„Sjúklega stolt af þessum hóp“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. desember 2024 21:54 Perla Ruth Albertsdóttir var markahæsti leikmaður íslenska liðsins í kvöld. Christina Pahnke - sampics/Getty Images Perla Ruth Albertsdóttir var valinn maður leiksins er Ísland landaði sínum fyrsta sigri í sögunni á lokamóti EM í kvöld. Ísland vann þriggja marka sigur, 27-24, og Perla var markahæsti leikmaður íslenska liðsins með sex mörk, þar af þrjú úr vítum. Með sigrinum stilltu íslensku stelpurnar upp hreinum úrslitaleik við Þjóðverja um hvort liðið fer áfram í milliriðil. „Þessi tilfinning. Þetta er ólýsanlegt og við erum í skýjunum núna,“ sagði Perla í leikslok. Hún segir að öflug byrjun íslenska liðsins hafi lagt grunninn að sigrinum. „Klárlega. Við tókum ýmislegt með okkur úr Hollandsleiknum og ákváðum það að við ætluðum að vera „on“ í vörninni og keyra. Við erum ógeðslega góðar í því og sýndum það í fyrri hálfleik og lögðum þannig grunninn að þessum sigri.“ Íslensku stelpurnar fóru með öruggt sjö marka forskot inn í hálfleikshléið, en gáfu að einhverju leyti eftir í þeim seinni. Úkraínska liðið saxaði á forskotið, en Perla segist ekki vera með neina skýringu á því hvað varð til þess að íslenska liðið gaf eftir. „Ég veit það ekki alveg. Kannski er þetta bara eðlilegt, að hitt liðið kemur til leiks með svaka attitúd og karakter. Þær ætluðu bara að koma sér inn í leikinn og við kannski farnar að verja forskotið. Við lendum eiginlega bara á hælunum og við hættum að keyra. Við erum svolítið mikið að passa boltann. Hver bolti er mikilvægur og allt það, en þá erum við ekki að fá auðveldu mörkin okkar í keyrslunni. Þannig að þetta spilar allt saman. En þetta tókst.“ Hún viðurkennir það fúslega að stressið hafi náð henni á lokamínútum leiksins. „Já, ég var á bekknum síðasta korterið og það er miklu verra að vera á bekknum. Ég var að panikka, enda stóð maður upp og öskraði við hvert einasta atvik og peppaði liðið sem var inni á vellinum. Stress, ég viðurkenni það. Samt komust þær aldrei það nálægt okkur. En við erum virkilega glaðar. Þetta skipti okkur miklu máli. Það skiptir miklu máli að ná þessu.“ Klippa: Perla Ruth eftir sigurinn gegn Úkraínu Perla segir einnig að það hafi verið erfitt að eiga við stórt og stæðilegt lið Úkraínu. „Algjörlega. Þær eru risastórar og við vitum líka að þær eru með svo góðar skyttur sem geta skotið bara nánast á 17 metrum. Maður sér þetta ekkert í hvaða liði sem er. Þær eru mjög sterkar og mjög stórar og við vorum alltaf manni færri þegar þær fóru í sjö á sex þannig að við þurftum að vera á fullu allan tímann og við gerðum það. Það var geggjuð vinnusemi í liðinu og ég er sjúklega stolt af þessum hóp.“ Hún ítrekar einnig að það sé ómögulegt að lýsa tilfinningunni eftir leik. „Nei, eiginlega ekki. Gæsahúðin og bara syngja. Ég var búin að sjá fyrir mér þetta móment. Ég sagði við Andreu herbergisfélaga minn að við værum að fara að vinna og að við værum að fara að fagna og að við værum að fara að syngja með fólkinu okkar í stúkunni. Það er ógeðslega mikið af fólki hérna að styðja okkur. Og við heldur betur gerðum það. Þannig að þetta var geggjað.“ Sigur íslenska liðsins í kvöld var ekki bara sögulegur, heldur var hann einnig gríðarlega mikilvægur. Nú bíður íslenska liðsins hreinn úrslitaleikur gegn Þjóðverjum um sæti í milliriðli. „Við vildum fá þennan leik. Við ætlum klárlega að taka allt það jákvæða úr Hollandsleiknum, taka allt það jákvæða úr þessum og taka næsta skref áfram. Við ætlum að sýna allt sem við getum á þriðjudaginn á móti Þýskalandi. Þetta er úrslitaleikur þar sem við auðvitað ætlum okkur sigur,“ sagði Perla að lokum. EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Ísland vann þriggja marka sigur, 27-24, og Perla var markahæsti leikmaður íslenska liðsins með sex mörk, þar af þrjú úr vítum. Með sigrinum stilltu íslensku stelpurnar upp hreinum úrslitaleik við Þjóðverja um hvort liðið fer áfram í milliriðil. „Þessi tilfinning. Þetta er ólýsanlegt og við erum í skýjunum núna,“ sagði Perla í leikslok. Hún segir að öflug byrjun íslenska liðsins hafi lagt grunninn að sigrinum. „Klárlega. Við tókum ýmislegt með okkur úr Hollandsleiknum og ákváðum það að við ætluðum að vera „on“ í vörninni og keyra. Við erum ógeðslega góðar í því og sýndum það í fyrri hálfleik og lögðum þannig grunninn að þessum sigri.“ Íslensku stelpurnar fóru með öruggt sjö marka forskot inn í hálfleikshléið, en gáfu að einhverju leyti eftir í þeim seinni. Úkraínska liðið saxaði á forskotið, en Perla segist ekki vera með neina skýringu á því hvað varð til þess að íslenska liðið gaf eftir. „Ég veit það ekki alveg. Kannski er þetta bara eðlilegt, að hitt liðið kemur til leiks með svaka attitúd og karakter. Þær ætluðu bara að koma sér inn í leikinn og við kannski farnar að verja forskotið. Við lendum eiginlega bara á hælunum og við hættum að keyra. Við erum svolítið mikið að passa boltann. Hver bolti er mikilvægur og allt það, en þá erum við ekki að fá auðveldu mörkin okkar í keyrslunni. Þannig að þetta spilar allt saman. En þetta tókst.“ Hún viðurkennir það fúslega að stressið hafi náð henni á lokamínútum leiksins. „Já, ég var á bekknum síðasta korterið og það er miklu verra að vera á bekknum. Ég var að panikka, enda stóð maður upp og öskraði við hvert einasta atvik og peppaði liðið sem var inni á vellinum. Stress, ég viðurkenni það. Samt komust þær aldrei það nálægt okkur. En við erum virkilega glaðar. Þetta skipti okkur miklu máli. Það skiptir miklu máli að ná þessu.“ Klippa: Perla Ruth eftir sigurinn gegn Úkraínu Perla segir einnig að það hafi verið erfitt að eiga við stórt og stæðilegt lið Úkraínu. „Algjörlega. Þær eru risastórar og við vitum líka að þær eru með svo góðar skyttur sem geta skotið bara nánast á 17 metrum. Maður sér þetta ekkert í hvaða liði sem er. Þær eru mjög sterkar og mjög stórar og við vorum alltaf manni færri þegar þær fóru í sjö á sex þannig að við þurftum að vera á fullu allan tímann og við gerðum það. Það var geggjuð vinnusemi í liðinu og ég er sjúklega stolt af þessum hóp.“ Hún ítrekar einnig að það sé ómögulegt að lýsa tilfinningunni eftir leik. „Nei, eiginlega ekki. Gæsahúðin og bara syngja. Ég var búin að sjá fyrir mér þetta móment. Ég sagði við Andreu herbergisfélaga minn að við værum að fara að vinna og að við værum að fara að fagna og að við værum að fara að syngja með fólkinu okkar í stúkunni. Það er ógeðslega mikið af fólki hérna að styðja okkur. Og við heldur betur gerðum það. Þannig að þetta var geggjað.“ Sigur íslenska liðsins í kvöld var ekki bara sögulegur, heldur var hann einnig gríðarlega mikilvægur. Nú bíður íslenska liðsins hreinn úrslitaleikur gegn Þjóðverjum um sæti í milliriðli. „Við vildum fá þennan leik. Við ætlum klárlega að taka allt það jákvæða úr Hollandsleiknum, taka allt það jákvæða úr þessum og taka næsta skref áfram. Við ætlum að sýna allt sem við getum á þriðjudaginn á móti Þýskalandi. Þetta er úrslitaleikur þar sem við auðvitað ætlum okkur sigur,“ sagði Perla að lokum.
EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira