„Við vorum sjálfum okkur verstir“ Hinrik Wöhler skrifar 5. desember 2024 22:00 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, átti fá svör við góðum leik Mosfellinga í kvöld. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Óskar Bjarni Óskarsson og lærisveinar hans í Val fóru tómhentir heim úr Mosfellsbæ en liðið tapaði með fjórum mörkum á móti Aftureldingu í Olís-deild karla í kvöld. Þetta er annar leikurinn sem liðið tapar í röð í deildinni og Óskar Bjarni viðurkennir að það hafi ekki mikið gengið upp í Mosfellsbæ í kvöld. „Byrjunin var þetta stál í stál. Svo misstum við sóknina og vörnina og þar af leiðandi erum við ekki með markvörslu, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við náum eiginlega aldrei alvöru varnarleik í dag, skipti ekki máli hvort við vorum að reyna vera þéttir eða poppa þetta upp. Það er erfitt og þá missum við líka hraðaupphlaupin okkar. Við vorum hálfu skrefi á eftir að eiga við rykkingar og fleira,“ sagði Óskar Bjarni skömmu eftir leikinn í Mosfellsbæ. Afturelding leiddi með þremur mörkum í hálfleik en Valsmenn fóru illa að ráði sínu í upphafi síðari hálfleiks og náðu Mosfellingar að skilja sig frá Valsmönnum. „Í seinni hálfleik förum við með fjögur dauðafæri á kafla þegar þetta er 20-15, þá var enn þá möguleiki að taka þetta þannig við vorum sjálfum okkur verstir. Þetta er búið að vera síðustu tveir leikir á móti Aftureldingu og ÍBV þá erum við orkulitlir og slappir og höfum verið í smá veseni,“ bætti Óskar Bjarni við. Misstu taktinn eftir Evrópukeppnina Sóknarleikur Vals var hægur í kvöld og framan af leik áttu þeir í mestum vandræðum að finna glufur á vörn Aftureldingar. Óskar Bjarni tekur undir það og segir að liðið hafi misst taktinn eftir Evrópukeppnina. „Það var allt hægara, við eigum erfiðan leik á mánudaginn og þurfum að rífa okkur upp. Við slökktum á okkur þegar Evrópukeppnin var búin. Svo kemur smá hnjask hér og þar en við þurfum að rífa okkur í gang. Frammistaðan í síðustu tveimur leikjum í vörn, sókn, hraðaupphlaupum, og markvörslu hefur ekki verið góð.“ Það gekk lítið upp hjá Valsmönnum í kvöld.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Evrópuævintýri Valsmanna lauk í lok nóvember og framundan er einn leikur Olís-deildinni og í bikarkeppninni áður en leikmenn fara í jólafrí. Óskar Bjarni er staðráðinn í því að gera betur. „Ekki að afsaka það en ég sé að þetta er að hrjá mörg lið og við þurfum að gera betur. Þó að það vanti eitt og annað þá eigum við að gera betur og vinna,“ sagði Óskar Bjarni að lokum. Olís-deild karla Valur Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Í beinni: Manchester United - Athletic Bilbao | Fara Djöflarnir í úrslit? Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
„Byrjunin var þetta stál í stál. Svo misstum við sóknina og vörnina og þar af leiðandi erum við ekki með markvörslu, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við náum eiginlega aldrei alvöru varnarleik í dag, skipti ekki máli hvort við vorum að reyna vera þéttir eða poppa þetta upp. Það er erfitt og þá missum við líka hraðaupphlaupin okkar. Við vorum hálfu skrefi á eftir að eiga við rykkingar og fleira,“ sagði Óskar Bjarni skömmu eftir leikinn í Mosfellsbæ. Afturelding leiddi með þremur mörkum í hálfleik en Valsmenn fóru illa að ráði sínu í upphafi síðari hálfleiks og náðu Mosfellingar að skilja sig frá Valsmönnum. „Í seinni hálfleik förum við með fjögur dauðafæri á kafla þegar þetta er 20-15, þá var enn þá möguleiki að taka þetta þannig við vorum sjálfum okkur verstir. Þetta er búið að vera síðustu tveir leikir á móti Aftureldingu og ÍBV þá erum við orkulitlir og slappir og höfum verið í smá veseni,“ bætti Óskar Bjarni við. Misstu taktinn eftir Evrópukeppnina Sóknarleikur Vals var hægur í kvöld og framan af leik áttu þeir í mestum vandræðum að finna glufur á vörn Aftureldingar. Óskar Bjarni tekur undir það og segir að liðið hafi misst taktinn eftir Evrópukeppnina. „Það var allt hægara, við eigum erfiðan leik á mánudaginn og þurfum að rífa okkur upp. Við slökktum á okkur þegar Evrópukeppnin var búin. Svo kemur smá hnjask hér og þar en við þurfum að rífa okkur í gang. Frammistaðan í síðustu tveimur leikjum í vörn, sókn, hraðaupphlaupum, og markvörslu hefur ekki verið góð.“ Það gekk lítið upp hjá Valsmönnum í kvöld.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Evrópuævintýri Valsmanna lauk í lok nóvember og framundan er einn leikur Olís-deildinni og í bikarkeppninni áður en leikmenn fara í jólafrí. Óskar Bjarni er staðráðinn í því að gera betur. „Ekki að afsaka það en ég sé að þetta er að hrjá mörg lið og við þurfum að gera betur. Þó að það vanti eitt og annað þá eigum við að gera betur og vinna,“ sagði Óskar Bjarni að lokum.
Olís-deild karla Valur Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Í beinni: Manchester United - Athletic Bilbao | Fara Djöflarnir í úrslit? Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn