Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. desember 2024 09:01 Michael Schumacher ásamt eiginkonu sinni, Corrinu. vísir/getty Damon Hill segir fjárkúgun fyrrverandi lífvarðar Michaels Schumacher ógeðslega og spyr hvort fjölskylda hans hafi ekki þjáðst nóg. Þýska lögreglan er með Markus Fritsche, fyrrverandi lífvörð Schumachers, og tvo aðra til rannsóknar eftir að þeir reyndu að kúga fé út úr fjölskyldu ökuþórsins fyrrverandi. Fritsche stal 1.500 skrám sem höfðu að geyma viðkvæmar upplýsingar um ástand Schumachers sem hefur ekki sést opinberlega síðan hann lenti í skíðaslysi í ölpunum fyrir ellefu árum. Fritsche og vitorðsmenn hans kröfðu Corrinu, eiginkonu Schumachers, um tólf milljónir punda, annars myndu þeir birta skrárnar opinberlega. Hill, sem háði harða keppni við Schumacher í Formúlu 1 á 10. áratug síðustu aldar, var orða vant þegar hann heyrði af fjárkúguninni sem Fritsche skipulagði. „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk? Jesús. Algjörlega ógeðslegt. Lægra er ekki hægt að leggjast,“ skrifaði Hill á X. Is the Schumacher's family tragedy not enough for some people? Jesus. Utterly disgusting. The lowest of the low. #f1 #keepfightingmichaelhttps://t.co/k5OEJ9CCLo— Damon Hill (@HillF1) December 2, 2024 Fritsche vann fyrir Schumacher-fjölskylduna í átta ár en var rekinn fyrr á þessu ári. Hann var ekki sáttur við það og ákvað því að reyna að kúga fé út úr fjölskyldunni. Fritsche var handtekinn í byrjun júlí og í kjölfarið voru vitorðsmenn hans einnig hnepptir í varðhald. Hill og Schumacher var vel til vina utan brautarinnar en svarnir óvinir þegar þeir voru komnir undir stýri. Hill keppti í Formúlu 1 á árunum 1992-99. Hann varð meistari með Williams 1996 og vann alls 22 keppnir á ferli sínum í Formúlu 1. Schumacher varð sjö sinnum heimsmeistari, tvisvar sinnum með Benetton og fimm sinnum með Ferrari. Akstursíþróttir Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Þýska lögreglan er með Markus Fritsche, fyrrverandi lífvörð Schumachers, og tvo aðra til rannsóknar eftir að þeir reyndu að kúga fé út úr fjölskyldu ökuþórsins fyrrverandi. Fritsche stal 1.500 skrám sem höfðu að geyma viðkvæmar upplýsingar um ástand Schumachers sem hefur ekki sést opinberlega síðan hann lenti í skíðaslysi í ölpunum fyrir ellefu árum. Fritsche og vitorðsmenn hans kröfðu Corrinu, eiginkonu Schumachers, um tólf milljónir punda, annars myndu þeir birta skrárnar opinberlega. Hill, sem háði harða keppni við Schumacher í Formúlu 1 á 10. áratug síðustu aldar, var orða vant þegar hann heyrði af fjárkúguninni sem Fritsche skipulagði. „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk? Jesús. Algjörlega ógeðslegt. Lægra er ekki hægt að leggjast,“ skrifaði Hill á X. Is the Schumacher's family tragedy not enough for some people? Jesus. Utterly disgusting. The lowest of the low. #f1 #keepfightingmichaelhttps://t.co/k5OEJ9CCLo— Damon Hill (@HillF1) December 2, 2024 Fritsche vann fyrir Schumacher-fjölskylduna í átta ár en var rekinn fyrr á þessu ári. Hann var ekki sáttur við það og ákvað því að reyna að kúga fé út úr fjölskyldunni. Fritsche var handtekinn í byrjun júlí og í kjölfarið voru vitorðsmenn hans einnig hnepptir í varðhald. Hill og Schumacher var vel til vina utan brautarinnar en svarnir óvinir þegar þeir voru komnir undir stýri. Hill keppti í Formúlu 1 á árunum 1992-99. Hann varð meistari með Williams 1996 og vann alls 22 keppnir á ferli sínum í Formúlu 1. Schumacher varð sjö sinnum heimsmeistari, tvisvar sinnum með Benetton og fimm sinnum með Ferrari.
Akstursíþróttir Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira