„Ég hélt að fyrstu tölur væru ekki komnar, en svo frétti ég að við værum með 25 prósent fylgi hjá KrakkaRúv!. Mig minnir að í síðustu kosningum höfum við fengið 0,3 prósent fylgi, þannig þetta veit vonandi á gott,“ sagði Sigmundur Davíð.

Hann þakkaði stuðningsfólki sínu innilega.
„Þetta verður löng nótt, jafnvel löng helgi. Hópurinn sem hefur komið saman er stórklostlegur. Ég hef aldrei séð annað eins á mínum pólitíska ferli.
Umrætt lag sem Sigmundur labbaði inn við er eins og áður segir úr áramótaskaupi árið 2013, þar sem laginu „Shimmy Shimmy Ya“ er breytt í „Simmi, Simmi D“.
„Það eru allir með hnút í maganum, en nú vona ég bara að við löndum aflanum,“ segir Bergþór Ólason. Hann segir kannanir misvísandi en kveðst bjartsýnn miðað við tóninn í landanum.