Sagðist ekki eiga að stoppa þegar maðurinn bað hann um að stoppa Jón Þór Stefánsson skrifar 6. desember 2024 10:54 Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms en breytti ákvörðun um refsingu. Vísir/Vilhelm Aron Már Aðalsteinsson, 22 ára gamall karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Það er niðurstaða Landsréttar, en áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur dæmt hann í tveggja ára fangelsi þar sem refsingin var skilorðsbundin, nema þrír mánuðir. Aroni var gefið að sök að nauðga manni þann 2. janúar 2021 á heimili mannsins. Í ákæru segir að hann hafi beitt manninum ólögmætri nauðung og haft við hann endaþarmsmök án samþykkis þó að maðurinn bæði hann margsinnis um að hætta. Maðurinn, brotaþoli málsins, tilkynnti um brotið daginn eftir. Hann sagði þá vera fyrrverandi kærustupar. Í skýrslu fyrir héraðsdómi sagði hann að Aron hefði komið til hans til að laga tölvu en það hefði ekki tekist. Þegar maðurinn hafi ætlað að kveðja Aron með faðmlagi hefði hann ýtt honum í rúmið, byrjað að klæða hann úr fötunum og síðan nauðgað honum. Aron neitaði sök. Hann lýsti atvikum málsins að einhverju lagi með svipuðum hætti. Hann hafi komið til að laga tölvu mannsins. Það hafi ekki tekist og þeir fallist í faðma og fallið í rúmið. Hins vegar vildi Aron meina að þeir hefðu stundað kynlíf. Ótrúverðugar skýringar Héraðsdómur vísaði til framburðar Arons hjá lögreglu en þar sagði hann að maðurinn hefði beðið hann um að stoppa á meðan á kynlífinu stóð. Hann vildi meina að manninum fyndist „skemmtilegt að segja stopp, stopp, stopp og ég hægði aðeins á mér og en hélt áfram því að ég var vanur að heyra þetta og átti samt ekkert að stoppa.“ Hann sagði jafnframt að þetta hefði var alvanalegt þegar þeir voru í sambandi. Þegar hann var spurður hvort hann hefði ekki átt að athuga hvort þarna væri raunverulegur vilji fyrir hendi sagði hann: „Jú, ég í raun og veru hefði átt að gera það.“ „Það hefur verið tímabil sem maður hefur stoppað og hann hafi eiginlega bara, hvað ertu að gera, haltu áfram og eitthvað svoleiðis. Þetta var örugglega eitt af nokkrum skiptunum sem ég ákvað ekki að stoppa.“ Fyrir dómi sagði Aron hins vegar að maðurinn hefði ekki beðið hann um að stoppa. Hann útskýrði framburð sinn hjá lögreglu þannig að hann hefði verið að lýsa atvikum eins og þau voru þegar þeir voru í sambandi. Dómurinn sagðist hafa farið vandlega yfir framburð Arons og sagði skýringar hans ótrúverðugar. Útilokað væri að hann hefði verið að vísa til annars en atviksins sem málið varðar. Hins vegar þótti framburður mannsins stöðugur og fá stuðning í öðrum gögnum málsins. Dómnum þótti því maðurinn trúverðugur en Aron ótrúverðugur. Því þótti sannað að Aron hefði framið brotið sem honum var gefið að sök. Líkt og áður segir dæmdi Héraðsdómur Aron í tveggja ára fangelsi þar sem 21 mánuður voru skilorðsbundnir. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um sekt Arons en breytti refsingunni þannig að hún væri alfarið óskilorðsbundin. Þá er Aroni gert að greiða manninum tvær milljónir króna í miskabætur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Sjá meira
Aroni var gefið að sök að nauðga manni þann 2. janúar 2021 á heimili mannsins. Í ákæru segir að hann hafi beitt manninum ólögmætri nauðung og haft við hann endaþarmsmök án samþykkis þó að maðurinn bæði hann margsinnis um að hætta. Maðurinn, brotaþoli málsins, tilkynnti um brotið daginn eftir. Hann sagði þá vera fyrrverandi kærustupar. Í skýrslu fyrir héraðsdómi sagði hann að Aron hefði komið til hans til að laga tölvu en það hefði ekki tekist. Þegar maðurinn hafi ætlað að kveðja Aron með faðmlagi hefði hann ýtt honum í rúmið, byrjað að klæða hann úr fötunum og síðan nauðgað honum. Aron neitaði sök. Hann lýsti atvikum málsins að einhverju lagi með svipuðum hætti. Hann hafi komið til að laga tölvu mannsins. Það hafi ekki tekist og þeir fallist í faðma og fallið í rúmið. Hins vegar vildi Aron meina að þeir hefðu stundað kynlíf. Ótrúverðugar skýringar Héraðsdómur vísaði til framburðar Arons hjá lögreglu en þar sagði hann að maðurinn hefði beðið hann um að stoppa á meðan á kynlífinu stóð. Hann vildi meina að manninum fyndist „skemmtilegt að segja stopp, stopp, stopp og ég hægði aðeins á mér og en hélt áfram því að ég var vanur að heyra þetta og átti samt ekkert að stoppa.“ Hann sagði jafnframt að þetta hefði var alvanalegt þegar þeir voru í sambandi. Þegar hann var spurður hvort hann hefði ekki átt að athuga hvort þarna væri raunverulegur vilji fyrir hendi sagði hann: „Jú, ég í raun og veru hefði átt að gera það.“ „Það hefur verið tímabil sem maður hefur stoppað og hann hafi eiginlega bara, hvað ertu að gera, haltu áfram og eitthvað svoleiðis. Þetta var örugglega eitt af nokkrum skiptunum sem ég ákvað ekki að stoppa.“ Fyrir dómi sagði Aron hins vegar að maðurinn hefði ekki beðið hann um að stoppa. Hann útskýrði framburð sinn hjá lögreglu þannig að hann hefði verið að lýsa atvikum eins og þau voru þegar þeir voru í sambandi. Dómurinn sagðist hafa farið vandlega yfir framburð Arons og sagði skýringar hans ótrúverðugar. Útilokað væri að hann hefði verið að vísa til annars en atviksins sem málið varðar. Hins vegar þótti framburður mannsins stöðugur og fá stuðning í öðrum gögnum málsins. Dómnum þótti því maðurinn trúverðugur en Aron ótrúverðugur. Því þótti sannað að Aron hefði framið brotið sem honum var gefið að sök. Líkt og áður segir dæmdi Héraðsdómur Aron í tveggja ára fangelsi þar sem 21 mánuður voru skilorðsbundnir. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um sekt Arons en breytti refsingunni þannig að hún væri alfarið óskilorðsbundin. Þá er Aroni gert að greiða manninum tvær milljónir króna í miskabætur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Sjá meira