„Við vorum bara klaufar“ Hinrik Wöhler skrifar 29. nóvember 2024 22:00 Einar Jónsson og lærisveinar hans í Fram glutruðu niður fimm marka forystu í síðari hálfleik. Vísir/Anton Brink Einar Jónsson, þjálfari Fram, var niðurlútur í leikslok en lærisveinar hans töpuðu á dramatískan hátt á móti FH. Fram tapaði með minnsta mun eftir að hafa leitt leikinn þokkalega þægilega framan af og voru lokatölur 30-29, FH í vil, í Úlfarsárdal í kvöld. „Við spiluðum frábærlega fyrstu 20 mínúturnar í síðari hálfleik. Síðustu 10 mínúturnar var það kannski, bensínleysi, reynsluleysi og klaufagangur. Birkir [Fannar Bragason] kemur sterkur í markið hjá þeim, það er helst það. Við vorum frekar miklir klaufar síðustu 10 mínúturnar, vörnin hélt ekki heldur nægilega vel eins og hún var búin að gera. Þannig er það bara, FH er gott lið og gerðu vel líka í sínu,“ sagði Einar skömmu eftir leik. Hafnfirðingar voru fimm mörkum undir um miðbik síðari hálfleiks og allt leit út fyrir öruggan sigur heimamanna. FH-ingar breyttu um vörn og fóru í fimm-einn vörn og í kjölfarið seig á ógæfuhliðina hjá Frömurum. „Klárlega, við skoruðum minna og það er ljóst. Við vorum kannski ekki alveg að finna nógu mikið af lausnum við því. Þetta var frekar mikið á herðunum á Reyni [Þóri Stefánssyni] á kafla og hefðum þurft meira framlag frá öðrum. Sama bara frá okkur þjálfurunum, við áttum að reyna að finna betri lausnir, það er ljóst,“ sagði Einar. Fram hefði getað jafnað FH á stigum á toppi deildarinnar með sigri í kvöld en í stað er liðið fjórum stigum frá Hafnfirðingum. „Auðvitað er þetta ömurlegt, hvort við hefðum náð FH eða ekki þá er það bara ömurlegt að tapa. Við spiluðum vel í 50 mínútur og hefðum bara viljað þennan leik en FH vann bara svo sem sanngjarnt og gerðu vel. Sérstaklega á lokamínútunum í leiknum, mikil reynsla í þeirra liði sem kom þeim að góðu gagni,“ bætti Einar við. Einar er þó sáttur með ýmsa hluti í leiknum og sérstaklega fyrri hálfleik en Framarar spiluðu glimrandi vel á báðum endum vallarins og leiddu með tveimur mörkum í hálfleik. „Við spiluðum virkilega vel sóknarlega í fyrri hálfleik og fyrstu 20 mínúturnar í seinni. Sjálfsögðu ótrúlega margt sem við getum byggt varðandi frammistöðuna í þessar 40 eða 50 mínútur. Við vorum bara klaufar og kannski reynsluleysi í lokin en við lærum af því,“ sagði þjálfarinn að lokum. Fram Olís-deild karla Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
„Við spiluðum frábærlega fyrstu 20 mínúturnar í síðari hálfleik. Síðustu 10 mínúturnar var það kannski, bensínleysi, reynsluleysi og klaufagangur. Birkir [Fannar Bragason] kemur sterkur í markið hjá þeim, það er helst það. Við vorum frekar miklir klaufar síðustu 10 mínúturnar, vörnin hélt ekki heldur nægilega vel eins og hún var búin að gera. Þannig er það bara, FH er gott lið og gerðu vel líka í sínu,“ sagði Einar skömmu eftir leik. Hafnfirðingar voru fimm mörkum undir um miðbik síðari hálfleiks og allt leit út fyrir öruggan sigur heimamanna. FH-ingar breyttu um vörn og fóru í fimm-einn vörn og í kjölfarið seig á ógæfuhliðina hjá Frömurum. „Klárlega, við skoruðum minna og það er ljóst. Við vorum kannski ekki alveg að finna nógu mikið af lausnum við því. Þetta var frekar mikið á herðunum á Reyni [Þóri Stefánssyni] á kafla og hefðum þurft meira framlag frá öðrum. Sama bara frá okkur þjálfurunum, við áttum að reyna að finna betri lausnir, það er ljóst,“ sagði Einar. Fram hefði getað jafnað FH á stigum á toppi deildarinnar með sigri í kvöld en í stað er liðið fjórum stigum frá Hafnfirðingum. „Auðvitað er þetta ömurlegt, hvort við hefðum náð FH eða ekki þá er það bara ömurlegt að tapa. Við spiluðum vel í 50 mínútur og hefðum bara viljað þennan leik en FH vann bara svo sem sanngjarnt og gerðu vel. Sérstaklega á lokamínútunum í leiknum, mikil reynsla í þeirra liði sem kom þeim að góðu gagni,“ bætti Einar við. Einar er þó sáttur með ýmsa hluti í leiknum og sérstaklega fyrri hálfleik en Framarar spiluðu glimrandi vel á báðum endum vallarins og leiddu með tveimur mörkum í hálfleik. „Við spiluðum virkilega vel sóknarlega í fyrri hálfleik og fyrstu 20 mínúturnar í seinni. Sjálfsögðu ótrúlega margt sem við getum byggt varðandi frammistöðuna í þessar 40 eða 50 mínútur. Við vorum bara klaufar og kannski reynsluleysi í lokin en við lærum af því,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Fram Olís-deild karla Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira