Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. desember 2024 09:01 Michael Schumacher ásamt eiginkonu sinni, Corrinu. vísir/getty Damon Hill segir fjárkúgun fyrrverandi lífvarðar Michaels Schumacher ógeðslega og spyr hvort fjölskylda hans hafi ekki þjáðst nóg. Þýska lögreglan er með Markus Fritsche, fyrrverandi lífvörð Schumachers, og tvo aðra til rannsóknar eftir að þeir reyndu að kúga fé út úr fjölskyldu ökuþórsins fyrrverandi. Fritsche stal 1.500 skrám sem höfðu að geyma viðkvæmar upplýsingar um ástand Schumachers sem hefur ekki sést opinberlega síðan hann lenti í skíðaslysi í ölpunum fyrir ellefu árum. Fritsche og vitorðsmenn hans kröfðu Corrinu, eiginkonu Schumachers, um tólf milljónir punda, annars myndu þeir birta skrárnar opinberlega. Hill, sem háði harða keppni við Schumacher í Formúlu 1 á 10. áratug síðustu aldar, var orða vant þegar hann heyrði af fjárkúguninni sem Fritsche skipulagði. „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk? Jesús. Algjörlega ógeðslegt. Lægra er ekki hægt að leggjast,“ skrifaði Hill á X. Is the Schumacher's family tragedy not enough for some people? Jesus. Utterly disgusting. The lowest of the low. #f1 #keepfightingmichaelhttps://t.co/k5OEJ9CCLo— Damon Hill (@HillF1) December 2, 2024 Fritsche vann fyrir Schumacher-fjölskylduna í átta ár en var rekinn fyrr á þessu ári. Hann var ekki sáttur við það og ákvað því að reyna að kúga fé út úr fjölskyldunni. Fritsche var handtekinn í byrjun júlí og í kjölfarið voru vitorðsmenn hans einnig hnepptir í varðhald. Hill og Schumacher var vel til vina utan brautarinnar en svarnir óvinir þegar þeir voru komnir undir stýri. Hill keppti í Formúlu 1 á árunum 1992-99. Hann varð meistari með Williams 1996 og vann alls 22 keppnir á ferli sínum í Formúlu 1. Schumacher varð sjö sinnum heimsmeistari, tvisvar sinnum með Benetton og fimm sinnum með Ferrari. Akstursíþróttir Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Þýska lögreglan er með Markus Fritsche, fyrrverandi lífvörð Schumachers, og tvo aðra til rannsóknar eftir að þeir reyndu að kúga fé út úr fjölskyldu ökuþórsins fyrrverandi. Fritsche stal 1.500 skrám sem höfðu að geyma viðkvæmar upplýsingar um ástand Schumachers sem hefur ekki sést opinberlega síðan hann lenti í skíðaslysi í ölpunum fyrir ellefu árum. Fritsche og vitorðsmenn hans kröfðu Corrinu, eiginkonu Schumachers, um tólf milljónir punda, annars myndu þeir birta skrárnar opinberlega. Hill, sem háði harða keppni við Schumacher í Formúlu 1 á 10. áratug síðustu aldar, var orða vant þegar hann heyrði af fjárkúguninni sem Fritsche skipulagði. „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk? Jesús. Algjörlega ógeðslegt. Lægra er ekki hægt að leggjast,“ skrifaði Hill á X. Is the Schumacher's family tragedy not enough for some people? Jesus. Utterly disgusting. The lowest of the low. #f1 #keepfightingmichaelhttps://t.co/k5OEJ9CCLo— Damon Hill (@HillF1) December 2, 2024 Fritsche vann fyrir Schumacher-fjölskylduna í átta ár en var rekinn fyrr á þessu ári. Hann var ekki sáttur við það og ákvað því að reyna að kúga fé út úr fjölskyldunni. Fritsche var handtekinn í byrjun júlí og í kjölfarið voru vitorðsmenn hans einnig hnepptir í varðhald. Hill og Schumacher var vel til vina utan brautarinnar en svarnir óvinir þegar þeir voru komnir undir stýri. Hill keppti í Formúlu 1 á árunum 1992-99. Hann varð meistari með Williams 1996 og vann alls 22 keppnir á ferli sínum í Formúlu 1. Schumacher varð sjö sinnum heimsmeistari, tvisvar sinnum með Benetton og fimm sinnum með Ferrari.
Akstursíþróttir Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira