Grindsted vann leikinn með sex marka mun, 35-29, eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik, 13-15.
Grindsted hafði aðeins náð í eitt stig í fyrstu tólf leikjum sinum fyrir leikinn og ekki unnið leik.
Bjerringbro náði þriggja marka forkoti í upphafi seinni hálfleiks en svo fór að halla verulega undan fæti.
Heimamenn Grindsted fóru á flug og snéru við leiknum. Þeir unnu seinni hálfleikinn á endanum með átta mörkum, 22-14.
Guðmundur Bragi tók tvö víti í fyrri hálfleik og skoraði úr öðru en hitt var varið.
Hann skoraði síðan eitt mark utan af velli í lokin og endaði með tvö mörk.
Mads Lenbroch tók við vítaskyttuhlutverkinu eftir klúðrið og var markahæstur með sex mörk.