fyrstu skóflustunguna að nýju húsnæði í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti. Vísir/Berghildur Mikil ánægja ríkir í Breiðholti með þá ákvörðun ríkis og borgar að stækka Fjölbrautarskólann í Breiðholti. Fulltrúar Framsóknarflokksins tóku fyrstu skóflustunguna að byggingunni sem ráðgert er að rísi 2026. Fyrsta skóflustungan að nýju húsnæði Fjölbrautaskólans í Breiðholti var tekin í dag. Byggingin verður tæplega 2700 fermetrar og er ætluð fyrir verknám í húsasmíði, rafvirkjun og listgreinar. Mennta- og barnamálaráðherra, borgarstjóri og fleiri tóku fyrstu skóflustunguna að byggingunni. Þá tók ráðherra fyrstu stóru skóflustungurnar á gröfu. Framsóknarflokkurinn hefur verið iðinn við að hefja nýjar framkvæmdir síðustu vikur. Ráðherrann tók líka fyrstu skóflustunguna að nýjum þjóðarleikvangi í október og notaði líka traktor. Þá er stutt síðan formaður flokksins tók slíkt verkefni að sér þegar ákveðið var að byggja nýja Ölfursárbrú. Bylting fyrir Breiðholtið Gert er ráð fyrir að húsið verði tilbúið eftir tvö ár. Lengi hefur verið beðið eftir þessari viðbót, enda ríkti mikil ánægja í skólanum í dag með byrjun framkvæmda. Það voru þau Óskar Jósefsson forstjóri FSRE, Lovísa Eðvarðsdóttir formaður nemendaráðs skólans, Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari, Einar Þorsteinsson borgarstjóri og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, sem tóku fyrstu skóflustungurnar að nýrri byggingu fyrir starfsnám í FB.Vísir/Berghildur Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari Fjölbrautarskólans í Breiðholti segir að rætt hafi verið um nauðsyn þess að byggja við skólann síðan árið 2015. „Þetta er langþráð. Búið að vera langt ferli og mikið fagnaðarefni fyrir skólann, fyrir Breiðholtið og íslenskt menntakerfi. Við erum með yfir 400 nemendur sem eru að læra rafvirkjun hjá okkur og hátt í 400 sem eru að læra húsasmíði Þá erum við með mjög sterka listnámsbraut. Allt þetta verður undir í þessu nýju byggingu. Þetta verður bylting fyrir okkur,“ segir Guðrún. Framsóknarflokkurinn Skóla- og menntamál Alþingiskosningar 2024 Reykjavík Framhaldsskólar Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Fyrsta skóflustungan að nýju húsnæði Fjölbrautaskólans í Breiðholti var tekin í dag. Byggingin verður tæplega 2700 fermetrar og er ætluð fyrir verknám í húsasmíði, rafvirkjun og listgreinar. Mennta- og barnamálaráðherra, borgarstjóri og fleiri tóku fyrstu skóflustunguna að byggingunni. Þá tók ráðherra fyrstu stóru skóflustungurnar á gröfu. Framsóknarflokkurinn hefur verið iðinn við að hefja nýjar framkvæmdir síðustu vikur. Ráðherrann tók líka fyrstu skóflustunguna að nýjum þjóðarleikvangi í október og notaði líka traktor. Þá er stutt síðan formaður flokksins tók slíkt verkefni að sér þegar ákveðið var að byggja nýja Ölfursárbrú. Bylting fyrir Breiðholtið Gert er ráð fyrir að húsið verði tilbúið eftir tvö ár. Lengi hefur verið beðið eftir þessari viðbót, enda ríkti mikil ánægja í skólanum í dag með byrjun framkvæmda. Það voru þau Óskar Jósefsson forstjóri FSRE, Lovísa Eðvarðsdóttir formaður nemendaráðs skólans, Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari, Einar Þorsteinsson borgarstjóri og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, sem tóku fyrstu skóflustungurnar að nýrri byggingu fyrir starfsnám í FB.Vísir/Berghildur Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari Fjölbrautarskólans í Breiðholti segir að rætt hafi verið um nauðsyn þess að byggja við skólann síðan árið 2015. „Þetta er langþráð. Búið að vera langt ferli og mikið fagnaðarefni fyrir skólann, fyrir Breiðholtið og íslenskt menntakerfi. Við erum með yfir 400 nemendur sem eru að læra rafvirkjun hjá okkur og hátt í 400 sem eru að læra húsasmíði Þá erum við með mjög sterka listnámsbraut. Allt þetta verður undir í þessu nýju byggingu. Þetta verður bylting fyrir okkur,“ segir Guðrún.
Framsóknarflokkurinn Skóla- og menntamál Alþingiskosningar 2024 Reykjavík Framhaldsskólar Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira