Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Lovísa Arnardóttir og Telma Tómasson skrifa 4. desember 2024 16:03 Eiríkur segir að hægt sé að leggja upp með ákveðin markmið og það skipti miklu máli hversu niður njörvuð formenn flokkanna vilji hafa málefnin í þeim markmiðum. Vísir/Arnar Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst segir allan gang hafa verið á því í gegnum tíðina hversu langan tíma það hefur tekið fyrir flokka að mynda ríkisstjórn eftir kosningar. Það geti tekið daga, vikur eða mánuði. Hægt sé að horfa á málefnin eða setja sér markmið. „Það er misjafnt hversu ítarlegan stjórnarsáttmála ríkisstjórnir hafa gert með sér,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. Hann segir að það séu dæmi um að það hafi tekið stuttan tíma að mynda ríkisstjórn og svo séu dæmi um að það hafi tekið nokkra mánuði. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, Inga Sæland, formaður Flokks Fólksins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar hafa fundað í dag og halda því áfram á morgun.Vísir/Vilhelm „Það fer allt eftir því hvaða nálgun þær velja á viðfangsefnið hversu langan tíma þetta þarf að taka. Þetta eru alltaf einhverjar tvær til þrjár vikur sem svona tekur, en svo getur líka teygst úr því.“ Markmið og málefni Miðað við málefnin og stefnu flokkanna sem nú eru í stjórnarmyndunarviðræðum segir Eiríkur að það skipti miklu máli hversu niður njörvað þær vilji hafa málin. „Það er líka hægt að leggja upp með tiltekin markmið sem eru þá ekkert sérstaklega útfærð,“ segir Eiríkur. Sé unnið þannig þurfi stjórnarmyndun ekki að taka svo langan tíma ef fólk nær saman „í prinsippinu.“ „Þetta snýst kannski fyrst og fremst um það. Hversu mikið traust er á milli formannanna og hvað þeir telja sig þurfa að njörva mikið niður málefnin.“ Hann segir lengst á milli hugmynda Flokks fólksins til dæmis og hugmynda hans um auknar bótagreiðslur og ýmislegt sem kynni að kalla á meiri útgjöld ríkisins. Svo Viðreisnar sem ekki hefur viljað auka við skattheimtu í landinu. Hægt að finna skapandi lausn „En það er alveg hægt að finna einhverja skapandi lausn á þessu og sú lausn getur jafnvel fundist á einum til tveimur dögum, einni til tveimur vikum eða mánuði. Það fer allt eftir því hvernig þeim vindur fram. Það er ekki til neitt skapalón fyrir þetta.“ Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
„Það er misjafnt hversu ítarlegan stjórnarsáttmála ríkisstjórnir hafa gert með sér,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. Hann segir að það séu dæmi um að það hafi tekið stuttan tíma að mynda ríkisstjórn og svo séu dæmi um að það hafi tekið nokkra mánuði. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, Inga Sæland, formaður Flokks Fólksins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar hafa fundað í dag og halda því áfram á morgun.Vísir/Vilhelm „Það fer allt eftir því hvaða nálgun þær velja á viðfangsefnið hversu langan tíma þetta þarf að taka. Þetta eru alltaf einhverjar tvær til þrjár vikur sem svona tekur, en svo getur líka teygst úr því.“ Markmið og málefni Miðað við málefnin og stefnu flokkanna sem nú eru í stjórnarmyndunarviðræðum segir Eiríkur að það skipti miklu máli hversu niður njörvað þær vilji hafa málin. „Það er líka hægt að leggja upp með tiltekin markmið sem eru þá ekkert sérstaklega útfærð,“ segir Eiríkur. Sé unnið þannig þurfi stjórnarmyndun ekki að taka svo langan tíma ef fólk nær saman „í prinsippinu.“ „Þetta snýst kannski fyrst og fremst um það. Hversu mikið traust er á milli formannanna og hvað þeir telja sig þurfa að njörva mikið niður málefnin.“ Hann segir lengst á milli hugmynda Flokks fólksins til dæmis og hugmynda hans um auknar bótagreiðslur og ýmislegt sem kynni að kalla á meiri útgjöld ríkisins. Svo Viðreisnar sem ekki hefur viljað auka við skattheimtu í landinu. Hægt að finna skapandi lausn „En það er alveg hægt að finna einhverja skapandi lausn á þessu og sú lausn getur jafnvel fundist á einum til tveimur dögum, einni til tveimur vikum eða mánuði. Það fer allt eftir því hvernig þeim vindur fram. Það er ekki til neitt skapalón fyrir þetta.“
Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira