Steindi, Elliði og Bárður eru í Hrútaskránni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. desember 2024 21:10 Hrútaskráin er eitt allra vinsælasta rit sauðfjárbænda og annarra, sem áhuga hafa á íslensku sauðkindinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Jólabókin í ár hjá sauðfjárbændum og áhugafólki um íslensku sauðkindina er nú komin út, en það er Hrútaskráin þar sem allir bestu og flottustu hrútar landsins eru kynntir í máli og myndum. Fengitíminn er nú að byrja og því mikið fjör fram undan í fjárhúsum landsins og á sæðingarstöðvum sauðfjárræktarinnar. Í nýju Hrútaskránni er kynning á um 50 bestu og glæsilegustu hrútum landsins, sem verða notaðir á sauðfjársæðingastöðvunum á Vesturlandi og Suðurlandi, meðal annars 35 nýir lambhrútar. Nýlega var haldin fjölmennur fundur í félagsheimilinu Þingborg í Flóahreppi þar sem hrútarnir í nýju hrútaskránni voru kynntir en skráin er allt mjög vinsæl hjá bændum og búaliði. „Þetta er náttúrulega aðalbók ársins, hún er loksins komin út. Eins og manni finnst nú mjög oft þá finnst mér það allavega núna að þetta hafi aldrei verið glæsilegri floti en í ár, en hann er svolítið öðruvísi samansettur miðað við síðustu ár. Við höfum aldrei verið með svona mikið af lambhrútum,” segir Eyþór Einarsson, sauðfjárræktarráðunautur hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins (RML). Fjölmargir mættu á fundinn í Þingborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eyþór segir að allir nýju hrútarnir beri verndandi arfgerð gegn riðu, sem sé mjög mikilvægt atriði og hann segir að allir hrútarnir í skránni hafi þurft að standast stífar kröfur til að verða teknir inn á sæðingarstöðvarnar. Eyþór Einarsson, sauðfjárræktarráðunautur hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins, sem kynnti nýju Hrútaskrána á fundinum í Þingborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað með liti, eru bændur mikið að spá í þá, liti á hrútum og lömbum eða hvað? „Já, já, okkur ber skylda til þess að viðhalda þessari mögnuðu litaflóru, sem við höfum og það eru nokkrir þarna vel skrautlegir. Golsótti liturinn fær til dæmis góða útbreiðslu núna,” segir Eyþór. Eyþór segist finna fyrir mikilli bjartsýni í sauðfjárræktinni um þessar mundir og miklu meiri en hefur verið síðustu ár. Ein af glærunum á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þetta er greinilega jólabókin í ár eða hvað? „Þetta er jólabókin í ár og hefur verið frá því að Hrútaskráin fór að koma út og hún er ekkert að tapa vinsældum, það er alveg ljóst.” Svo er alltaf gaman að sjá hvað hrútarnir í skránni heita. Hér er til dæmis hrúturinn Steindi, svo er það Elliði, sem er hvítur, Bárður er dökkgrár og kollóttur, Bónus er kollóttur og svartur og svo er það Kálormur, sem er hvítur, vel hyrndur og með rákir í hornum. Gagnlegar upplýsingar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrúturinn Steindi, sem verður meðal annars notaður á sæðingarstöðvunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Sauðfé Landbúnaður Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng lokuð til norðurs Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Sjá meira
Í nýju Hrútaskránni er kynning á um 50 bestu og glæsilegustu hrútum landsins, sem verða notaðir á sauðfjársæðingastöðvunum á Vesturlandi og Suðurlandi, meðal annars 35 nýir lambhrútar. Nýlega var haldin fjölmennur fundur í félagsheimilinu Þingborg í Flóahreppi þar sem hrútarnir í nýju hrútaskránni voru kynntir en skráin er allt mjög vinsæl hjá bændum og búaliði. „Þetta er náttúrulega aðalbók ársins, hún er loksins komin út. Eins og manni finnst nú mjög oft þá finnst mér það allavega núna að þetta hafi aldrei verið glæsilegri floti en í ár, en hann er svolítið öðruvísi samansettur miðað við síðustu ár. Við höfum aldrei verið með svona mikið af lambhrútum,” segir Eyþór Einarsson, sauðfjárræktarráðunautur hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins (RML). Fjölmargir mættu á fundinn í Þingborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eyþór segir að allir nýju hrútarnir beri verndandi arfgerð gegn riðu, sem sé mjög mikilvægt atriði og hann segir að allir hrútarnir í skránni hafi þurft að standast stífar kröfur til að verða teknir inn á sæðingarstöðvarnar. Eyþór Einarsson, sauðfjárræktarráðunautur hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins, sem kynnti nýju Hrútaskrána á fundinum í Þingborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað með liti, eru bændur mikið að spá í þá, liti á hrútum og lömbum eða hvað? „Já, já, okkur ber skylda til þess að viðhalda þessari mögnuðu litaflóru, sem við höfum og það eru nokkrir þarna vel skrautlegir. Golsótti liturinn fær til dæmis góða útbreiðslu núna,” segir Eyþór. Eyþór segist finna fyrir mikilli bjartsýni í sauðfjárræktinni um þessar mundir og miklu meiri en hefur verið síðustu ár. Ein af glærunum á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þetta er greinilega jólabókin í ár eða hvað? „Þetta er jólabókin í ár og hefur verið frá því að Hrútaskráin fór að koma út og hún er ekkert að tapa vinsældum, það er alveg ljóst.” Svo er alltaf gaman að sjá hvað hrútarnir í skránni heita. Hér er til dæmis hrúturinn Steindi, svo er það Elliði, sem er hvítur, Bárður er dökkgrár og kollóttur, Bónus er kollóttur og svartur og svo er það Kálormur, sem er hvítur, vel hyrndur og með rákir í hornum. Gagnlegar upplýsingar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrúturinn Steindi, sem verður meðal annars notaður á sæðingarstöðvunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Sauðfé Landbúnaður Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng lokuð til norðurs Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Sjá meira