Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2024 11:47 Kolbeinn Aron Ingibjargarson varð bráðkvaddur á heimili sínu fyrir sex árum síðan. ÍBV Handbolti Í dag hefði Eyjamaðurinn Kolbeinn Aron Ingibjargarson orðið 35 ára gamall. Eyjamenn minnast hans sérstaklega á heimaleik sínum við Valsmenn í Olís deild karla í handbolta. „Kolbeinn Aron Ingibjargarson, eða Kolli eins og við kölluðum hann, var öflugur markvörður og litríkur karakter sem átti stóran þátt í vexti og velgengni handboltans í Vestmannaeyjum,“ segir í frétt um daginn á miðlum ÍBV. Kolbeinn var búinn að spila 279 leiki fyrir ÍBV þegar hann kvaddi allt of snemma árið 2018. Kolbeinn varð þá bráðkvaddur á heimili sínu. Flest fólk í Eyjum fékk fréttirnar á aðfangadag og þær settu mikinn svip á jólahald í Vestmannaeyjum enda var Kolbeinn vinur allra. Í tilefni afmælisins ákvað fjölskylda Kolla að láta útbúa sérstakan afmælisbjór sem þau gáfu handknattleiksdeild ÍBV og óskuðu eftir að bjórinn yrði seldur í upphitun fyrir leik ÍBV og Vals. Eyjamenn vonast eftir góðri mætingu á þennan stórleik enda er ein besta leiðin til að minnast stuðboltans að vera með með stuð á pöllunum á móti einum af erkifjendum liðsins síðustu ár. „Upphitun hefst í gamla salnum klukkan 15.00 þar sem Kollabjórinn verður til sölu ásamt pizzu frá Pizza 67. Þar ætlum við að eiga saman góða stund, ylja okkur við minningar um góðan dreng og hita upp fyrir leikinn. Mætum í hvítu og hlökkum til að sjá sem allra flesta,“ segir í frétt um daginn á miðlum ÍBV. ÍBV er í sjötta sæti deildarinnar en hefur tapað tveimur leikjum í röð. Valsmenn komast upp i annað sætið með sigri en Valsliðið hefur ekki tapað deildarleik síðan í september. Olís-deild karla ÍBV Valur Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
„Kolbeinn Aron Ingibjargarson, eða Kolli eins og við kölluðum hann, var öflugur markvörður og litríkur karakter sem átti stóran þátt í vexti og velgengni handboltans í Vestmannaeyjum,“ segir í frétt um daginn á miðlum ÍBV. Kolbeinn var búinn að spila 279 leiki fyrir ÍBV þegar hann kvaddi allt of snemma árið 2018. Kolbeinn varð þá bráðkvaddur á heimili sínu. Flest fólk í Eyjum fékk fréttirnar á aðfangadag og þær settu mikinn svip á jólahald í Vestmannaeyjum enda var Kolbeinn vinur allra. Í tilefni afmælisins ákvað fjölskylda Kolla að láta útbúa sérstakan afmælisbjór sem þau gáfu handknattleiksdeild ÍBV og óskuðu eftir að bjórinn yrði seldur í upphitun fyrir leik ÍBV og Vals. Eyjamenn vonast eftir góðri mætingu á þennan stórleik enda er ein besta leiðin til að minnast stuðboltans að vera með með stuð á pöllunum á móti einum af erkifjendum liðsins síðustu ár. „Upphitun hefst í gamla salnum klukkan 15.00 þar sem Kollabjórinn verður til sölu ásamt pizzu frá Pizza 67. Þar ætlum við að eiga saman góða stund, ylja okkur við minningar um góðan dreng og hita upp fyrir leikinn. Mætum í hvítu og hlökkum til að sjá sem allra flesta,“ segir í frétt um daginn á miðlum ÍBV. ÍBV er í sjötta sæti deildarinnar en hefur tapað tveimur leikjum í röð. Valsmenn komast upp i annað sætið með sigri en Valsliðið hefur ekki tapað deildarleik síðan í september.
Olís-deild karla ÍBV Valur Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira