Ekki brenna út á aðventunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 3. desember 2024 07:04 Oft ætlumst við til svo mikils af okkur í desember að við varla náum að njóta aðventunnar og erum jafnvel búin á því um jólin. Til að forðast að brenna út fyrir jólin eða upplifa kvíða og áhyggjur í stað gleði og ánægju, er ágætt að gefa okkur smá tíma í að ákveða og ræða um, hvernig við viljum að aðventan og jólin verði. Vísir/Getty Jólin komin enn á ný með tilheyrandi gleði og tilhlökkun. En líka annríki og jafnvel kvíða fyrir suma. Hjá sumum er meira að segja allt á hvolfi í vinnunni og vinnudagarnir jafnvel langir. Við bætist allt hitt: Jólaþrifin Jólabakstur Jólajafalisti allra (liggur hann fyrir?) Jólagjafakaup Jólafatakaup Jólainnpökkunin Jólasamvera með vinum, vandamönnum og/eða vinnufélögum Jólasamvera barnanna okkar; skutl, samvera, undirbúningur Og svo mætti lengi telja. Álagið sem þessu fylgir getur líka aukið á kvíða eða áhyggjur; Næ ég að gera þetta allt? Eigum við pening fyrir öllu sem þarf? Sumir upplifa truflun á svefni Fleira. Að sama skapi er þetta svo sannarlega tími sem við viljum njóta sem mest og best. Til þess að það sé hægt, fylgja nokkur góð ráð: 1. Þriðja vaktin: Hver sér um hvað? Ef það er einhvern tíma góður tími fyrir pör að ræða saman um þriðju vaktina, þá er það einmitt í aðdraganda jóla. Að fara sameiginlega yfir það sem þarf að gera og skipta á milli okkar verkum eða ákveða hvað er gert saman og svo framvegis, er af hinu góða og um að gera að reyna að ná þessu spjalli á góðu nótunum og með það að leiðarljósi að allir á heimilinu nái að njóta aðventunnar sem best. Við erum jú í sama liði… 2. Jólastússið og dagskráin Eitt sem er líka mikilvægt að gera, er að búa til tíma fyrir það sem við ætlum okkur að gera. Því oft aukum við á stressið okkar vegna þess að við ætlumst til þess að ná að gera svo ofboðslega margt í desember, til viðbótar við annað annríki; vinnu, heimilishald, uppeldi og svo framvegis. Til að njóta aðventunnar og jólanna sem best, er því gott að velta fyrir sér; Hvenær er best að gera það sem þarf að gera og þarf ég að færa þá eitthvað annað til í staðinn eða sleppa? Því það að vera langt frameftir á kvöldin í stússi en mæta síðan næsta dag í vinnu og standa þar vaktina daglangt en dauðþreytt er í rauninni engin lausn. 3. Jólaegóið í burt Gott er að fara yfir verkefnin sem við erum að setja okkur og rýna svolítið í það hvort þau eru fyrir alvöru öll mjög nauðsynleg eða í samræmi við gildin okkar. Dæmi: Ef við erum að vinna mjög mikið í desember en ætlum okkur líka að gera allt hitt; þar með talið að klára hin frægu jólaþrif og baka margar tegundir af smákökum, hversu mikilvægt er að við gerum það, höfum við tíma til að gera þetta í gleði eða erum við að ætla okkur um of vegna þess að egóið okkar vill að við séum að ná þessu? (allt spikk og span heima fyrir og sjö sortir af smákökum til að segja frá í vinnunni…) Annað dæmi gætu verið jólagjafirnar og verð: Erum við að kaupa og gefa dýrari jólagjafir en við höfum í raun efni á til þess að búa til einhverja ásýnd um að þykjast eiga meiri pening en við eigum? Ef þetta egó er að tala til okkar, gæti verið ágætt að horfa frekar á gildin okkar, sem til dæmis er líklegt til að segja; Það er mikilvægara að njóta samverunnar og tímans, frekar en að þykjast eiga eða vera meir en við erum og vera síðan hálf andvaka á kvöldin vegna þess að jólastreitan er að taka til sín. Næst er síðan að setja okkur mörk og taka ákvörðun um það hvaða verkefni það eru í raun, sem eiga fyrir alvöru að fara á verkefnalistann fyrir aðventu og jól. 4. Jólagleðin Enn eitt atriðið er að sjá fyrir okkur og ræða það jafnvel við makann okkar eða nánustu vini, hvernig við viljum njóta aðventunnar og jólanna sjálfra; Hvernig langar okkur að líða? Viljum við upplifa gleði og tilhlökkun? Njóta daganna úthvíld? Með því að huga aðeins að líðaninni okkar, sjá fyrir okkur hvernig okkur langar að dagarnir séu og segja það helst upphátt við einhvern sem við treystum, erum við líklegri til að gera yfirfarið öll verkefni aftur og rýnt í það á ný, hvort við séum enn að keppast við að gera eitthvað sem mögulega fær okkur til að auka á kvíða. Eða einfaldlega að brenna út fyrir jólin…. Góðu ráðin Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fimm nauðsynlegar spurningar í desember Á mörgum vinnustöðum er álagið mikið í desember og á sumum stöðum hefur verið viðvarandi álag alltof lengi vegna Covid. En gleymum okkur ekki í streitu og álagi… 10. desember 2021 07:01 Góð ráð fyrir vinnualka sem kvíðir fyrir jólunum Jafn dásamleg og jólin eru fyrir flesta þá er ákveðinn hópur af starfsfólki sem á svolítið erfitt með þennan tíma: Vinnualkar. 22. desember 2021 07:00 „Vera frábær mamma, standa sig vel í vinnunni og helst hafa tíu áhugamál“ 24. mars 2021 07:01 Jafnræði heima fyrir en ekki vitlaust að setja sér reglur og mörk Við tölum oft um jafnvægi heimilis og vinnu, veltum fyrir okkur hvort vinnustaðir teljist fjölskylduvænir, hvort jafnræði ríki á milli kvenna og karla í uppeldis- og heimilisverkum og mikilvægi styttingu vinnuvikunnar. En hvað segja ungu foreldrarnir sjálfir sem stunda fulla vinnu, samhliða því að ala upp ung börn, byggja upp heimili, láta sig umhverfismálin varða og lifa á tímum samfélagsmiðla? 12. maí 2021 07:00 Foreldrakulnun og vinnustaðurinn Fyrir útivinnandi foreldra er vinnunni ekki lokið klukkan fjögur eða fimm á daginn. Þá á oft eftir að sækja börnin á leikskóla eða úr frístundum, skutla þeim á íþróttaæfingar, koma við í búð. Fara síðan heim og reyna að elda þokkalega hollan mat. Ganga frá, skella kannski í eina þvottavél. Vera með hálfgert samviskubit ef öllum verkefnum er ekki sinnt. Þar með talið að stunda hreyfingu sjálf eða kíkja í tölvupóstinn og klára ókláruð verkefni fyrir vinnuna. 9. febrúar 2021 07:01 Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Hjá sumum er meira að segja allt á hvolfi í vinnunni og vinnudagarnir jafnvel langir. Við bætist allt hitt: Jólaþrifin Jólabakstur Jólajafalisti allra (liggur hann fyrir?) Jólagjafakaup Jólafatakaup Jólainnpökkunin Jólasamvera með vinum, vandamönnum og/eða vinnufélögum Jólasamvera barnanna okkar; skutl, samvera, undirbúningur Og svo mætti lengi telja. Álagið sem þessu fylgir getur líka aukið á kvíða eða áhyggjur; Næ ég að gera þetta allt? Eigum við pening fyrir öllu sem þarf? Sumir upplifa truflun á svefni Fleira. Að sama skapi er þetta svo sannarlega tími sem við viljum njóta sem mest og best. Til þess að það sé hægt, fylgja nokkur góð ráð: 1. Þriðja vaktin: Hver sér um hvað? Ef það er einhvern tíma góður tími fyrir pör að ræða saman um þriðju vaktina, þá er það einmitt í aðdraganda jóla. Að fara sameiginlega yfir það sem þarf að gera og skipta á milli okkar verkum eða ákveða hvað er gert saman og svo framvegis, er af hinu góða og um að gera að reyna að ná þessu spjalli á góðu nótunum og með það að leiðarljósi að allir á heimilinu nái að njóta aðventunnar sem best. Við erum jú í sama liði… 2. Jólastússið og dagskráin Eitt sem er líka mikilvægt að gera, er að búa til tíma fyrir það sem við ætlum okkur að gera. Því oft aukum við á stressið okkar vegna þess að við ætlumst til þess að ná að gera svo ofboðslega margt í desember, til viðbótar við annað annríki; vinnu, heimilishald, uppeldi og svo framvegis. Til að njóta aðventunnar og jólanna sem best, er því gott að velta fyrir sér; Hvenær er best að gera það sem þarf að gera og þarf ég að færa þá eitthvað annað til í staðinn eða sleppa? Því það að vera langt frameftir á kvöldin í stússi en mæta síðan næsta dag í vinnu og standa þar vaktina daglangt en dauðþreytt er í rauninni engin lausn. 3. Jólaegóið í burt Gott er að fara yfir verkefnin sem við erum að setja okkur og rýna svolítið í það hvort þau eru fyrir alvöru öll mjög nauðsynleg eða í samræmi við gildin okkar. Dæmi: Ef við erum að vinna mjög mikið í desember en ætlum okkur líka að gera allt hitt; þar með talið að klára hin frægu jólaþrif og baka margar tegundir af smákökum, hversu mikilvægt er að við gerum það, höfum við tíma til að gera þetta í gleði eða erum við að ætla okkur um of vegna þess að egóið okkar vill að við séum að ná þessu? (allt spikk og span heima fyrir og sjö sortir af smákökum til að segja frá í vinnunni…) Annað dæmi gætu verið jólagjafirnar og verð: Erum við að kaupa og gefa dýrari jólagjafir en við höfum í raun efni á til þess að búa til einhverja ásýnd um að þykjast eiga meiri pening en við eigum? Ef þetta egó er að tala til okkar, gæti verið ágætt að horfa frekar á gildin okkar, sem til dæmis er líklegt til að segja; Það er mikilvægara að njóta samverunnar og tímans, frekar en að þykjast eiga eða vera meir en við erum og vera síðan hálf andvaka á kvöldin vegna þess að jólastreitan er að taka til sín. Næst er síðan að setja okkur mörk og taka ákvörðun um það hvaða verkefni það eru í raun, sem eiga fyrir alvöru að fara á verkefnalistann fyrir aðventu og jól. 4. Jólagleðin Enn eitt atriðið er að sjá fyrir okkur og ræða það jafnvel við makann okkar eða nánustu vini, hvernig við viljum njóta aðventunnar og jólanna sjálfra; Hvernig langar okkur að líða? Viljum við upplifa gleði og tilhlökkun? Njóta daganna úthvíld? Með því að huga aðeins að líðaninni okkar, sjá fyrir okkur hvernig okkur langar að dagarnir séu og segja það helst upphátt við einhvern sem við treystum, erum við líklegri til að gera yfirfarið öll verkefni aftur og rýnt í það á ný, hvort við séum enn að keppast við að gera eitthvað sem mögulega fær okkur til að auka á kvíða. Eða einfaldlega að brenna út fyrir jólin….
Góðu ráðin Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fimm nauðsynlegar spurningar í desember Á mörgum vinnustöðum er álagið mikið í desember og á sumum stöðum hefur verið viðvarandi álag alltof lengi vegna Covid. En gleymum okkur ekki í streitu og álagi… 10. desember 2021 07:01 Góð ráð fyrir vinnualka sem kvíðir fyrir jólunum Jafn dásamleg og jólin eru fyrir flesta þá er ákveðinn hópur af starfsfólki sem á svolítið erfitt með þennan tíma: Vinnualkar. 22. desember 2021 07:00 „Vera frábær mamma, standa sig vel í vinnunni og helst hafa tíu áhugamál“ 24. mars 2021 07:01 Jafnræði heima fyrir en ekki vitlaust að setja sér reglur og mörk Við tölum oft um jafnvægi heimilis og vinnu, veltum fyrir okkur hvort vinnustaðir teljist fjölskylduvænir, hvort jafnræði ríki á milli kvenna og karla í uppeldis- og heimilisverkum og mikilvægi styttingu vinnuvikunnar. En hvað segja ungu foreldrarnir sjálfir sem stunda fulla vinnu, samhliða því að ala upp ung börn, byggja upp heimili, láta sig umhverfismálin varða og lifa á tímum samfélagsmiðla? 12. maí 2021 07:00 Foreldrakulnun og vinnustaðurinn Fyrir útivinnandi foreldra er vinnunni ekki lokið klukkan fjögur eða fimm á daginn. Þá á oft eftir að sækja börnin á leikskóla eða úr frístundum, skutla þeim á íþróttaæfingar, koma við í búð. Fara síðan heim og reyna að elda þokkalega hollan mat. Ganga frá, skella kannski í eina þvottavél. Vera með hálfgert samviskubit ef öllum verkefnum er ekki sinnt. Þar með talið að stunda hreyfingu sjálf eða kíkja í tölvupóstinn og klára ókláruð verkefni fyrir vinnuna. 9. febrúar 2021 07:01 Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Fimm nauðsynlegar spurningar í desember Á mörgum vinnustöðum er álagið mikið í desember og á sumum stöðum hefur verið viðvarandi álag alltof lengi vegna Covid. En gleymum okkur ekki í streitu og álagi… 10. desember 2021 07:01
Góð ráð fyrir vinnualka sem kvíðir fyrir jólunum Jafn dásamleg og jólin eru fyrir flesta þá er ákveðinn hópur af starfsfólki sem á svolítið erfitt með þennan tíma: Vinnualkar. 22. desember 2021 07:00
Jafnræði heima fyrir en ekki vitlaust að setja sér reglur og mörk Við tölum oft um jafnvægi heimilis og vinnu, veltum fyrir okkur hvort vinnustaðir teljist fjölskylduvænir, hvort jafnræði ríki á milli kvenna og karla í uppeldis- og heimilisverkum og mikilvægi styttingu vinnuvikunnar. En hvað segja ungu foreldrarnir sjálfir sem stunda fulla vinnu, samhliða því að ala upp ung börn, byggja upp heimili, láta sig umhverfismálin varða og lifa á tímum samfélagsmiðla? 12. maí 2021 07:00
Foreldrakulnun og vinnustaðurinn Fyrir útivinnandi foreldra er vinnunni ekki lokið klukkan fjögur eða fimm á daginn. Þá á oft eftir að sækja börnin á leikskóla eða úr frístundum, skutla þeim á íþróttaæfingar, koma við í búð. Fara síðan heim og reyna að elda þokkalega hollan mat. Ganga frá, skella kannski í eina þvottavél. Vera með hálfgert samviskubit ef öllum verkefnum er ekki sinnt. Þar með talið að stunda hreyfingu sjálf eða kíkja í tölvupóstinn og klára ókláruð verkefni fyrir vinnuna. 9. febrúar 2021 07:01