Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 12:54 Jón Gunnarsson skítur föstum skotum á Ásmund Einar Daðason sem sagði núverandi rekstrarvanda Ráðgjafar-og greiningarstöðvar vegna afstöðu fyrrverandi fjármálaráðherra til málaflokksins. Vísir Barnamálaráðherra segir að fyrir atbeina núverandi fjármálaráðherra sé hægt að stórefla Ráðgjafar-og geiningarmiðstöð barna. Fé til þess sé m.a. sótt í aukafjárveitingu í fjárlögum til inngildingar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir fullyrðingar barnamálaráðherra, um að Bjarni Benediktsson hafi staðið fjármögnun stofnunarinnar barna fyrir þrifum, vera til marks um taugaveiklun Framsóknarmanna. Ráðgjafar- og greiningarstöð barna stendur frammi fyrir miklum rekstrarvanda að sögn forstjórans sem fór yfir stöðu stofnunarinnar í fréttum í vikunni. Það þyrfti að auka framlög um allt að 250 milljónir svo stofnunin gæti sinnt hlutverki sínu að fullu. Gert að skera niður um átta milljónir Fjárlög voru samþykkt á Alþingi í síðustu viku. Þar kemur fram að stofnuninni sé gert að skera niður um átta milljónir króna á næsta ári. Úr fjárlögum fyrir árið 2025.Vísir Stofnunin fá nægt fé Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra sagði í fréttum í gær að staða stofnunarinnar nú væri á ábygð fyrrverandi fjármálaráðherra en með nýjum fjárlögum sé búið að tryggja rekstrargrundvöll hennar. „Við reiknum með að geta stóreflt stofnunina,“ sagði hann í gær. Samkvæmt upplýsingum frá mennta- og barnamálaráðherra í morgun voru nýjar fjárveitingar samþykktar í fjárlögum vegna inngildingar. Hluti af þeim og framlögum tengdum svokölluðum Farsældarlögum barna muni renna til stofnunarinnar. Aukafjárveitingin vegna inngildingar nemi um 750 milljónum króna. Taugaveiklun Framsóknar Ekki náðist í Bjarna Benediktsson fyrrverandi fjármálaráðherra vegna málsins fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerir athugasemd við málflutning Ásmundar á Facebook þar sem hann bendir á að Alþingi hafi nýverið afgreitt fjárlög sem allir þingmenn Framsóknar hafi samþykkt. Fram kemur í færslunni að ásakanirnar séu merki um taugaveiklun Framsóknarflokksins. Þá sé ekki nýlunda að núverandi fjármálaráðherra sé tilbúinn að sólunda fé án heimilda frá Alþingi og því megi leiða líkum að því að hér sé enn ein birtingarmynd ábyrgðarleysis Framsóknarmanna á ferðinni. Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ráðgjafar- og greiningarstöð barna stendur frammi fyrir miklum rekstrarvanda að sögn forstjórans sem fór yfir stöðu stofnunarinnar í fréttum í vikunni. Það þyrfti að auka framlög um allt að 250 milljónir svo stofnunin gæti sinnt hlutverki sínu að fullu. Gert að skera niður um átta milljónir Fjárlög voru samþykkt á Alþingi í síðustu viku. Þar kemur fram að stofnuninni sé gert að skera niður um átta milljónir króna á næsta ári. Úr fjárlögum fyrir árið 2025.Vísir Stofnunin fá nægt fé Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra sagði í fréttum í gær að staða stofnunarinnar nú væri á ábygð fyrrverandi fjármálaráðherra en með nýjum fjárlögum sé búið að tryggja rekstrargrundvöll hennar. „Við reiknum með að geta stóreflt stofnunina,“ sagði hann í gær. Samkvæmt upplýsingum frá mennta- og barnamálaráðherra í morgun voru nýjar fjárveitingar samþykktar í fjárlögum vegna inngildingar. Hluti af þeim og framlögum tengdum svokölluðum Farsældarlögum barna muni renna til stofnunarinnar. Aukafjárveitingin vegna inngildingar nemi um 750 milljónum króna. Taugaveiklun Framsóknar Ekki náðist í Bjarna Benediktsson fyrrverandi fjármálaráðherra vegna málsins fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerir athugasemd við málflutning Ásmundar á Facebook þar sem hann bendir á að Alþingi hafi nýverið afgreitt fjárlög sem allir þingmenn Framsóknar hafi samþykkt. Fram kemur í færslunni að ásakanirnar séu merki um taugaveiklun Framsóknarflokksins. Þá sé ekki nýlunda að núverandi fjármálaráðherra sé tilbúinn að sólunda fé án heimilda frá Alþingi og því megi leiða líkum að því að hér sé enn ein birtingarmynd ábyrgðarleysis Framsóknarmanna á ferðinni.
Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira