Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2024 09:31 Heimsmeistaramótið er í hættu hjá Matej Mandic eftir að hann fékk hnefahögg frá liðsfélaga sínum hjá HC Zagreb en atvikið varð í búningsklefa króatíska liðsins. Getty/Sanjin Strukic Það gekk ýmislegt á í búningsklefa króatíska handboltafélagsins RK Zagreb eftir leik liðsins í Meistaradeildinni í vikunni. Eftirmálin eru allt annað en góðar fréttir fyrir landsliðsþjálfarann Dag Sigurðsson. Tveir leikmenn RK Zagreb hafa verið settir í agabann að því virðist fyrir að slást í klefanum en annar leikmaður til viðbótar meiddist það illa að hann gæti verið frá í margar vikur. Danski blaðamaðurinn Rasmus Boysen fjallar um málið. Það sem er á hreinu er að tveir leikmenn RK Zagreb, Milos Kos og Zvonimir Srna, eru komnir í tímabundið bann. Þeir verða í banninu á meðan málið verður rannsakað af félaginu. Króatíski miðilinn 24sata Sport sagði frá slagsmálum í búningsklefa liðsins. Liðsfélagar Milos Kos gerðu samkvæmt upplýsingum blaðsins athugasemd við slaka frammistöðu hans og hann tók því mjög illa. Króatíski landsliðsmarkvörðurinn Matej Mandic sagði eitthvað við Kos og hann svaraði með því að gefa honum hnefahögg í andlitið. Kos meiddi Mandic það mikið að markvörðurinn verður frá í fjórar til sex vikur og gæti misst af HM í janúar. Slæmar fréttir fyrir landsliðsþjálfarann Dag Sigurðsson. Eftir þetta blönduðu aðrir liðsfélagar þeirra sér í málið en það endaði með því að Zvonimir Srna sló Kos nokkrum sinnum. Það er þess vegna sem Srna er líka kominn í bann. Nantes vann leikinn 25-22 en hann var spilaður í Króatíu. Milos Kos nýtti aðeins eitt af sjö skotum sínum í leiknum. Mandic varði 9 skot. Zagreb hefur aðeins unnið tvo af níu leikjum sínum í Meistaradeildinni í vetur og er í neðsta sæti í B-riðlinum. HM karla í handbolta 2025 Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Fleiri fréttir „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Sjá meira
Tveir leikmenn RK Zagreb hafa verið settir í agabann að því virðist fyrir að slást í klefanum en annar leikmaður til viðbótar meiddist það illa að hann gæti verið frá í margar vikur. Danski blaðamaðurinn Rasmus Boysen fjallar um málið. Það sem er á hreinu er að tveir leikmenn RK Zagreb, Milos Kos og Zvonimir Srna, eru komnir í tímabundið bann. Þeir verða í banninu á meðan málið verður rannsakað af félaginu. Króatíski miðilinn 24sata Sport sagði frá slagsmálum í búningsklefa liðsins. Liðsfélagar Milos Kos gerðu samkvæmt upplýsingum blaðsins athugasemd við slaka frammistöðu hans og hann tók því mjög illa. Króatíski landsliðsmarkvörðurinn Matej Mandic sagði eitthvað við Kos og hann svaraði með því að gefa honum hnefahögg í andlitið. Kos meiddi Mandic það mikið að markvörðurinn verður frá í fjórar til sex vikur og gæti misst af HM í janúar. Slæmar fréttir fyrir landsliðsþjálfarann Dag Sigurðsson. Eftir þetta blönduðu aðrir liðsfélagar þeirra sér í málið en það endaði með því að Zvonimir Srna sló Kos nokkrum sinnum. Það er þess vegna sem Srna er líka kominn í bann. Nantes vann leikinn 25-22 en hann var spilaður í Króatíu. Milos Kos nýtti aðeins eitt af sjö skotum sínum í leiknum. Mandic varði 9 skot. Zagreb hefur aðeins unnið tvo af níu leikjum sínum í Meistaradeildinni í vetur og er í neðsta sæti í B-riðlinum.
HM karla í handbolta 2025 Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Fleiri fréttir „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita