Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. nóvember 2024 18:10 Gisele Pelicot ásamt lögmönnum sínum. EPA/YOAN VALAT Fjölmiðlar í Frakklandi hafa veitt þeim 50, sem hafa verið ákærðir fyrir að hafa brotið kynferðislega á Gisele Pelicot, viðurnefnið „herra meðal-Jón“ eða „Monsieur Tout-le-monde“, sökum þess hve venjulegir þeir eru og frá hve hefðbundnum bakgrunni þeir koma. Dagblaðið New York Times greinir frá þessu. Eins og greint hefur verið frá hefur Domnique Pelicot játað að hafa byrlað fyrir eiginkonu sinni og nauðgað henni en hann bauð öðrum að gera slíkt hið sama ítrekað yfir margra ára skeið. Ákæruvaldið í Avignon í Frakklandi fer fram á að hann verði dæmdur í 20 ára fangelsi. Talið er að um 70 menn hafi brotið gegn Gisele Pelicot en réttarhöldin sem nú standa yfir beinast gegn Dominque og 50 öðrum „meðal-Jónum“. Réttarhöldin hafa nú staðið yfir í tólf vikur. Bað Gisele afsökunar Síðastur mannanna 50 til að vera dreginn fyrir dómstólinn var klæddur í hvíta peysu og gallabuxur þegar hann neitaði sök. Hann heitir Philippe Leleu og er 62 ára garðyrkjumaður. Hann var rétt ókominn á ellilífeyrisaldur þegar að lögreglan bankaði á dyr heima hjá honum. Móðir hans kom til dyra en síðan hún fékk heilablóðfall fyrir tíu árum síðan eyðir hann flestum kvöldum heima hjá henni. Enda er stutt fyrir hann að fara en móðir Leleu, býr við hliðina á honum. Hann er einn af mönnunum sem fjölmiðlar í Frakklandi hafa lýst sem venjulegum. Leleu sagði sér til varnar að hann hafði haldið að Gisele væri samþykk athæfinu. Hann tók fram að Dominque hafi tjáð honum að hún hafi sjálf tekið lyfin. Hann bað Gisele afsökunar á öllu saman er hann tjáði sig fyrir dómnum. 40 prósent á sakaskrá „Þeir eru stuttir, hávaxnir, feitlagnir, mjóir, rakaðir, með skegg, sköllóttir og með tagl, aðeins fjórtán voru atvinnulausir. Þeir virðast allir vera millistéttar frakkar úr dreifbýli. Trukkabílstjórar, smiðir, fangaverðir, hjúkrunarfræðingur, bankastarfsmaður og blaðamaður,“ segir í grein New York Times. Mennirnir eru á aldrinum 27 til 74 ára. Um 66 prósent þeirra eru feður, um 40 prósent þeirra voru nú þegar á sakaskrá, tveir eftir að hafa verið dæmdir sekir um nauðgun. „Hin hefðbundni nauðgari er ekki til,“ sagði Antoine Camus, einn af lögfræðingum Gisele fyrir dómstólum í síðustu viku. Frakkland Mál Dominique Pélicot Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Dagblaðið New York Times greinir frá þessu. Eins og greint hefur verið frá hefur Domnique Pelicot játað að hafa byrlað fyrir eiginkonu sinni og nauðgað henni en hann bauð öðrum að gera slíkt hið sama ítrekað yfir margra ára skeið. Ákæruvaldið í Avignon í Frakklandi fer fram á að hann verði dæmdur í 20 ára fangelsi. Talið er að um 70 menn hafi brotið gegn Gisele Pelicot en réttarhöldin sem nú standa yfir beinast gegn Dominque og 50 öðrum „meðal-Jónum“. Réttarhöldin hafa nú staðið yfir í tólf vikur. Bað Gisele afsökunar Síðastur mannanna 50 til að vera dreginn fyrir dómstólinn var klæddur í hvíta peysu og gallabuxur þegar hann neitaði sök. Hann heitir Philippe Leleu og er 62 ára garðyrkjumaður. Hann var rétt ókominn á ellilífeyrisaldur þegar að lögreglan bankaði á dyr heima hjá honum. Móðir hans kom til dyra en síðan hún fékk heilablóðfall fyrir tíu árum síðan eyðir hann flestum kvöldum heima hjá henni. Enda er stutt fyrir hann að fara en móðir Leleu, býr við hliðina á honum. Hann er einn af mönnunum sem fjölmiðlar í Frakklandi hafa lýst sem venjulegum. Leleu sagði sér til varnar að hann hafði haldið að Gisele væri samþykk athæfinu. Hann tók fram að Dominque hafi tjáð honum að hún hafi sjálf tekið lyfin. Hann bað Gisele afsökunar á öllu saman er hann tjáði sig fyrir dómnum. 40 prósent á sakaskrá „Þeir eru stuttir, hávaxnir, feitlagnir, mjóir, rakaðir, með skegg, sköllóttir og með tagl, aðeins fjórtán voru atvinnulausir. Þeir virðast allir vera millistéttar frakkar úr dreifbýli. Trukkabílstjórar, smiðir, fangaverðir, hjúkrunarfræðingur, bankastarfsmaður og blaðamaður,“ segir í grein New York Times. Mennirnir eru á aldrinum 27 til 74 ára. Um 66 prósent þeirra eru feður, um 40 prósent þeirra voru nú þegar á sakaskrá, tveir eftir að hafa verið dæmdir sekir um nauðgun. „Hin hefðbundni nauðgari er ekki til,“ sagði Antoine Camus, einn af lögfræðingum Gisele fyrir dómstólum í síðustu viku.
Frakkland Mál Dominique Pélicot Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira