Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Atli Ísleifsson skrifar 28. nóvember 2024 10:13 Miðvikudaginn 4. desember fer formleg verðlaunaafhending fram, þar sem Halla Tómasdóttir, forseti Íslands mun afhenda Topp tíu hópnum viðurkenningu og verður vinningshafi úr hópnum kynntur. JCI hefur tilkynnt hvaða tíu eru tilnefndir til verðlaunanna Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024, en verðlaunin eru hvatningarverðlaun til ungs fólks sem eru að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni á sínu sviði. Verðlaunin verið afhent óslitið síðan árið 2002. Í tilkynningu segir að tilnefningar til framúrskarandi ungra Íslendinga hafi verið mun fleiri en þær hafi verið undanfarin ár, en alls bárust kringum tvö hundruð tilnefningar. „Dómnefndin hittist í síðustu viku og valdi topp tíu hópinn og sigurvegara sem verður tilkynntur á verðlaunaafhendingunni þann 4. desember nk. Dómnefndin í ár var skipuð afElizu Reid rithöfundi og fyrrum forsetafrú. Freyju Steingrímsdóttur framkvæmdastjóra Blaðamannafélags Íslands, Anítu Sóleyju Scheving Þórðardóttur, framúrskarandi ungur Íslendingur 2023 og nemi.Kjartan Hansson senator í JCI og hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands og Alma Dögg Sigurvinsdottir Landsforseti JCI Íslands 2024. Miðvikudaginn 4. desember fer formleg verðlaunaafhending fram, þar sem Halla Tómasdóttir, forseti Íslands mun afhenda Topp tíu hópnum viðurkenningu og verður vinningshafi úr hópnum kynntur sem hlýtur titilinn Framúrskarandi ungur Íslendingur ársins 2024. Verðlaunaafhendingin hefst stundvíslega klukkan 16:30 í Höfuðstöðinni, Elliðaárdal,“ segir í tilkynningunni. TOPP TÍU 2024 Eva Michelsen Störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og/ eða hagfræði Eva stofnaði og rekur deilieldhúsið Eldstæðið. Eldstæðið er vottað atvinnueldhús fyrir smáframleiðendur og matarfrumkvöðla , fyrsta sinnar tegundar af þessum skala á Íslandi. Hún sá vöntun á íslenskum markaði fyrir matarfrumkvöðla og auðveldar það öðrum frumkvöðlum að taka sín fyrstu skref í rekstri á öruggan og hagkvæman hátt - prufa sig áfram áður en farið er í stórar fjárfestingar. Embla Bachmann Störf/ afrek á sviði menningar Embla Bachmann gaf út bókina Stelpur stranglega bannaðar! árið 2023 og er það hennar fyrsta bók. Í ár, 2024 gaf hún út bókina Kærókeppnin. Hún var sú yngsta til að hljóta tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2023 fyrir bókina sína Stelpur stranglega bannaðar! Embla starfar einnig á RÚV við útvarpsþáttagerð fyrir börn og ungmenni á Rás 1 og heita þættirnir hennar “Hvað ertu að lesa?” Embla er líka hluti af Krakkafréttateyminu á RÚV. Guðjón Reykdal Óskarsson Störf /uppgötvanir á sviði læknisfræði Guðjón er doktor í mannerfðafræði og hefur meðal annars rannsakað sinn eigin sjúkdóm, Duchenne vöðvarýrnun. Lokaverkefnið í meistaranámi lyfjafræði var rannsókn á hans eigin sjúkdómi. Hann hefur tekið þátt í birtingu ýmissa fræðigreina í mannerfðafræði. Einnig hélt hann úti hlaðvarpsþættinum Calling Munro þar sem hann og vinir hans spjölluðu á léttu nótunum um dægurmál, heimspeki og vísindi. Kristfríður Rós Stefánsdóttir Störf/ afrek á sviði menningar Kristfríður Rós hefur gefið mikið af sér til Snæfellsbæjar þar sem hún býr og þá sérstaklega til menningarmála á bæði íþrótta- og tómstundasviði. Má til dæmis nefna að hún hefur nýtt styttingu sína í vinnunni til að sjá um byrjenda boltann fyrir leikskólaaldur og íþróttaskólann á föstudögum, þar sem hún þjálfar fyrir ungmennafélagið. Ingólfur Snær Víðisson Störf á sviði mannúðar- eða sjálfboðaliðamála Ingólfur Snær er mikill leiðtogi þegar kemur að stuðningi við jaðarsetta hópa á Íslandi. Í dag vinnur hann sjálfboðaliðastarf fyrir Afstöðu, samtök sem styðja fanga, fyrrverandi fanga og aðstandendur þeirra. Ingólfur fer ekki einungis í öll fangelsi landsins sem hluti af vettvangsteymi Afstöðu, heldur sér hann sérstaklega um að hitta ungt afbrotafólk, börn í meðferð og neyðarvistun. Á Litla-Hrauni, stærsta fangelsi landsins, leiðir hann mikilvægt starf á meðferðargangi og styður fanga í gegnum krefjandi ferli betrunar og endurhæfingar. Nanna Kristjánsdóttir Leiðtogar/ afrek á sviði menntamála Nanna hefur lagt mikið til stærðfræðisamfélagsins, og raunar vísindasamfélagsins alls, með frumkvæði sínu og dugnaði. Hún stofnaði og hefur séð um framkvæmd námsbúðanna Stelpur diffra þar sem stelpur og stálp á aldrinum 16-18 ára koma saman í eina viku til að vinna að verkefnum tengdum stærðfræði og hitta fjölbreyttan hóp kvenna með bakgrunn í greininni. Nanna hefur unnið ötullega að því að auka áhuga og sjálfstraust ungra nemenda, vinna gegn kynjahalla í stærðfræði og tengdum greinum og kynna stærðfræði og vísindi fyrir börnum og unglingum. Stelpur diffra hafa verið haldnar á hverju sumri frá árinu 2021 en sumarið 2024 kom hún einnig á fót námsbúðunum Kennarar diffra fyrir starfandi grunn- og framhaldsskólakennara. Ólöf Bjarki Antons Störf á sviði siðferðis- og/eða umhverfismála Ólöf Bjarki hefur verið öflugt í samtökum Hinsegins fólks og barist fyrir réttlæti trans fólks. Hán hefur staðið fyrir mikilli fræðslu um málefni trans fólks, komið fram í útvarpi og sjónvarpi og upplýst hvernig trans fólk vill láta tala við sig. Ólöf Bjarki var formaður Trans Íslands árin 2022-2024 og fékk félagið Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2023. Rökstuðningur fyrir verðlaununum var sú að félagið hafi með starfi sínu valdið grundvallarbreytingu á skilningi fólks á kynjajafnrétti og hefur Ólöf Bjarki tekið mikinn þátt í þessu starfi. Rima Charaf Eddine Nasr Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda Ríma hefur unnið brautryðjandi starf í félagasamtökunum Læti!, sem er á vegum Stelpur rokka! Hún hefur verið ómissandi í Rokkbúðum samtakanna sem er fyrir 10-12 ára og 13- 16 ára börn, sérstaklega vegna stuðnings við arabískumælandi börn sem mörg hver komu nýlega frá stríðshrjáðum svæðum. Þekking hennar og hæfni til að hjálpa þessum börnum að aðlagast nýjum aðstæðum var lykilatriði í að tryggja að þeim líði sem best í búðunum. Róbert Ísak Jónsson Einstaklingssigrar og/eða afrek Róbert Ísak Jónsson er afreks íþróttamaður og sundkappi. Hann hefur sett fjölda Íslandsmeta og er margfaldur Íslandsmeistari í sundi. Hann vann brons á Evrópumeistaramóti fatlaðra í sundi og hafnaði í 6. sæti í úrslitum í 100 metra Flugsundi París 2024 í flokki S14 Róbert stóð sig gríðarlega vel á Ólympíumótinu. Hann verið ötull talsmaður fyrir hreyfingu hjá fötluðum börnum og hefur sett sér það markmið að fá fleiri fötluð börn til að stunda íþróttir. Þar sem því miður stunda aðeins 4% fatlaðra barna á Íslandi íþróttir miðað við yfir 80% ófatlaðra stunda íþróttir á Íslandi. Á Ólympíumótinu í Tókýó 2021 varð hann sjötti í 100 metra flugsundi, tíundi í 100 metra bringusundi og sjötti í 200 m fjórsundi Tinna Hrund Hlynsdóttir Hafberg Störf á sviði mannúðar- eða sjálfboðaliðamála Tinna Hrund er frá Ísafirði og hefur hún vakið athygli fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu síns samfélags. Hún hefur tekið að sér ýmsar ábyrgðarstöður samfélagsins og staðið sig vel. Tinna stofnaði félagið Stöndum saman Vestfirðir árið 2016 ásamt Hólmfríði Bóasdóttur og Steinunni Guðnýju Einarsdóttur og gerðist Tinna formaður félagsins. Markmið félagsins er að standa saman að því að bæta samfélagið og hafa þær verið ötular í því að safna fyrir ýmsum tækjum og tólum sem hefur vantað í heilbrigðiskerfið í litlum bæjum á Vestfjörðum. Sjá má upplýsingar um fyrri verðlaunahafa á vef JCI. Nýsköpun Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Í tilkynningu segir að tilnefningar til framúrskarandi ungra Íslendinga hafi verið mun fleiri en þær hafi verið undanfarin ár, en alls bárust kringum tvö hundruð tilnefningar. „Dómnefndin hittist í síðustu viku og valdi topp tíu hópinn og sigurvegara sem verður tilkynntur á verðlaunaafhendingunni þann 4. desember nk. Dómnefndin í ár var skipuð afElizu Reid rithöfundi og fyrrum forsetafrú. Freyju Steingrímsdóttur framkvæmdastjóra Blaðamannafélags Íslands, Anítu Sóleyju Scheving Þórðardóttur, framúrskarandi ungur Íslendingur 2023 og nemi.Kjartan Hansson senator í JCI og hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands og Alma Dögg Sigurvinsdottir Landsforseti JCI Íslands 2024. Miðvikudaginn 4. desember fer formleg verðlaunaafhending fram, þar sem Halla Tómasdóttir, forseti Íslands mun afhenda Topp tíu hópnum viðurkenningu og verður vinningshafi úr hópnum kynntur sem hlýtur titilinn Framúrskarandi ungur Íslendingur ársins 2024. Verðlaunaafhendingin hefst stundvíslega klukkan 16:30 í Höfuðstöðinni, Elliðaárdal,“ segir í tilkynningunni. TOPP TÍU 2024 Eva Michelsen Störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og/ eða hagfræði Eva stofnaði og rekur deilieldhúsið Eldstæðið. Eldstæðið er vottað atvinnueldhús fyrir smáframleiðendur og matarfrumkvöðla , fyrsta sinnar tegundar af þessum skala á Íslandi. Hún sá vöntun á íslenskum markaði fyrir matarfrumkvöðla og auðveldar það öðrum frumkvöðlum að taka sín fyrstu skref í rekstri á öruggan og hagkvæman hátt - prufa sig áfram áður en farið er í stórar fjárfestingar. Embla Bachmann Störf/ afrek á sviði menningar Embla Bachmann gaf út bókina Stelpur stranglega bannaðar! árið 2023 og er það hennar fyrsta bók. Í ár, 2024 gaf hún út bókina Kærókeppnin. Hún var sú yngsta til að hljóta tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2023 fyrir bókina sína Stelpur stranglega bannaðar! Embla starfar einnig á RÚV við útvarpsþáttagerð fyrir börn og ungmenni á Rás 1 og heita þættirnir hennar “Hvað ertu að lesa?” Embla er líka hluti af Krakkafréttateyminu á RÚV. Guðjón Reykdal Óskarsson Störf /uppgötvanir á sviði læknisfræði Guðjón er doktor í mannerfðafræði og hefur meðal annars rannsakað sinn eigin sjúkdóm, Duchenne vöðvarýrnun. Lokaverkefnið í meistaranámi lyfjafræði var rannsókn á hans eigin sjúkdómi. Hann hefur tekið þátt í birtingu ýmissa fræðigreina í mannerfðafræði. Einnig hélt hann úti hlaðvarpsþættinum Calling Munro þar sem hann og vinir hans spjölluðu á léttu nótunum um dægurmál, heimspeki og vísindi. Kristfríður Rós Stefánsdóttir Störf/ afrek á sviði menningar Kristfríður Rós hefur gefið mikið af sér til Snæfellsbæjar þar sem hún býr og þá sérstaklega til menningarmála á bæði íþrótta- og tómstundasviði. Má til dæmis nefna að hún hefur nýtt styttingu sína í vinnunni til að sjá um byrjenda boltann fyrir leikskólaaldur og íþróttaskólann á föstudögum, þar sem hún þjálfar fyrir ungmennafélagið. Ingólfur Snær Víðisson Störf á sviði mannúðar- eða sjálfboðaliðamála Ingólfur Snær er mikill leiðtogi þegar kemur að stuðningi við jaðarsetta hópa á Íslandi. Í dag vinnur hann sjálfboðaliðastarf fyrir Afstöðu, samtök sem styðja fanga, fyrrverandi fanga og aðstandendur þeirra. Ingólfur fer ekki einungis í öll fangelsi landsins sem hluti af vettvangsteymi Afstöðu, heldur sér hann sérstaklega um að hitta ungt afbrotafólk, börn í meðferð og neyðarvistun. Á Litla-Hrauni, stærsta fangelsi landsins, leiðir hann mikilvægt starf á meðferðargangi og styður fanga í gegnum krefjandi ferli betrunar og endurhæfingar. Nanna Kristjánsdóttir Leiðtogar/ afrek á sviði menntamála Nanna hefur lagt mikið til stærðfræðisamfélagsins, og raunar vísindasamfélagsins alls, með frumkvæði sínu og dugnaði. Hún stofnaði og hefur séð um framkvæmd námsbúðanna Stelpur diffra þar sem stelpur og stálp á aldrinum 16-18 ára koma saman í eina viku til að vinna að verkefnum tengdum stærðfræði og hitta fjölbreyttan hóp kvenna með bakgrunn í greininni. Nanna hefur unnið ötullega að því að auka áhuga og sjálfstraust ungra nemenda, vinna gegn kynjahalla í stærðfræði og tengdum greinum og kynna stærðfræði og vísindi fyrir börnum og unglingum. Stelpur diffra hafa verið haldnar á hverju sumri frá árinu 2021 en sumarið 2024 kom hún einnig á fót námsbúðunum Kennarar diffra fyrir starfandi grunn- og framhaldsskólakennara. Ólöf Bjarki Antons Störf á sviði siðferðis- og/eða umhverfismála Ólöf Bjarki hefur verið öflugt í samtökum Hinsegins fólks og barist fyrir réttlæti trans fólks. Hán hefur staðið fyrir mikilli fræðslu um málefni trans fólks, komið fram í útvarpi og sjónvarpi og upplýst hvernig trans fólk vill láta tala við sig. Ólöf Bjarki var formaður Trans Íslands árin 2022-2024 og fékk félagið Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2023. Rökstuðningur fyrir verðlaununum var sú að félagið hafi með starfi sínu valdið grundvallarbreytingu á skilningi fólks á kynjajafnrétti og hefur Ólöf Bjarki tekið mikinn þátt í þessu starfi. Rima Charaf Eddine Nasr Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda Ríma hefur unnið brautryðjandi starf í félagasamtökunum Læti!, sem er á vegum Stelpur rokka! Hún hefur verið ómissandi í Rokkbúðum samtakanna sem er fyrir 10-12 ára og 13- 16 ára börn, sérstaklega vegna stuðnings við arabískumælandi börn sem mörg hver komu nýlega frá stríðshrjáðum svæðum. Þekking hennar og hæfni til að hjálpa þessum börnum að aðlagast nýjum aðstæðum var lykilatriði í að tryggja að þeim líði sem best í búðunum. Róbert Ísak Jónsson Einstaklingssigrar og/eða afrek Róbert Ísak Jónsson er afreks íþróttamaður og sundkappi. Hann hefur sett fjölda Íslandsmeta og er margfaldur Íslandsmeistari í sundi. Hann vann brons á Evrópumeistaramóti fatlaðra í sundi og hafnaði í 6. sæti í úrslitum í 100 metra Flugsundi París 2024 í flokki S14 Róbert stóð sig gríðarlega vel á Ólympíumótinu. Hann verið ötull talsmaður fyrir hreyfingu hjá fötluðum börnum og hefur sett sér það markmið að fá fleiri fötluð börn til að stunda íþróttir. Þar sem því miður stunda aðeins 4% fatlaðra barna á Íslandi íþróttir miðað við yfir 80% ófatlaðra stunda íþróttir á Íslandi. Á Ólympíumótinu í Tókýó 2021 varð hann sjötti í 100 metra flugsundi, tíundi í 100 metra bringusundi og sjötti í 200 m fjórsundi Tinna Hrund Hlynsdóttir Hafberg Störf á sviði mannúðar- eða sjálfboðaliðamála Tinna Hrund er frá Ísafirði og hefur hún vakið athygli fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu síns samfélags. Hún hefur tekið að sér ýmsar ábyrgðarstöður samfélagsins og staðið sig vel. Tinna stofnaði félagið Stöndum saman Vestfirðir árið 2016 ásamt Hólmfríði Bóasdóttur og Steinunni Guðnýju Einarsdóttur og gerðist Tinna formaður félagsins. Markmið félagsins er að standa saman að því að bæta samfélagið og hafa þær verið ötular í því að safna fyrir ýmsum tækjum og tólum sem hefur vantað í heilbrigðiskerfið í litlum bæjum á Vestfjörðum. Sjá má upplýsingar um fyrri verðlaunahafa á vef JCI.
Nýsköpun Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira