Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2024 09:20 Alba Hurup Larsen er styrkt af tískuvöruframleiðandanum Tommy Hilfiger. @f1academy Draumur hinnar fimmtán ára gömlu dönsku stelpu Ölbu Hurup Larsen er örugglega eitthvað sem þú heyrir ekki oft hjá stúlku á hennar aldri. Jú hana Ölbu dreymir ekki aðeins um að keppa í Formúlu 1 heldur um að vinna hana einn daginn. Hún er strax lögð af stað í þetta ævintýralega ferðalag sitt á toppinn í akstursíþróttaheiminum. Hversu langt hún kemst verður síðan að koma betur í ljós. Larsen fékk inngöngu í F1 akademíuna og mun þar taka þátt í leitinni að fyrstu konunni til að keppa í Formúlu 1. Fylgst verður vel með Ölbu og stelpunum í nokkur ár og þá kemur í ljós hvort einhver þeirra fer alla leið. „Ég heiti Alba Hurup Larsen og ég er fimmtán ára gömul. Ég vil verða fyrsta konan sem verður heimsmeistari í Formúlu 1,“ sagði Larsen í viðtali sem birtist á miðlum danska ríkisútvarpsins í fyrra. Hún fer þar aðeins yfir bílinn sinn, hvar hún situr og hvernig hún stýrir honum. „Ég vann Sjálandsmeistaramótið og þetta varð bara skemmtilegra og skemmtilegra. Ég skráði mig því í Girls on Track sem er sem mjög spennandi alþjóðlegt verkefni sem FIA hefur búið til með Ferrari,“ sagði Larsen. „Þar náði ég að vera fljótasta stelpa heims,“ sagði Larsen. „Aðalmarkmiðið er að komast i F1 akademíuna sem er kvennasería sem fer fram við hlið Formúlu 1. Það er oft keppt á sömu brautum og hún kallast Formúla 4,“ sagði Larsen. Hún hefur nú náð því markmiði sínu og tekur þátt í Formúlu 4 á næsta ári. Hún mun fá þar stuðning frá tískuframleiðandanum Tommy Hilfiger. Það má sjá viðtalið við hana hér fyrir neðan sem og viðtal við hana þegar hún komst inn í akademíuna. View this post on Instagram A post shared by DR Sporten (@drsporten) View this post on Instagram A post shared by F1 Academy (@f1academy) Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Jú hana Ölbu dreymir ekki aðeins um að keppa í Formúlu 1 heldur um að vinna hana einn daginn. Hún er strax lögð af stað í þetta ævintýralega ferðalag sitt á toppinn í akstursíþróttaheiminum. Hversu langt hún kemst verður síðan að koma betur í ljós. Larsen fékk inngöngu í F1 akademíuna og mun þar taka þátt í leitinni að fyrstu konunni til að keppa í Formúlu 1. Fylgst verður vel með Ölbu og stelpunum í nokkur ár og þá kemur í ljós hvort einhver þeirra fer alla leið. „Ég heiti Alba Hurup Larsen og ég er fimmtán ára gömul. Ég vil verða fyrsta konan sem verður heimsmeistari í Formúlu 1,“ sagði Larsen í viðtali sem birtist á miðlum danska ríkisútvarpsins í fyrra. Hún fer þar aðeins yfir bílinn sinn, hvar hún situr og hvernig hún stýrir honum. „Ég vann Sjálandsmeistaramótið og þetta varð bara skemmtilegra og skemmtilegra. Ég skráði mig því í Girls on Track sem er sem mjög spennandi alþjóðlegt verkefni sem FIA hefur búið til með Ferrari,“ sagði Larsen. „Þar náði ég að vera fljótasta stelpa heims,“ sagði Larsen. „Aðalmarkmiðið er að komast i F1 akademíuna sem er kvennasería sem fer fram við hlið Formúlu 1. Það er oft keppt á sömu brautum og hún kallast Formúla 4,“ sagði Larsen. Hún hefur nú náð því markmiði sínu og tekur þátt í Formúlu 4 á næsta ári. Hún mun fá þar stuðning frá tískuframleiðandanum Tommy Hilfiger. Það má sjá viðtalið við hana hér fyrir neðan sem og viðtal við hana þegar hún komst inn í akademíuna. View this post on Instagram A post shared by DR Sporten (@drsporten) View this post on Instagram A post shared by F1 Academy (@f1academy)
Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira