Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Sindri Sverrisson skrifar 4. desember 2024 18:00 Tiger Woods er með sínar hugmyndir um verðlaunafé í Ryder-bikarnum. Getty/Kevin C. Cox Tiger Woods hefur stungið upp á því að í fyrsta sinn verði veitt verðlaunafé í Ryder-bikarnum í golfi, og að kylfingar verji því fé til góðgerðamála. Í 97 ára sögu Ryder-bikarsins, þar sem úrvalslið Bandaríkjanna og Evrópu mætast, hafa kylfingar aldrei fengið verðlaunafé fyrir þátttöku sína. Mótið hefur þannig skorið sig frá frá öðrum mótum bestu kylfinga heims, þar sem háar fjárhæðir eru jafnan í boði. Í síðasta mánuði var hins vegar greint frá því að þeir tólf kylfingar sem keppa fyrir Bandaríkin á mótinu á næsta ári myndu fá 400.000 Bandaríkjadali hver, eða jafnvirði um 55 milljóna króna. Hugmynd Woods er að bandarísku kylfingarnir fái 5 milljónir Bandaríkjadala hver, eða hátt í 700 milljónir króna, til að styrkja gott málefni að eigin vali. „Við áttum samtal um þetta líka árið 1999. Við vildum ekki fá borgað. Við vildum fá pening til að styrkja góðgerðafélög en fjölmiðlar sneru þessu gegn okkur og sögðu að við vildum fá borgað,“ sagði Woods á blaðamannafundi á Bahamaeyjum, þar sem hann ræddi einnig um meiðslastöðu sína. „Ryder-bikarinn skilar svo miklum peningum, af hverju getum við ekki útdeilt því til góðgerðamála? Ég vona að þeir [liðsmenn Bandaríkjanna] fái fimm milljónir dala hver og gefi það til ólíkra góðgerðamála. Það væri frábært. Hvað væri að því?“ spurði Woods. Rory McIlroy hefur sagt að hann myndi hreinlega borga sjálfur fyrir að fá að spila í Ryder-bikarnum, og virðist því ekki hrifinn af þeim hugmyndum að bandarísku kylfingarnir muni fá greitt fyrir sína þátttöku. Woods var spurður út í þessa afstöðu McIlroy: „Það er allt í góðu. Þeir hafa rétt á sinni skoðun. Ef að Evrópubúarnir vilja borga til að vera í Ryder-bikarnum þá er það þeirra ákvörðun. Þetta er þeirra lið. Ég veit að þegar mótið er spilað í Evrópu þá greiðir það upp mest af mótaröðinni þeirra, svo þetta er stórt mót fyrir Evrópumótaröðina. Ef þeir vilja borga til að vera með þá verður það bara þannig,“ sagði Woods. Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Í 97 ára sögu Ryder-bikarsins, þar sem úrvalslið Bandaríkjanna og Evrópu mætast, hafa kylfingar aldrei fengið verðlaunafé fyrir þátttöku sína. Mótið hefur þannig skorið sig frá frá öðrum mótum bestu kylfinga heims, þar sem háar fjárhæðir eru jafnan í boði. Í síðasta mánuði var hins vegar greint frá því að þeir tólf kylfingar sem keppa fyrir Bandaríkin á mótinu á næsta ári myndu fá 400.000 Bandaríkjadali hver, eða jafnvirði um 55 milljóna króna. Hugmynd Woods er að bandarísku kylfingarnir fái 5 milljónir Bandaríkjadala hver, eða hátt í 700 milljónir króna, til að styrkja gott málefni að eigin vali. „Við áttum samtal um þetta líka árið 1999. Við vildum ekki fá borgað. Við vildum fá pening til að styrkja góðgerðafélög en fjölmiðlar sneru þessu gegn okkur og sögðu að við vildum fá borgað,“ sagði Woods á blaðamannafundi á Bahamaeyjum, þar sem hann ræddi einnig um meiðslastöðu sína. „Ryder-bikarinn skilar svo miklum peningum, af hverju getum við ekki útdeilt því til góðgerðamála? Ég vona að þeir [liðsmenn Bandaríkjanna] fái fimm milljónir dala hver og gefi það til ólíkra góðgerðamála. Það væri frábært. Hvað væri að því?“ spurði Woods. Rory McIlroy hefur sagt að hann myndi hreinlega borga sjálfur fyrir að fá að spila í Ryder-bikarnum, og virðist því ekki hrifinn af þeim hugmyndum að bandarísku kylfingarnir muni fá greitt fyrir sína þátttöku. Woods var spurður út í þessa afstöðu McIlroy: „Það er allt í góðu. Þeir hafa rétt á sinni skoðun. Ef að Evrópubúarnir vilja borga til að vera í Ryder-bikarnum þá er það þeirra ákvörðun. Þetta er þeirra lið. Ég veit að þegar mótið er spilað í Evrópu þá greiðir það upp mest af mótaröðinni þeirra, svo þetta er stórt mót fyrir Evrópumótaröðina. Ef þeir vilja borga til að vera með þá verður það bara þannig,“ sagði Woods.
Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti