Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 1. desember 2024 10:37 Ásthildur Lóa Þórsdóttir er himinlifandi yfir niðurstöðunum. Vísir/Arnar Oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi segist orðlaus yfir sigri flokksins í kjördæminu. Hún segir baráttu flokksins með þeim sem verst eru staddir og gegn óréttlæti hafa skilað þeim góðum árangri. Ásthildur Lóa Þórsdóttir er fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis en eftir lokatölur liggur fyrir að Flokkur fólksins hlaut flest atkvæði í kjördæminu eða 20 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 19,6 prósent og Samfylkingin 17,3 prósent. Þegar blaðamaður hringdi í Ásthildi í von um viðbrögð við lokatölunum í Suðurkjördæmi gerðist hann svo heppinn að fá að segja henni tíðindin. „Vá, er ég fyrsti þingmaður kjördæmisins? Ómægod!“ Ásthildur sagðist orðlaus yfir niðurstöðunum. „Þetta er stórkostlegt, algjörlega meiri háttar að Flokkur fólksins sé stærsti flokkurinn í Suðurkjördæmi.“ Í Alþingiskosningunum 2021 var Ásthildur kjörin þriðji þingmaður Suðurkjördæmis. Í kosningunum 2017 var Karl Gauti Hjaltason, þá efstur á lista flokksins í Suðurkjördæmi, kjörinn áttundi þingmaður flokksins í kjördæminu. Flokkurinn haldið fast í sín málefni Flokkur Fólksins bætir við sig þingmanni að þessu sinni, en Sigurður Helgi Pálmason nær að auki inn. „Það sem er svolítið sérstakt við Flokk fólksins er að við erum aldrei að draga neinar kanínur fram úr hattinum. Við erum alltaf að berjast fyrir því sama, við berjumst fyrir þeim sem eru verst staddir og við berjumst gegn óréttlæti,“ segir Ásthildur. Hún kunni enga aðra skýringu á velgengni flokksins í Suðurkjördæmi. „Þetta eru málefnin sem við stöndum fyrir, við erum búin að vera svakalega dugleg og höfum aldrei gefið eftir og aldrei kvikað. Við bjuggum ekki til nein ný kosningamál. Við erum erum bara að berjast fyrir sömu málunum.“ Enn berast tölur úr kjördæmunum og ný tíðindi úr kosningabaráttunni. Nýjustu vendingar má nálgast í kosningavaktinni hér að neðan. Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Suðurkjördæmi Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Ásthildur Lóa Þórsdóttir er fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis en eftir lokatölur liggur fyrir að Flokkur fólksins hlaut flest atkvæði í kjördæminu eða 20 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 19,6 prósent og Samfylkingin 17,3 prósent. Þegar blaðamaður hringdi í Ásthildi í von um viðbrögð við lokatölunum í Suðurkjördæmi gerðist hann svo heppinn að fá að segja henni tíðindin. „Vá, er ég fyrsti þingmaður kjördæmisins? Ómægod!“ Ásthildur sagðist orðlaus yfir niðurstöðunum. „Þetta er stórkostlegt, algjörlega meiri háttar að Flokkur fólksins sé stærsti flokkurinn í Suðurkjördæmi.“ Í Alþingiskosningunum 2021 var Ásthildur kjörin þriðji þingmaður Suðurkjördæmis. Í kosningunum 2017 var Karl Gauti Hjaltason, þá efstur á lista flokksins í Suðurkjördæmi, kjörinn áttundi þingmaður flokksins í kjördæminu. Flokkurinn haldið fast í sín málefni Flokkur Fólksins bætir við sig þingmanni að þessu sinni, en Sigurður Helgi Pálmason nær að auki inn. „Það sem er svolítið sérstakt við Flokk fólksins er að við erum aldrei að draga neinar kanínur fram úr hattinum. Við erum alltaf að berjast fyrir því sama, við berjumst fyrir þeim sem eru verst staddir og við berjumst gegn óréttlæti,“ segir Ásthildur. Hún kunni enga aðra skýringu á velgengni flokksins í Suðurkjördæmi. „Þetta eru málefnin sem við stöndum fyrir, við erum búin að vera svakalega dugleg og höfum aldrei gefið eftir og aldrei kvikað. Við bjuggum ekki til nein ný kosningamál. Við erum erum bara að berjast fyrir sömu málunum.“ Enn berast tölur úr kjördæmunum og ný tíðindi úr kosningabaráttunni. Nýjustu vendingar má nálgast í kosningavaktinni hér að neðan.
Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Suðurkjördæmi Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira