Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Lovísa Arnardóttir skrifar 27. nóvember 2024 14:08 Símarnir eru teknir af börnunum fylgi þau ekki reglum sem settar eru í skólanum um símana. Vísir/Getty Alls eru 26 skólar í Reykjavík símalausir, eða alls 70 prósent þeirra. Tólf skólar eru það ekki, eða 30 prósent. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks sem lagt var fyrir fund skóla- og frístundaráðs í borginni. Skóla- og frístundasvið sendi spurningalista til allra skólastjóra borgarinnar um málið. Þegar svör skólastjóranna voru greind eftir hverfum eða miðstöðvum komi fram að í Austurmiðstöð segi níu skólastjórar já en sex að skólinn sé ekki símalaus, í Norðurmiðstöð sögðu átta skólar já og þrír nei. Í Suðurmiðstöð sögðu þrír skólastjórar já og tveir nei. Í Vesturmiðstöð sögðu sex skólastjórar já og einn nei. Nánar hér. Skólastjórarnir voru einnig spurðir hvernig símabanninu væri framfylgt og hvernig það hefði gengið. Flestir skólastjórarnir sögðu að vel hefði gengið að framfylgja símabanninu. Slökkt á símanum og hann í töskunni Reglurnar varðandi símanotkun væru á þá leið að slökkt ætti að vera á símunum og að þeir ættu að vera í töskum nemenda á skólatíma en að ef nemendur gleymdu sér og hefðu símana uppi við, minntu kennarar þá á reglurnar og bentu nemendum á að setja símana í töskur sínar. Þá segir að í þeim tilvikum þar sem nemendur fylgdu ekki fyrirmælum um að setja símana aftur í töskurnar hafi símarnir verið teknir af þeim og hringt í foreldra eða forráðamenn og þeir beðnir að sækja símana. Þá hafi nokkrir skólastjórar í þessu samhengi nefnt að það skipti miklu máli að reglur um símanotkun hefðu verið samdar í samráði við nemendur og jafnvel foreldra og það skipti miklu máli varðandi vilja nemenda til að framfylgja þeim. Þá hafi einn skólastjóri nefnt að nemendur og foreldrar hefðu skrifað undir sérstakan samning varðandi símanotkunina sem hjálpaði mikið til við að reglunum væri framfylgt. Þó er tekið fram að ekki hafi verið spurt sérstaklega um þetta atriði og það megi vel vera að þetta sé einnig gert í fleiri skólum en þessum eina skóla. Reykjavík Börn og uppeldi Réttindi barna Skóla- og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Grunnskólinn í Þorlákshöfn er sá nýjasti í röð skóla til að banna símanotkun barna alfarið. Skólastjórinn segir að símanotkun á skólatíma sé að ræna börn mikilvægum félagslegum þroska. 31. október 2024 19:28 Svíar banna síma í grunnskólum Sænska ríkisstjórnin hyggst banna símanotkun alfarið í grunnskólum landsins. Ráðherra segir breytingarnar verða innleiddar í skólunum eins fljótt og auðið er. 9. desember 2023 08:18 Reglur um farsímanotkun barna í nær öllum grunnskólum Meirihluti skóla hefur sett reglur um farsímanotkun barna. Oftast er hún háð takmörkunum og jafnvel staðsetningu. Algengara er að eldri börn megi vera með síma en þau yngri. Stundum þurfa börnin símann til að komast í almenningssamgöngur og fá því að hafa hann í töskunni. 28. nóvember 2023 15:56 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Þegar svör skólastjóranna voru greind eftir hverfum eða miðstöðvum komi fram að í Austurmiðstöð segi níu skólastjórar já en sex að skólinn sé ekki símalaus, í Norðurmiðstöð sögðu átta skólar já og þrír nei. Í Suðurmiðstöð sögðu þrír skólastjórar já og tveir nei. Í Vesturmiðstöð sögðu sex skólastjórar já og einn nei. Nánar hér. Skólastjórarnir voru einnig spurðir hvernig símabanninu væri framfylgt og hvernig það hefði gengið. Flestir skólastjórarnir sögðu að vel hefði gengið að framfylgja símabanninu. Slökkt á símanum og hann í töskunni Reglurnar varðandi símanotkun væru á þá leið að slökkt ætti að vera á símunum og að þeir ættu að vera í töskum nemenda á skólatíma en að ef nemendur gleymdu sér og hefðu símana uppi við, minntu kennarar þá á reglurnar og bentu nemendum á að setja símana í töskur sínar. Þá segir að í þeim tilvikum þar sem nemendur fylgdu ekki fyrirmælum um að setja símana aftur í töskurnar hafi símarnir verið teknir af þeim og hringt í foreldra eða forráðamenn og þeir beðnir að sækja símana. Þá hafi nokkrir skólastjórar í þessu samhengi nefnt að það skipti miklu máli að reglur um símanotkun hefðu verið samdar í samráði við nemendur og jafnvel foreldra og það skipti miklu máli varðandi vilja nemenda til að framfylgja þeim. Þá hafi einn skólastjóri nefnt að nemendur og foreldrar hefðu skrifað undir sérstakan samning varðandi símanotkunina sem hjálpaði mikið til við að reglunum væri framfylgt. Þó er tekið fram að ekki hafi verið spurt sérstaklega um þetta atriði og það megi vel vera að þetta sé einnig gert í fleiri skólum en þessum eina skóla.
Reykjavík Börn og uppeldi Réttindi barna Skóla- og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Grunnskólinn í Þorlákshöfn er sá nýjasti í röð skóla til að banna símanotkun barna alfarið. Skólastjórinn segir að símanotkun á skólatíma sé að ræna börn mikilvægum félagslegum þroska. 31. október 2024 19:28 Svíar banna síma í grunnskólum Sænska ríkisstjórnin hyggst banna símanotkun alfarið í grunnskólum landsins. Ráðherra segir breytingarnar verða innleiddar í skólunum eins fljótt og auðið er. 9. desember 2023 08:18 Reglur um farsímanotkun barna í nær öllum grunnskólum Meirihluti skóla hefur sett reglur um farsímanotkun barna. Oftast er hún háð takmörkunum og jafnvel staðsetningu. Algengara er að eldri börn megi vera með síma en þau yngri. Stundum þurfa börnin símann til að komast í almenningssamgöngur og fá því að hafa hann í töskunni. 28. nóvember 2023 15:56 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Grunnskólinn í Þorlákshöfn er sá nýjasti í röð skóla til að banna símanotkun barna alfarið. Skólastjórinn segir að símanotkun á skólatíma sé að ræna börn mikilvægum félagslegum þroska. 31. október 2024 19:28
Svíar banna síma í grunnskólum Sænska ríkisstjórnin hyggst banna símanotkun alfarið í grunnskólum landsins. Ráðherra segir breytingarnar verða innleiddar í skólunum eins fljótt og auðið er. 9. desember 2023 08:18
Reglur um farsímanotkun barna í nær öllum grunnskólum Meirihluti skóla hefur sett reglur um farsímanotkun barna. Oftast er hún háð takmörkunum og jafnvel staðsetningu. Algengara er að eldri börn megi vera með síma en þau yngri. Stundum þurfa börnin símann til að komast í almenningssamgöngur og fá því að hafa hann í töskunni. 28. nóvember 2023 15:56