Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. nóvember 2024 18:39 Horft yfir Egilsstaði. Mynd úr safni. vísir/vilhelm „Fólk tekur það yfirleitt fram þegar það kemur til okkar að það sé eins gott að fara drífa sig, því það sem vofir yfir er það sem að Íslendingar þekkja því miður betur en aðrar þjóðir, vont veður.“ Þetta segir Svavar Pálsson, sýslumaður á Austurlandi, í samtali við Vísi en slæm veðurspá á svæðinu fyrir kjördag á laugardag hefur valdið því að fleiri kjósa utan kjörfunar en áður. Veðurviðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Austfirði. Samtals eru utankjörfundaratkvæði á Austurlandi nú yfir 1.100 talsins sem er um fimmtán prósent kjörsókn. „Þetta er búinn að vera mjög stór dagur, kjörsókn er búin að vera mjög góð. Þessi fimmtudagur hefur verið sérstaklega stór og mjög mikil kjörsókn á öllum kjörstöðum.“ Spurður hvort að um metaðsókn utan kjörfundar sé að ræða segir Svavar: „Ég hugsa að það sé nærri því, við vitum það ekki fyrr en morgundagurinn er búinn.“ Jafnframt hefur verið gripið til ýmissa ráðstafanna til að auðvelda fyrir þeim sem vilja kjósa utan kjörfundar. Boðið hefur verið upp á auka opnun á Djúpavogi og Borgarfirði eystri. „Það eru auka opnanir og skipun kjörstjóra á afksekktari stöðum þar sem hætta er á að fólk lokist inni. Svo höfum við þurft að grípa til þess að senda kjörgögn á milli staða. Notkun á kjörgögnum hefur verið umfram fyrstu áætlanir svo við höfum þurft að bregðast við þessari auknu kjörsókn með ýmsum hætti.“ Svavar tekur það fram að það sé nokkuð óvanalegt að þurfa grípa til ráðstafanna vegna veðurs og bendir á að vanalega sé kosið að vori eða snemma að hausti. Alþingiskosningar 2024 Veður Múlaþing Fjarðabyggð Fljótsdalshreppur Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Þetta segir Svavar Pálsson, sýslumaður á Austurlandi, í samtali við Vísi en slæm veðurspá á svæðinu fyrir kjördag á laugardag hefur valdið því að fleiri kjósa utan kjörfunar en áður. Veðurviðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Austfirði. Samtals eru utankjörfundaratkvæði á Austurlandi nú yfir 1.100 talsins sem er um fimmtán prósent kjörsókn. „Þetta er búinn að vera mjög stór dagur, kjörsókn er búin að vera mjög góð. Þessi fimmtudagur hefur verið sérstaklega stór og mjög mikil kjörsókn á öllum kjörstöðum.“ Spurður hvort að um metaðsókn utan kjörfundar sé að ræða segir Svavar: „Ég hugsa að það sé nærri því, við vitum það ekki fyrr en morgundagurinn er búinn.“ Jafnframt hefur verið gripið til ýmissa ráðstafanna til að auðvelda fyrir þeim sem vilja kjósa utan kjörfundar. Boðið hefur verið upp á auka opnun á Djúpavogi og Borgarfirði eystri. „Það eru auka opnanir og skipun kjörstjóra á afksekktari stöðum þar sem hætta er á að fólk lokist inni. Svo höfum við þurft að grípa til þess að senda kjörgögn á milli staða. Notkun á kjörgögnum hefur verið umfram fyrstu áætlanir svo við höfum þurft að bregðast við þessari auknu kjörsókn með ýmsum hætti.“ Svavar tekur það fram að það sé nokkuð óvanalegt að þurfa grípa til ráðstafanna vegna veðurs og bendir á að vanalega sé kosið að vori eða snemma að hausti.
Alþingiskosningar 2024 Veður Múlaþing Fjarðabyggð Fljótsdalshreppur Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira