Eining um hvalveiðar innan starfsstjórnar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. desember 2024 13:01 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra eru öll sátt við ákvörðun Bjarna Benediktssonar forsætis-og matvælaráðherra að leyfa hvalveiðar. Vísir/Vilhelm Ráðherrar í starfstjórn styðja ákvörðun forsætisráðherra að leyfa hvalveiðar og telja að ekki hafi þurft að bera málið undir þau áður en ákvörðun var tekin. Formaður Framsóknarflokksins styður ákvörðunina og bendir á að ráðherrar hafi áður tekið ákvarðanir um hvalveiðar í öðrum starfsstjórnum. Ákvörðun Bjarna Benediktssonar forsætis- og matvælaráðherra um að leyfa í gær hvalveiðar til fimm ára hefur verið harðlega gagnrýnd af ýmsum umhverfis- og dýravelferðarsamtökum. Á móti fagnar bæjarráð Akraness leyfisveitingunni. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. „Ég kynnti niðurstöðu mína um að leyfa hvalveiðar á fundi starfsstjórnar. Það var lítil umræða. Málið þurfti sinn afgreiðslutíma í ráðuneytinu og því þurfti að gefa leyfin út núna. Við erum alltaf að taka nýjar ákvarðanir í ráðuneytunum,“ segir Bjarni Benediktsson forsætis- og matvælaráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfasdóttir utanríkisráðherra styður ákvörðunina. „Þegar sótt er um leyfi til hvalveiða og álit Hafrannsóknastofnunar er eins og það er þá getur ráðherra ekki annað en gefið út leyfi. Það er ekki hægt að liggja á því eins og ráðherra sýnist enda liggur fyrir álit umboðsmanns Alþingis í því. Málið er tilbúið núna,“ segir Þórdís. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla, núsköpunar- og iðnaðarráðherra er á sömu skoðun og sagði aðspurð að hún styðji ákvörðun um hvalveiðar. Framsóknarflokkurinn hlynntur hvalveiðum Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins gerir engar athugasemdir við ákvörðunina. „Við í Framsókn styðjum það að leyfa hvalveiðar og sjálfbærar veiðar. Við höfum alltaf gert það. Það eru fordæmi fyrir þessu árið 2009 þegar Einar Kristinn Guðfinnsson gerði þetta í starfsstjórn. Aftur breytir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir árið 2017 þegar hún var líka í starfsstjórn ákveðnum takmörkunum. Þannig að ég geri engar athugasemdir við það þar sem þetta er eðlileg starfsemi hér á landi,“ segir Sigurður. Aðspurður um hvort ekki hefði átt að taka ákvörðun til hvalveiða til skemmri tíma en fimm ára í ljósi þess hversu umdeild ákvörðunin er svarar Sigurður: „Það verður þú að spyrja hann um. Ég styð hvalveiðar. Ég tel alls ekki að það hefði þurft að ræða ákvörðunina í starfsstjórn áður en hún var tilkynnt,“ segir Sigurður. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalveiðar Dýraheilbrigði Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Ákvörðun Bjarna Benediktssonar forsætis- og matvælaráðherra um að leyfa í gær hvalveiðar til fimm ára hefur verið harðlega gagnrýnd af ýmsum umhverfis- og dýravelferðarsamtökum. Á móti fagnar bæjarráð Akraness leyfisveitingunni. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. „Ég kynnti niðurstöðu mína um að leyfa hvalveiðar á fundi starfsstjórnar. Það var lítil umræða. Málið þurfti sinn afgreiðslutíma í ráðuneytinu og því þurfti að gefa leyfin út núna. Við erum alltaf að taka nýjar ákvarðanir í ráðuneytunum,“ segir Bjarni Benediktsson forsætis- og matvælaráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfasdóttir utanríkisráðherra styður ákvörðunina. „Þegar sótt er um leyfi til hvalveiða og álit Hafrannsóknastofnunar er eins og það er þá getur ráðherra ekki annað en gefið út leyfi. Það er ekki hægt að liggja á því eins og ráðherra sýnist enda liggur fyrir álit umboðsmanns Alþingis í því. Málið er tilbúið núna,“ segir Þórdís. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla, núsköpunar- og iðnaðarráðherra er á sömu skoðun og sagði aðspurð að hún styðji ákvörðun um hvalveiðar. Framsóknarflokkurinn hlynntur hvalveiðum Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins gerir engar athugasemdir við ákvörðunina. „Við í Framsókn styðjum það að leyfa hvalveiðar og sjálfbærar veiðar. Við höfum alltaf gert það. Það eru fordæmi fyrir þessu árið 2009 þegar Einar Kristinn Guðfinnsson gerði þetta í starfsstjórn. Aftur breytir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir árið 2017 þegar hún var líka í starfsstjórn ákveðnum takmörkunum. Þannig að ég geri engar athugasemdir við það þar sem þetta er eðlileg starfsemi hér á landi,“ segir Sigurður. Aðspurður um hvort ekki hefði átt að taka ákvörðun til hvalveiða til skemmri tíma en fimm ára í ljósi þess hversu umdeild ákvörðunin er svarar Sigurður: „Það verður þú að spyrja hann um. Ég styð hvalveiðar. Ég tel alls ekki að það hefði þurft að ræða ákvörðunina í starfsstjórn áður en hún var tilkynnt,“ segir Sigurður.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalveiðar Dýraheilbrigði Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira