Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2024 10:31 Remco Evenepoel brotnaði á mörgum stöðum í árekstrinum við póstbílinn. Getty/Sara Cavallini Belgíski Ólympíumeistarinn Remco Evenepoel átti ekki góðan æfingadag í gær og það er ljóst að frábært ár hans endar afar illa. Hjólreiðakappinn varð fyrir því óláni að klessa á póstbíl í gær þar sem hann var að hjóla í bænum Oetingen. Belgíska blaðið Het Laatste Nieuws segir frá óförum Ólympíumeistarans og að hann hafi í framhaldinu verið fluttur á sjúkrahús. Patrick, faðir Evenepoel, staðfesti að sonur sinn hafi verið fluttur á sjúkrahúsið. „Hann fór á Erasmus sjúkrahúsið í Anderlecht. Við verðum síðan að sjá hvernig þetta lítur út. Ég er á leiðinni á sjúkrahúsið sjálfur,“ sagði Patrick við Het Laatste Nieuws. Seinna kom fréttatilkynning um að Evenepoel væri brotinn á mörgum stöðum. Hann rifbeinsbrotnaði, braut annað herðablaðið og hægri handlegg. Hann verður því lengi frá keppni. Het Laatste Nieuws sýndi myndir frá slysstaðnum. Þar situr Remco Evenepoel með teppi vafið um sig. Hjól hans liggur á jörðinni og er augljóslega beyglað. Samkvæmt upplýsingum blaðsins þá gat hjólreiðakappinn ekki stoppað sig þegar póstmaðurinn opnaði skyndilega hurðina á bílnum sínum. Þetta er annars búið að vera frábært ár hjá hinum 24 ára gamla Remco Evenepoel. Hann varð heimsmeistari í tímatöku í september og vann tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikunum í París. Remco Evenepoel has been reportedly hospitalised after colliding with a postal vehicle during a training ride. 📸 Glenn Verlaecke & Nieuwsblad pic.twitter.com/8DeWuYMg7a— Eurosport (@eurosport) December 3, 2024 Hjólreiðar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Sjá meira
Hjólreiðakappinn varð fyrir því óláni að klessa á póstbíl í gær þar sem hann var að hjóla í bænum Oetingen. Belgíska blaðið Het Laatste Nieuws segir frá óförum Ólympíumeistarans og að hann hafi í framhaldinu verið fluttur á sjúkrahús. Patrick, faðir Evenepoel, staðfesti að sonur sinn hafi verið fluttur á sjúkrahúsið. „Hann fór á Erasmus sjúkrahúsið í Anderlecht. Við verðum síðan að sjá hvernig þetta lítur út. Ég er á leiðinni á sjúkrahúsið sjálfur,“ sagði Patrick við Het Laatste Nieuws. Seinna kom fréttatilkynning um að Evenepoel væri brotinn á mörgum stöðum. Hann rifbeinsbrotnaði, braut annað herðablaðið og hægri handlegg. Hann verður því lengi frá keppni. Het Laatste Nieuws sýndi myndir frá slysstaðnum. Þar situr Remco Evenepoel með teppi vafið um sig. Hjól hans liggur á jörðinni og er augljóslega beyglað. Samkvæmt upplýsingum blaðsins þá gat hjólreiðakappinn ekki stoppað sig þegar póstmaðurinn opnaði skyndilega hurðina á bílnum sínum. Þetta er annars búið að vera frábært ár hjá hinum 24 ára gamla Remco Evenepoel. Hann varð heimsmeistari í tímatöku í september og vann tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikunum í París. Remco Evenepoel has been reportedly hospitalised after colliding with a postal vehicle during a training ride. 📸 Glenn Verlaecke & Nieuwsblad pic.twitter.com/8DeWuYMg7a— Eurosport (@eurosport) December 3, 2024
Hjólreiðar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Sjá meira