„Ég er bara bjartsýnn“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. desember 2024 12:03 Ragnar Þór Ingólfsson verðandi þingmaður Flokks fólksins er bjartsýnn á komandi stjórnarmyndunarviðræður. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir þær verða áskorun en stjórnmál gangi út á að gera málamiðlanir. Vísir Þingmaður Viðreisnar segir mikilvægt að ný ríkisstjórn vinni samhent að verkefnum framundan. Komandi stjórnarmyndunarviðræður verði áskorun og flokkurinn muni ekki fara gegn eigin DNA. Verðandi þingmaður Flokks fólksins segir að flokkarnir eigi meira sameiginlegt en ólíkt og er bjartsýnn á að það náist ásættanleg lausn. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir ekki einfalt verkefni fram undan að mynda nýja ríkisstjórn með Samfylkingu og Flokki fólksins. Fara ekki gegn eigin DNA „Þetta eru flókin úrslit kosninga á marga kanta en verkefnið núna er að mynda ríkisstjórn. Það er auðvitað stóra viðfangsefnið núna og lærdómurinn af síðustu sjö árum árum að ríksstjórnin hver sem hún verður sé sameinuð og sterk að vinna í þágu þjóðarinnar,“ segir Þorbjörg. Samkvæmt stefnumálum flokkanna þriggja sem nú eru í stjórnarmyndunarviðræðum ber mest á milli Flokks fólksins og Viðreisnar. Þorbjörg segir að það verði áskorun að ná fram sameiginlegri niðurstöðu. „Það blasir við að það er töluverð áskorun að ná saman. Það er verkefnið að nálgast það. Við vorum alveg skýr í þessum kosningum. Stjórnmál eru list hins mögulega og fela alltaf í sér málamiðlanir en það er atriði í þessu að fara ekki gegn eigin DNA. Við erum t.d. ekki flokkur sem stöndum fyrir skattahækkanir. Við viljum taka utan um heimilin og lítil og meðalstór fyrirtæki,“ segir hún. Ragnar bjartsýnn Ragnar Þór Ingólfsson verðandi þingmaður Flokks fólksins segist treysta formanni flokksins í komandi stjórnarmyndunarviðræðum til að ná fram góðri lausn. „Ég treysti formanninum til að meta það hversu langt þarf að ganga til að ná saman og gera málamiðlanir,“ segir hann. Hann segir að flokkarnir eigi meira sameiginlegt en ekki. „Ég hef fulla trú á því að þessir flokkar nái saman ef það er vilji til þess. Ég sé miklu fleiri snertifleti á samstarfi heldur en að það beri eitthvað á milli. Ég þekki það bara úr starfi mínu í kjarasamningum að það starf snýst að miklu leyti um málamiðlanir. Ég er bara bjartsýnn,“ segir Ragnar. Viðreisn Flokkur fólksins Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Eldur í Tívolí Erlent Fleiri fréttir „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir ekki einfalt verkefni fram undan að mynda nýja ríkisstjórn með Samfylkingu og Flokki fólksins. Fara ekki gegn eigin DNA „Þetta eru flókin úrslit kosninga á marga kanta en verkefnið núna er að mynda ríkisstjórn. Það er auðvitað stóra viðfangsefnið núna og lærdómurinn af síðustu sjö árum árum að ríksstjórnin hver sem hún verður sé sameinuð og sterk að vinna í þágu þjóðarinnar,“ segir Þorbjörg. Samkvæmt stefnumálum flokkanna þriggja sem nú eru í stjórnarmyndunarviðræðum ber mest á milli Flokks fólksins og Viðreisnar. Þorbjörg segir að það verði áskorun að ná fram sameiginlegri niðurstöðu. „Það blasir við að það er töluverð áskorun að ná saman. Það er verkefnið að nálgast það. Við vorum alveg skýr í þessum kosningum. Stjórnmál eru list hins mögulega og fela alltaf í sér málamiðlanir en það er atriði í þessu að fara ekki gegn eigin DNA. Við erum t.d. ekki flokkur sem stöndum fyrir skattahækkanir. Við viljum taka utan um heimilin og lítil og meðalstór fyrirtæki,“ segir hún. Ragnar bjartsýnn Ragnar Þór Ingólfsson verðandi þingmaður Flokks fólksins segist treysta formanni flokksins í komandi stjórnarmyndunarviðræðum til að ná fram góðri lausn. „Ég treysti formanninum til að meta það hversu langt þarf að ganga til að ná saman og gera málamiðlanir,“ segir hann. Hann segir að flokkarnir eigi meira sameiginlegt en ekki. „Ég hef fulla trú á því að þessir flokkar nái saman ef það er vilji til þess. Ég sé miklu fleiri snertifleti á samstarfi heldur en að það beri eitthvað á milli. Ég þekki það bara úr starfi mínu í kjarasamningum að það starf snýst að miklu leyti um málamiðlanir. Ég er bara bjartsýnn,“ segir Ragnar.
Viðreisn Flokkur fólksins Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Eldur í Tívolí Erlent Fleiri fréttir „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Sjá meira