Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson og Rósa Líf Darradóttir skrifa 3. desember 2024 10:30 Svínum líður best í hópum þar sem þau mynda sterka félagsleg heild. Hóparnir samanstanda gjarnan af nokkrum gyltum og grísum þeirra. Sterk tenging myndast á milli systkina úr sama goti. Við náttúrulegar aðstæður heldur gyltan sig ásamt grísunum afsíðis í fleti sínu í um tvær vikur. Grísir eru þroskaðir við fæðingu. Þeir sjá, heyra og geta staðið upp nær strax. Leikgleði þeirra kemur strax í ljós en þeir hegða sér eins og hvolpar og dilla halanum þegar þeir eru glaðir. Vikugamlir leika þeir sér saman ærslast, þvælast og slást. Þeir leika sér einnig einir og þá helst við að kanna umhverfið og róta í jarðvegi með trýni sínu. Þegar komið er að gjöf á spena kallar móðir þeirra á þá. Grísirnir þekkja rödd hennar frá fyrsta degi. Þeir safnast til hennar með hraði, drekka nægju sína og sofna gjarnan í einni kös við hlið hennar á eftir. Alveg eins og hvolpar, bara bleikir á litinn og með klaufir í stað loppa. Svín eru afar greind og hafa meiri vitsmuni en hundar. Þau hafa mikla hæfileika til að læra og finna leiðir til að leysa þrautir og rannsóknir sýna að þau geta nýtt sér nýjar upplýsingar með því sem þau hafa áður lært. Þau kunna að meta tónlist. Dæmi er um að svín hafi unnið saman við að losna úr búrum. Við rannsókn sem gerð var í Pennsylvania State University lærðu svín að spila einfalda tölvuleiki. Í verksmiðjum þar sem svín eru þaulalin til matvælaframleiðslu nýtir maðurinn sér frjósemi svína og hraðan vöxt. Grísir búa þar á sínu stutta æviskeiði við hræðilegar aðstæður þar sem þeir hafa enga möguleika til að stunda sitt eðlilega atferli. Þeim er aldrei hleypt út, þeir sjá aldrei til sólar, geta aldrei hlaupið um í grasinu eða hnusað af jörðinni. Stuttri ævi grísanna lýkur svo á hræðilegan hátt í gasklefa. Þá er nokkrum grísum smalað inn í búr. Búrið sígur svo niður í pytt þar sem grísirnir er kæfðir við hrikalegar aðstæður, óttaslegnir og kvaldir. Fyrirtæki á borð við Marel stæra sig af hönnun drápsvéla eins og þeirri sem hér er lýst. Á vefsíðu fyrirtækisins eru kostir slíkra véla taldir upp, m.a. að ferlið getur gengið fyrir sig án þess að mannshöndin komi þar nærri og að aðferðin sé „dýravæn”. Aftenging mannsins við iðnvæðingu dýraeldis er hrópandi þegar sjálfvirkri gasklefadrápsvél er lýst með orðinu dýravæn. Orð sem getur ekki verið fjarri sannleikanum þegar ferlið er skoðað. Enginn á að vera hryggur um jólin Fæst okkar gera sér grein fyrir meðferðinni sem svín sæta. Þauleldi svína fer fram bak við luktar dyr hulið neytendum. Kaup á skinku, pulsu og hamborgarhrygg eru stuðningur við hræðilega meðferð á grísum. Förum fram á betri meðferð svína og sleppum hamborgarhryggnum um jólin.Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa að vitundarvakningu gegn verksmiðjubúskap í svínaeldi. Með því að hafna kjöti sem verður til við óásættanlegar aðstæður fá framleiðendur skýr skilaboð um að hverfa til búskapar þar sem betur er búið að dýrunum. Öll dýr eiga skilið líf sem virði er að lifa. Darri Gunnarsson, verkfræðingur og félagi í Samtökum um dýravelferð á Íslandi Rósa Líf Darradóttir, læknir og formaður Samtaka um dýravelferð á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýraheilbrigði Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Svínum líður best í hópum þar sem þau mynda sterka félagsleg heild. Hóparnir samanstanda gjarnan af nokkrum gyltum og grísum þeirra. Sterk tenging myndast á milli systkina úr sama goti. Við náttúrulegar aðstæður heldur gyltan sig ásamt grísunum afsíðis í fleti sínu í um tvær vikur. Grísir eru þroskaðir við fæðingu. Þeir sjá, heyra og geta staðið upp nær strax. Leikgleði þeirra kemur strax í ljós en þeir hegða sér eins og hvolpar og dilla halanum þegar þeir eru glaðir. Vikugamlir leika þeir sér saman ærslast, þvælast og slást. Þeir leika sér einnig einir og þá helst við að kanna umhverfið og róta í jarðvegi með trýni sínu. Þegar komið er að gjöf á spena kallar móðir þeirra á þá. Grísirnir þekkja rödd hennar frá fyrsta degi. Þeir safnast til hennar með hraði, drekka nægju sína og sofna gjarnan í einni kös við hlið hennar á eftir. Alveg eins og hvolpar, bara bleikir á litinn og með klaufir í stað loppa. Svín eru afar greind og hafa meiri vitsmuni en hundar. Þau hafa mikla hæfileika til að læra og finna leiðir til að leysa þrautir og rannsóknir sýna að þau geta nýtt sér nýjar upplýsingar með því sem þau hafa áður lært. Þau kunna að meta tónlist. Dæmi er um að svín hafi unnið saman við að losna úr búrum. Við rannsókn sem gerð var í Pennsylvania State University lærðu svín að spila einfalda tölvuleiki. Í verksmiðjum þar sem svín eru þaulalin til matvælaframleiðslu nýtir maðurinn sér frjósemi svína og hraðan vöxt. Grísir búa þar á sínu stutta æviskeiði við hræðilegar aðstæður þar sem þeir hafa enga möguleika til að stunda sitt eðlilega atferli. Þeim er aldrei hleypt út, þeir sjá aldrei til sólar, geta aldrei hlaupið um í grasinu eða hnusað af jörðinni. Stuttri ævi grísanna lýkur svo á hræðilegan hátt í gasklefa. Þá er nokkrum grísum smalað inn í búr. Búrið sígur svo niður í pytt þar sem grísirnir er kæfðir við hrikalegar aðstæður, óttaslegnir og kvaldir. Fyrirtæki á borð við Marel stæra sig af hönnun drápsvéla eins og þeirri sem hér er lýst. Á vefsíðu fyrirtækisins eru kostir slíkra véla taldir upp, m.a. að ferlið getur gengið fyrir sig án þess að mannshöndin komi þar nærri og að aðferðin sé „dýravæn”. Aftenging mannsins við iðnvæðingu dýraeldis er hrópandi þegar sjálfvirkri gasklefadrápsvél er lýst með orðinu dýravæn. Orð sem getur ekki verið fjarri sannleikanum þegar ferlið er skoðað. Enginn á að vera hryggur um jólin Fæst okkar gera sér grein fyrir meðferðinni sem svín sæta. Þauleldi svína fer fram bak við luktar dyr hulið neytendum. Kaup á skinku, pulsu og hamborgarhrygg eru stuðningur við hræðilega meðferð á grísum. Förum fram á betri meðferð svína og sleppum hamborgarhryggnum um jólin.Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa að vitundarvakningu gegn verksmiðjubúskap í svínaeldi. Með því að hafna kjöti sem verður til við óásættanlegar aðstæður fá framleiðendur skýr skilaboð um að hverfa til búskapar þar sem betur er búið að dýrunum. Öll dýr eiga skilið líf sem virði er að lifa. Darri Gunnarsson, verkfræðingur og félagi í Samtökum um dýravelferð á Íslandi Rósa Líf Darradóttir, læknir og formaður Samtaka um dýravelferð á Íslandi
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar