„Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 29. nóvember 2024 21:01 Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. vísir/ívar Sagnfræðingur segir fjölda flokka mögulega leiða til stjórnarkreppu en snarpri kosningabaráttunni lýkur formlega á morgun þegar Íslendingar ganga til kosninga. Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir margt setja svip sinn á kosningabaráttuna sem hafi að ýmsu leyti verið óvenjuleg. Málefni og stefnur flokkanna hafi tekið minna pláss en áður á meðan miðlað efni og fjölmiðlamál stálu senunni. „Það sem hefur einkennt hana mest er hve stutt hún hefur verið og hve lítinn tíma flokkarnir hafa haft til þess að í rauninni móta stefnumálin sín og þannig koma sér saman um tiltölulega einfalda stefnu. Mér hefur þótt nokkuð erfitt að festa hendur á hver stefnan er. Þetta hefur farið nú meira í að ræða skoðanakannanir.“ Fjöldi flokka auki líkur á stjórnarkreppu Mikill fjöldi flokka einkenni kosningar nú til dags. Einfalt flokkakerfi sé liðin tíð sem geri flokkum erfitt að mynda meirihluta. Þetta geti leitt til stjórnarkreppu miðað við skoðanakannanir. „Þetta er orðið svona mjög fjölbreytt borð af smáréttum sem menn þurfa að velja úr, það er greinilegt að það verður ekki neinn flokkur sem verður verulega stór. Því fleiri flokka sem þarf til að mynda ríkisstjórn, það þarf að minnsta kosti að vera þrír jafnvel fleiri, því erfiðara er yfirleitt að mynda stjórnir. “ „Af því að þá þarf yfirleitt að koma saman og allir flokkar þurfa að fá eitthvað. Það þyrfti að koma stjórn þar sem sitja saman flokkar sem hafa mjög ólík stefnumál. Þá er oft á tíðum erfitt að koma saman stjórnarsáttmála.“ Stjórnmálamenn geri sig að fíflum í beinni útsendingu Samfélagsmiðlar hafi einnig sett svip sinn á baráttuna. Guðmundur segist reikna með því að sá vígvöllur sé kominn til að vera. „Þangað til menn verða svo leiðir á þessu að þeir nenni þessu ekki. Það hefur verið talað um TikTok-kosningar. Sumar af þeim uppákomum sem hafa verið í sjónvarpinu hafa ekki snúist um pólitík heldur snúist um það að stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu, þetta getur verið skemmtilegt, þó ég sé hrifnari af innhaldsríkari umræðum.“ Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir margt setja svip sinn á kosningabaráttuna sem hafi að ýmsu leyti verið óvenjuleg. Málefni og stefnur flokkanna hafi tekið minna pláss en áður á meðan miðlað efni og fjölmiðlamál stálu senunni. „Það sem hefur einkennt hana mest er hve stutt hún hefur verið og hve lítinn tíma flokkarnir hafa haft til þess að í rauninni móta stefnumálin sín og þannig koma sér saman um tiltölulega einfalda stefnu. Mér hefur þótt nokkuð erfitt að festa hendur á hver stefnan er. Þetta hefur farið nú meira í að ræða skoðanakannanir.“ Fjöldi flokka auki líkur á stjórnarkreppu Mikill fjöldi flokka einkenni kosningar nú til dags. Einfalt flokkakerfi sé liðin tíð sem geri flokkum erfitt að mynda meirihluta. Þetta geti leitt til stjórnarkreppu miðað við skoðanakannanir. „Þetta er orðið svona mjög fjölbreytt borð af smáréttum sem menn þurfa að velja úr, það er greinilegt að það verður ekki neinn flokkur sem verður verulega stór. Því fleiri flokka sem þarf til að mynda ríkisstjórn, það þarf að minnsta kosti að vera þrír jafnvel fleiri, því erfiðara er yfirleitt að mynda stjórnir. “ „Af því að þá þarf yfirleitt að koma saman og allir flokkar þurfa að fá eitthvað. Það þyrfti að koma stjórn þar sem sitja saman flokkar sem hafa mjög ólík stefnumál. Þá er oft á tíðum erfitt að koma saman stjórnarsáttmála.“ Stjórnmálamenn geri sig að fíflum í beinni útsendingu Samfélagsmiðlar hafi einnig sett svip sinn á baráttuna. Guðmundur segist reikna með því að sá vígvöllur sé kominn til að vera. „Þangað til menn verða svo leiðir á þessu að þeir nenni þessu ekki. Það hefur verið talað um TikTok-kosningar. Sumar af þeim uppákomum sem hafa verið í sjónvarpinu hafa ekki snúist um pólitík heldur snúist um það að stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu, þetta getur verið skemmtilegt, þó ég sé hrifnari af innhaldsríkari umræðum.“
Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent