Hundarnir áttu ekki að vera saman Bjarki Sigurðsson skrifar 10. desember 2024 12:03 Hundarnir tveir urðu öðrum ketti að bana í sumar. vísir Annar hundanna sem grunaðir eru um að hafa banað ketti í Laugardalnum gær er nú í vörslu Dýraþjónustu Reykjavíkur. Deildarstjóri þar segir hundana ekki hafa átt að vera á sama heimilinu. Málið sé nú til rannsóknar. Tveir ungverskir viszla-hundar gengu lausir um Langholtshverfi í Reykjavík í gær. Heimilisköttur fjölskyldu í Efstasundi varð fyrir barðinu á hundunum og drepinn á stéttinni fyrir utan heimili sitt. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sömu hundar valda usla í hverfinu en síðast í júní á þessu ári voru þeir teknir af eiganda sínum, grunaðir um að hafa drepið kött í hverfinu. Annar hundanna var aftur handsamaður í gær að sögn Þorkels Heiðarssonar, deildarstjóra Dýraþjónustu Reykjavíkur. „Sá hundur er bara í okkar vörslu núna og við erum að skoða málið áfram, hvað við gerum næst. Þessir hundar voru ekki þar sem þeir hafa verið í nokkuð langan tíma áður. Það var búið að setja ákveðin skilyrði um þetta hundahald og við erum að skoða hvernig málið situr núna miðað við þau skilyrði,“ segir Þorkell. Frá því að hundarnir voru handsamaðir í sumar.Tinna Bjarnadóttir Eitt þeirra skilyrða var að hundarnir yrðu á sitthvoru heimilinu. Þeir séu ekki eins hættulegir þegar þeir eru í sundur. „Þetta er svona hóphegðun þegar þeir koma saman. Þegar þeir eru í sitthvoru lagi er það í lagi en þegar þeir eru saman myndast stemning sem er alls ekki æskileg. Og það er óásættanlegt að hundar sem ganga lausir fari um með þessum hætti og ráðist á gæludýr. Það bara gengur ekki. Fyrir utan það þá valda þeir almennri ógn þannig við lítum á þetta sem almannahættu sem þarf að bregðast mjög ákveðið við,“ segir Þorkell. Dýraþjónustunni hefur ekki borist tilkynningar um að hundarnir ráðist á fólk. „Það breytir því ekki að svona lausaganga getur gerst. Það geta allir misst frá sér hunda en það gengur alls ekki að það gerist ítrekað. Sérstaklega þegar það gerist að það valdi ógn og skelfingu í heilum bæjarhluta, þá er það ekki ásættanlegt ástand,“ segir Þorkell. Dýr Reykjavík Hundar Dýraheilbrigði Gæludýr Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira
Tveir ungverskir viszla-hundar gengu lausir um Langholtshverfi í Reykjavík í gær. Heimilisköttur fjölskyldu í Efstasundi varð fyrir barðinu á hundunum og drepinn á stéttinni fyrir utan heimili sitt. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sömu hundar valda usla í hverfinu en síðast í júní á þessu ári voru þeir teknir af eiganda sínum, grunaðir um að hafa drepið kött í hverfinu. Annar hundanna var aftur handsamaður í gær að sögn Þorkels Heiðarssonar, deildarstjóra Dýraþjónustu Reykjavíkur. „Sá hundur er bara í okkar vörslu núna og við erum að skoða málið áfram, hvað við gerum næst. Þessir hundar voru ekki þar sem þeir hafa verið í nokkuð langan tíma áður. Það var búið að setja ákveðin skilyrði um þetta hundahald og við erum að skoða hvernig málið situr núna miðað við þau skilyrði,“ segir Þorkell. Frá því að hundarnir voru handsamaðir í sumar.Tinna Bjarnadóttir Eitt þeirra skilyrða var að hundarnir yrðu á sitthvoru heimilinu. Þeir séu ekki eins hættulegir þegar þeir eru í sundur. „Þetta er svona hóphegðun þegar þeir koma saman. Þegar þeir eru í sitthvoru lagi er það í lagi en þegar þeir eru saman myndast stemning sem er alls ekki æskileg. Og það er óásættanlegt að hundar sem ganga lausir fari um með þessum hætti og ráðist á gæludýr. Það bara gengur ekki. Fyrir utan það þá valda þeir almennri ógn þannig við lítum á þetta sem almannahættu sem þarf að bregðast mjög ákveðið við,“ segir Þorkell. Dýraþjónustunni hefur ekki borist tilkynningar um að hundarnir ráðist á fólk. „Það breytir því ekki að svona lausaganga getur gerst. Það geta allir misst frá sér hunda en það gengur alls ekki að það gerist ítrekað. Sérstaklega þegar það gerist að það valdi ógn og skelfingu í heilum bæjarhluta, þá er það ekki ásættanlegt ástand,“ segir Þorkell.
Dýr Reykjavík Hundar Dýraheilbrigði Gæludýr Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira