Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Sindri Sverrisson skrifar 3. desember 2024 07:03 Svipurinn gefur það kannski ekki til kynna en Þórir Hergeirsson hefur verið óhemju sigursæll sem þjálfari Noregs. Getty/Igor Soban Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennaliðs Noregs í handbolta, segist hafa orðið meðvitaðri um það með árunum að stundum mætti hann brosa aðeins meira. Hann viti alveg af því að hann hafi verið stimplaður sem hundfúll og reiður af fólki sem þekki hann ekki. Þórir er á sínu kveðjumóti sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, á EM í Austurríki, Sviss og Ungverjalandi. Norska þjóðin hefur kynnst Þóri ákaflega vel og hann hefur sem aðalþjálfari stýrt Noregi til fimmtán verðlauna á stórmótum – nú síðast ólympíugulls í París í sumar. Þrátt fyrir alla velgengnina virðast margir telja að Þórir sé sífellt fúll og reiður, og það virðist vera vegna svipbrigða hans þegar hann er djúpt hugsi. Nokkuð sem Selfyssingurinn segir ættgengan „kvilla“. „Ég veit að samstarfsfólk mitt fær enn spurningar, þó það hafi verið algengara áður, um hvernig sé að vinna með Íslendingnum sem sé alltaf fúll,“ segir Þórir glettinn í samtali við norska ríkismiðilinn NRK. „Þetta hefur reyndar verið ákveðið þróunarverkefni hjá mér, hvernig áhrif ég hef á fólk sem þekkir mig ekki,“ bætir hann við. „Af hverju ertu svona reiður, Þórir?“ Þórir segir það þó ekki trufla sig mikið, þó að fólk sem þekki hann ekki stimpli hann sem einhvern fýlupúka. Stelpurnar í landsliðinu hans vita til dæmis betur – að minnsta kosti þær sem eru ekki algjörir nýliðar. Þórir Hergeirsson hefur að mörgu að hyggja á hliðarlínunni og þá er ekki alltaf tími til að brosa.Getty/Steph Chambers Hin 38 ára gamla Camilla Herrem, sem lék sinn fyrsta landsleik árið 2006 og er næstelst í EM-hópnum, segir að nýir leikmenn hafi einmitt verið svolítið óttaslegnir gagnvart Þóri. „Þær spurðu: „Af hverju ertu svona reiður, Þórir?“ Þetta var þegar ég var yngri og hann svaraði bara: „Nei, ég er ekki reiður?““ Svipur sem kemur þegar Þórir er djúpt hugsi Í grein NRK er rifjað upp að þegar Þórir þjálfaði félagsliðið Elverum snemma á tíunda áratug síðustu aldar, þá hafi verið grínast með það þegar styttunni Reiði strákurinn (á norsku: Sinnataggen) var stolið, að það væri ekkert mál því Þórir gæti bara komið í stað hennar. „Reiðistimpillinn“ hefur því fylgt Þóri lengi. „Eins og gefur að skilja þá þarf ég stundum að hugsa. Og ef ég er djúpt hugsi þá á ég það til að fá svip á andlitið sem lætur fólk halda að ég sé reiður eða pirraður,“ segir Þórir brosandi. Þórir hefur enga ástæðu haft til að vera fúll á EM, enda Noregur komist af öryggi áfram í milliriðlakeppni með tvö stig í farteskinu. Hann gæti svo vonandi glaðst yfir því síðar í dag að fá að mæta Íslandi í milliriðlinum, en það veltur á því hvort Íslandi tekst að vinna Þýskaland. EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Sjá meira
Þórir er á sínu kveðjumóti sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, á EM í Austurríki, Sviss og Ungverjalandi. Norska þjóðin hefur kynnst Þóri ákaflega vel og hann hefur sem aðalþjálfari stýrt Noregi til fimmtán verðlauna á stórmótum – nú síðast ólympíugulls í París í sumar. Þrátt fyrir alla velgengnina virðast margir telja að Þórir sé sífellt fúll og reiður, og það virðist vera vegna svipbrigða hans þegar hann er djúpt hugsi. Nokkuð sem Selfyssingurinn segir ættgengan „kvilla“. „Ég veit að samstarfsfólk mitt fær enn spurningar, þó það hafi verið algengara áður, um hvernig sé að vinna með Íslendingnum sem sé alltaf fúll,“ segir Þórir glettinn í samtali við norska ríkismiðilinn NRK. „Þetta hefur reyndar verið ákveðið þróunarverkefni hjá mér, hvernig áhrif ég hef á fólk sem þekkir mig ekki,“ bætir hann við. „Af hverju ertu svona reiður, Þórir?“ Þórir segir það þó ekki trufla sig mikið, þó að fólk sem þekki hann ekki stimpli hann sem einhvern fýlupúka. Stelpurnar í landsliðinu hans vita til dæmis betur – að minnsta kosti þær sem eru ekki algjörir nýliðar. Þórir Hergeirsson hefur að mörgu að hyggja á hliðarlínunni og þá er ekki alltaf tími til að brosa.Getty/Steph Chambers Hin 38 ára gamla Camilla Herrem, sem lék sinn fyrsta landsleik árið 2006 og er næstelst í EM-hópnum, segir að nýir leikmenn hafi einmitt verið svolítið óttaslegnir gagnvart Þóri. „Þær spurðu: „Af hverju ertu svona reiður, Þórir?“ Þetta var þegar ég var yngri og hann svaraði bara: „Nei, ég er ekki reiður?““ Svipur sem kemur þegar Þórir er djúpt hugsi Í grein NRK er rifjað upp að þegar Þórir þjálfaði félagsliðið Elverum snemma á tíunda áratug síðustu aldar, þá hafi verið grínast með það þegar styttunni Reiði strákurinn (á norsku: Sinnataggen) var stolið, að það væri ekkert mál því Þórir gæti bara komið í stað hennar. „Reiðistimpillinn“ hefur því fylgt Þóri lengi. „Eins og gefur að skilja þá þarf ég stundum að hugsa. Og ef ég er djúpt hugsi þá á ég það til að fá svip á andlitið sem lætur fólk halda að ég sé reiður eða pirraður,“ segir Þórir brosandi. Þórir hefur enga ástæðu haft til að vera fúll á EM, enda Noregur komist af öryggi áfram í milliriðlakeppni með tvö stig í farteskinu. Hann gæti svo vonandi glaðst yfir því síðar í dag að fá að mæta Íslandi í milliriðlinum, en það veltur á því hvort Íslandi tekst að vinna Þýskaland.
EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti