Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Sindri Sverrisson skrifar 4. desember 2024 07:02 Þórir Hergeirsson og Katrine Lunde eiga bæði ríkan þátt í gríðarlegri velgengni Noregs í gegnum árin. Samsett/Getty Markvörðurinn magnaði Katrine Lunde fékk kökk í hálsinn þegar hún var beðin um að lýsa því hvernig væri að hafa eins skilningsríkan þjálfara og Þóri Hergeirsson, í norska landsliðinu í handbolta. Lunde er aldursforseti norska hópsins á Evrópumótinu sem nú stendur yfir, 44 ára gömul, og hefur unnið til fjölmargra verðlauna með Þóri í gegnum árin. Hún hefur hins vegar misst af síðustu tveimur leikjum á EM, eftir að hafa fengið leyfi hjá Þóri til að ferðast frá Innsbruck í Austurríki og heim til Noregs. Lunde útskýrði í gær að tilgangurinn með ferðinni hefði verið sá að hún gæti sótt dóttur sína sem hún flaug svo með til Belgrad en eiginmaður Lunde, Nikola Trajkovic, þjálfar þar lið í efstu deild serbneska fótboltans. Í gær sneri Lunde svo aftur til móts við norska hópinn og verður því til taks í milliriðlakeppninni sem hefst hjá Noregi með sannkölluðum stórleik við Danmörku í Vínarborg á morgun. „Lært mikið af honum um jafnrétti“ Lunde var svo spurð að því á blaðamannafundi í gær hvernig væri að hafa þjálfara sem styddi svona við hana, og var bersýnilega hrærð: „Ég fæ bara kökk í hálsinn,“ sagði hún eftir stutt hlé en hélt svo áfram: „Ég er mjög stolt af því hvernig Þórir tekur á málum. Ég hef sagt það nokkrum sinnum. Þórir hefur komið með gríðarlega margt inn í landsliðið. Auðvitað það sem snertir íþróttina en líka það mannlega. Þar eru nokkrir hlutir sem hafa áhrif á hvernig við stöndum okkur. Ég hef lært mikið af honum um jafnrétti,“ sagði Lunde. Ákvörðunin tekin fyrir mót Þórir vissi að hann myndi missa Lunde út þegar hann valdi EM-hópinn sinn og var því um samkomulag á milli hans og markvarðarins að ræða. Það er alveg skiljanlegt að Lunde fái smá slaka því hún hefur heldur betur skilað til norska kvennalandsliðsins síðustu ár. Lunde, er sigursælasta handboltakona allra tíma og hefur spilað með norska landsliðinu frá árinu 2002. Hún hefur unnið ellefu gull á stórmótum með norska landsliðinu og síðasti leikur hennar, fyrsti leikur Noregs á Evrópumótinu, var leikur númer 366 fyrir norska landsliðið. Lunda er enn í dag einn besti markvörður heims enda valin mikilvægasti leikmaðurinn þegar norska liðið vann gull á Ólympíuleikunum í París í sumar. Hún hefur þrisvar verið valin besti markvörður EM og er nú að reyna að verða Evrópumeistari í sjöunda skiptið. EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
Lunde er aldursforseti norska hópsins á Evrópumótinu sem nú stendur yfir, 44 ára gömul, og hefur unnið til fjölmargra verðlauna með Þóri í gegnum árin. Hún hefur hins vegar misst af síðustu tveimur leikjum á EM, eftir að hafa fengið leyfi hjá Þóri til að ferðast frá Innsbruck í Austurríki og heim til Noregs. Lunde útskýrði í gær að tilgangurinn með ferðinni hefði verið sá að hún gæti sótt dóttur sína sem hún flaug svo með til Belgrad en eiginmaður Lunde, Nikola Trajkovic, þjálfar þar lið í efstu deild serbneska fótboltans. Í gær sneri Lunde svo aftur til móts við norska hópinn og verður því til taks í milliriðlakeppninni sem hefst hjá Noregi með sannkölluðum stórleik við Danmörku í Vínarborg á morgun. „Lært mikið af honum um jafnrétti“ Lunde var svo spurð að því á blaðamannafundi í gær hvernig væri að hafa þjálfara sem styddi svona við hana, og var bersýnilega hrærð: „Ég fæ bara kökk í hálsinn,“ sagði hún eftir stutt hlé en hélt svo áfram: „Ég er mjög stolt af því hvernig Þórir tekur á málum. Ég hef sagt það nokkrum sinnum. Þórir hefur komið með gríðarlega margt inn í landsliðið. Auðvitað það sem snertir íþróttina en líka það mannlega. Þar eru nokkrir hlutir sem hafa áhrif á hvernig við stöndum okkur. Ég hef lært mikið af honum um jafnrétti,“ sagði Lunde. Ákvörðunin tekin fyrir mót Þórir vissi að hann myndi missa Lunde út þegar hann valdi EM-hópinn sinn og var því um samkomulag á milli hans og markvarðarins að ræða. Það er alveg skiljanlegt að Lunde fái smá slaka því hún hefur heldur betur skilað til norska kvennalandsliðsins síðustu ár. Lunde, er sigursælasta handboltakona allra tíma og hefur spilað með norska landsliðinu frá árinu 2002. Hún hefur unnið ellefu gull á stórmótum með norska landsliðinu og síðasti leikur hennar, fyrsti leikur Noregs á Evrópumótinu, var leikur númer 366 fyrir norska landsliðið. Lunda er enn í dag einn besti markvörður heims enda valin mikilvægasti leikmaðurinn þegar norska liðið vann gull á Ólympíuleikunum í París í sumar. Hún hefur þrisvar verið valin besti markvörður EM og er nú að reyna að verða Evrópumeistari í sjöunda skiptið.
EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira