Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. desember 2024 07:02 Deila Georges Russell og Max Verstappen er ansi harðvítug. getty/Bryn Lennon George Russell, ökumaður Mercedes, hefur svarað Max Verstappen. Hann segir að heimsmeistarinn hafi hótað að klessa á hann í kappakstrinum í Katar og meiða hann. Russell og Verstappen lenti saman í Katar um síðustu helgi. Verstappen var ósáttur við hversu hart Russell gekk fram í tilraun sinni til að láta refsa heimsmeistaranum eftir tímatökur. Ráspólinn var tekinn af Verstappen eftir að hann þótti hafa ekið óþarflega hægt fyrir lokahring tímatakanna. Russell fékk ráspólinn eftir úrskurð keppnisstjórnar. Þrátt fyrir að hafa misst ráspólinn vann Verstappen kappaksturinn í Katar. Eftir hann lét hann Russell heyra það og sagðist hafa misst alla virðingu fyrir honum. Russell hefur nú svarað fyrir sig. Honum segist hafa brugðið þegar Verstappen hótaði að aka viljandi á hann. „Hann sagðist ætla að klessa á mig og setja hausinn á mér í vegginn. Ég veit að þetta var sagt í hita leiksins en daginn eftir vorum við að grínast með [Sergio] Perez og Carlos [Sainz] og ég sá að hann meinti þetta,“ sagði Russell. „Hann er fjórfaldur meistari. Lewis [Hamilton] er meistari að mínu skapi. Harður en sanngjarn. Fer aldrei yfir strikið. Að heimsmeistari segi að hann ætli að leggja sig fram um að klessa á einhvern og setja hann á hausinn er ekki fordæmið sem við ættum að sýna.“ Verstappen gaf lítið fyrir þessi ummæli Russells í samtali við hollenska blaðið De Telegraf. Hann sagði Russell vera svikulan vesaling og kvaðst ekki hafa sagt það sem hann sakaði hann um. „Það er ekki satt. Ég sagði þetta ekki svona. Hann er að reyna að ýkja þetta aftur,“ sagði Verstappen. Síðasta keppni tímabilsins fer fram í Abú Dabí um helgina. Akstursíþróttir Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Russell og Verstappen lenti saman í Katar um síðustu helgi. Verstappen var ósáttur við hversu hart Russell gekk fram í tilraun sinni til að láta refsa heimsmeistaranum eftir tímatökur. Ráspólinn var tekinn af Verstappen eftir að hann þótti hafa ekið óþarflega hægt fyrir lokahring tímatakanna. Russell fékk ráspólinn eftir úrskurð keppnisstjórnar. Þrátt fyrir að hafa misst ráspólinn vann Verstappen kappaksturinn í Katar. Eftir hann lét hann Russell heyra það og sagðist hafa misst alla virðingu fyrir honum. Russell hefur nú svarað fyrir sig. Honum segist hafa brugðið þegar Verstappen hótaði að aka viljandi á hann. „Hann sagðist ætla að klessa á mig og setja hausinn á mér í vegginn. Ég veit að þetta var sagt í hita leiksins en daginn eftir vorum við að grínast með [Sergio] Perez og Carlos [Sainz] og ég sá að hann meinti þetta,“ sagði Russell. „Hann er fjórfaldur meistari. Lewis [Hamilton] er meistari að mínu skapi. Harður en sanngjarn. Fer aldrei yfir strikið. Að heimsmeistari segi að hann ætli að leggja sig fram um að klessa á einhvern og setja hann á hausinn er ekki fordæmið sem við ættum að sýna.“ Verstappen gaf lítið fyrir þessi ummæli Russells í samtali við hollenska blaðið De Telegraf. Hann sagði Russell vera svikulan vesaling og kvaðst ekki hafa sagt það sem hann sakaði hann um. „Það er ekki satt. Ég sagði þetta ekki svona. Hann er að reyna að ýkja þetta aftur,“ sagði Verstappen. Síðasta keppni tímabilsins fer fram í Abú Dabí um helgina.
Akstursíþróttir Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira