Blaðamaður náði tali af Rögnu eftir næturvakt hjá henni og hún var til í að deila klæðaburði sínum með lesendum Vísis.
Ragna, sem er fædd árið 1992, ber af sér mikinn þokka. Hún er almennt afslöppuð og stílhrein þegar það kemur að klæðaburði og er hrifin af fíngerðu skarti, til að mynda frá íslensku skartgripaversluninni Hik&Rós.

Perluhálsmenið sem Ragna klæðist hér fæst hjá Hik&Rós og kostar í kringum 39.990 krónur í 14 k gulli.
Klæðnaður Rögnu frá kjördag:
„Blá flauelsdragt frá Kormáki og Skildi og Paloma Wool bolur undir úr Andrá sem ég keypti í kosningabaráttunni.
Skórnir eru ballerínuskór frá Aeyde en tærnar eru afrúnaðar eins og ballerínuskór sem ég elska. Eyrnalokkar og hálsmen frá Hik&Rós sem ég var með á mér nánast alla kosningabaráttuna.“

Klæðnaður Rögnu á kosningavökunni:
„Kjóll frá Stine Goya sem ég keypti í lagersölu Spjöru og klæddist fyrst á árshátíð Alþingis þegar ég var varaþingmaður! Flatbotna skór frá Pavement og eyrnalokkar frá Hermina Athens (Crimson Dawn). Veskið er frá STAUD.“


