Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. desember 2024 17:23 Ekki kemur fram í úrskurðinum hvar konan hugðist kaupa sér hús. Mögulega var það á Eyrarbakka, þar sem þessi mynd er tekin. vísir/vilhelm Yfirskattanefnd hefur hafnað kröfu konu sem taldi sig eiga rétt á helmingsafslætti stimpilgjalds vegna fyrstu kaupa íbúðarhúsnæðis. Var það vegna eignarhlutar í íbúðarhúsnæði, sem hún hlaut í arf á barnsaldri, að virði 45.000 króna. Úrskurður yfirskattanefndar lá fyrir í síðasta mánuði. Konan kærði ákvörðun sýslumanns um að synja enni um helmingsafslátt af stimpilgjaldinu í júlí. Í úrskurðinum er rakið að eignarhlutur hennar í umræddu íbúðarhúsnæði sé 0,89%. Að teknu tilliti til fasteignamats húsnæðisins 5.060.000 krónur sé ljóst að verðmæti eignarhlutar kæranda sé undir fjárhæð helmingsafsláttar af stimpilgjaldi eða 45.034 krónur. Hún taldi augljóst að ekki væri hægt að líta á þennan litla eignarhlut sem fyrstu eign sem hagnýta megi með nokkrum hætti. Fyrstu kaupendur eigi rétt á afslættinum lögum samkvæmt og niðurstaðan gangi í berögg við jafnræðisreglu stjórnarskrár. Sýslumaður rakti í umsögn að ekki væri skilyrði um að þinglýstur eigandi hafi átt tiltekna prósentu í fasteign heldur sé nægilegt að hann hafi áður verið þinglýstur eigandi. Yfirskattanefnd rakti þær breytingar sem gerðar voru á lögum sem varða stimpilgjald og úrskurð yfirskattanefndar sem leiddi til lagabreytinga. Með úrskurði árið 2019 taldi nefndin að „við framkvæmd skilyrðis þess efnis, að kaupandi hefði ekki verið áður þinglýstur eigandi að íbúðarhúsnæði, bæri að líta framhjá íbúðareign sem til hefði komið vegna arftöku hlutaðeigandi, enda hefði hann ekki haft viðkomandi íbúð til eigin nota.“ Með lagabreytingu hafi verið kveðið skýrt á um það skilyrði að að kaupandi íbúðarhúsnæðis hafi ekki áður verið þinglýstur eigandi að íbúðarhúsnæði, hvort sem er með kaupum, arftöku, gjafagerningi eða eignaryfirfærslu með hvers kyns öðrum hætti. Stærð eignarhlutar skipti ekki máli í þessu sambandi. Með vísan til þessa var kröfu konunnar hafnað. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Skattar og tollar Stjórnsýsla Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Úrskurður yfirskattanefndar lá fyrir í síðasta mánuði. Konan kærði ákvörðun sýslumanns um að synja enni um helmingsafslátt af stimpilgjaldinu í júlí. Í úrskurðinum er rakið að eignarhlutur hennar í umræddu íbúðarhúsnæði sé 0,89%. Að teknu tilliti til fasteignamats húsnæðisins 5.060.000 krónur sé ljóst að verðmæti eignarhlutar kæranda sé undir fjárhæð helmingsafsláttar af stimpilgjaldi eða 45.034 krónur. Hún taldi augljóst að ekki væri hægt að líta á þennan litla eignarhlut sem fyrstu eign sem hagnýta megi með nokkrum hætti. Fyrstu kaupendur eigi rétt á afslættinum lögum samkvæmt og niðurstaðan gangi í berögg við jafnræðisreglu stjórnarskrár. Sýslumaður rakti í umsögn að ekki væri skilyrði um að þinglýstur eigandi hafi átt tiltekna prósentu í fasteign heldur sé nægilegt að hann hafi áður verið þinglýstur eigandi. Yfirskattanefnd rakti þær breytingar sem gerðar voru á lögum sem varða stimpilgjald og úrskurð yfirskattanefndar sem leiddi til lagabreytinga. Með úrskurði árið 2019 taldi nefndin að „við framkvæmd skilyrðis þess efnis, að kaupandi hefði ekki verið áður þinglýstur eigandi að íbúðarhúsnæði, bæri að líta framhjá íbúðareign sem til hefði komið vegna arftöku hlutaðeigandi, enda hefði hann ekki haft viðkomandi íbúð til eigin nota.“ Með lagabreytingu hafi verið kveðið skýrt á um það skilyrði að að kaupandi íbúðarhúsnæðis hafi ekki áður verið þinglýstur eigandi að íbúðarhúsnæði, hvort sem er með kaupum, arftöku, gjafagerningi eða eignaryfirfærslu með hvers kyns öðrum hætti. Stærð eignarhlutar skipti ekki máli í þessu sambandi. Með vísan til þessa var kröfu konunnar hafnað.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Skattar og tollar Stjórnsýsla Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira