Meirihluti barna á Íslandi hefur heyrt um Barnasáttmálann Lovísa Arnardóttir skrifar 6. desember 2024 15:36 Börn þekkja rétt sinn betur eftir að hafa fengið fræðslu frá UNICEF. UNICEF Meirihluti barna á Íslandi hefur heyrt um Barnasáttmálann en vita ekki öll að réttindin eiga við um þau. Með markvissri fræðslu landsnefndar UNICEF hefur hlutfallið aukist úr 53 prósentum í 81 prósent, meðal barna í Réttindaskóla þeirra, sem þekkja rétt sinn. Í nýrri skýrslu samtakanna kemur jafnframt fram að verkefni UNICEF snerta líf yfir helming barna á Íslandi og að um 17.200 börn gangi í Réttindaskóla og -frístund UNICEF. Í ár eru 20 ár frá því að landsnefnd UNICEF var stofnuð á Íslandi. Í tilkynningu segir að samtökin hafi allt frá upphafi unnið að málefnum barna á Íslandi. Árangurinn af því sé til dæmis að 58 prósent barna héldu, eða voru ekki viss hvort, að hægt væri taka réttindi af þeim ef þau haga sér ekki vel. Eftir markvissa fræðslu og innleiðingu Réttindaskóla og -frístundar lækkaði hlutfallið í 23 prósent barna að meðaltali. „Við erum afar stolt af samstarfi okkar við stjórnvöld um að koma Barnasáttmálanum í framkvæmd,“ segir Eva Bjarnadóttir, teymisstjóri innanlandsstarfs UNICEF á Íslandi.Aðsend Í tilefni afmælisins hefur innanlandsdeild landsnefndarinnar gefið úr árangursskýrslu þar sem litið yfir farinn veg og farið yfir umfangsmikið málsvarastarf landsnefndarinnar síðastliðna áratugi. „Við erum afar stolt af samstarfi okkar við stjórnvöld um að koma Barnasáttmálanum í framkvæmd. Öll börn á Íslandi eiga að vita af réttindum sínum og finna það á eigin skinni að réttindi þeirra séu virt,“ segir Eva Bjarnadóttir, teymisstjóri innanlandsstarfs UNICEF á Íslandi, í tilkynningunni. Vita ekki endilega að þau eiga rétt Þar kemur einnig fram að árlega fræði samtökin þúsundir starfsmanna sveitarfélaga um Barnasáttmálann. Þá segir að í Réttindaskólum hafi aukist hlutfall barna sem hafa heyrt um Barnasáttmálann úr 85 prósent í 97,5 prósent að meðaltali, en mælingar UNICEF hafi þó sýnt að þótt börn viti af sáttmálanum vita þau ekki endilega að þau sjálf eigi réttindi. „Við höfum í gegnum tíðina tekið saman og kynnt nýjar upplýsingar um stöðu barna sem hafa breytt umræðunni og hrint af stað jákvæðum breytingum. Þar hefur rödd barnanna sjálfra skipt mestu máli og við leggjum okkur fram um að skapa tækifæri fyrir börn að hafa áhrif,“ segir Eva. Þá bendir hún á að rannsóknir sýni að börn sem þekki réttindi sín séu umburðarlyndari, virði frekar fjölbreytileika, séu líklegri til þess að taka afstöðu gegn einelti og öðru ranglæti, standi betur vörð um eigin réttindi og annarra og séu betur undirbúin til þess að leita sér aðstoðar ef þau verða fyrir ofbeldi eða misnotkun. Hægt er að kynna sér skýrsluna hér. Félagasamtök Réttindi barna Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Í nýrri skýrslu samtakanna kemur jafnframt fram að verkefni UNICEF snerta líf yfir helming barna á Íslandi og að um 17.200 börn gangi í Réttindaskóla og -frístund UNICEF. Í ár eru 20 ár frá því að landsnefnd UNICEF var stofnuð á Íslandi. Í tilkynningu segir að samtökin hafi allt frá upphafi unnið að málefnum barna á Íslandi. Árangurinn af því sé til dæmis að 58 prósent barna héldu, eða voru ekki viss hvort, að hægt væri taka réttindi af þeim ef þau haga sér ekki vel. Eftir markvissa fræðslu og innleiðingu Réttindaskóla og -frístundar lækkaði hlutfallið í 23 prósent barna að meðaltali. „Við erum afar stolt af samstarfi okkar við stjórnvöld um að koma Barnasáttmálanum í framkvæmd,“ segir Eva Bjarnadóttir, teymisstjóri innanlandsstarfs UNICEF á Íslandi.Aðsend Í tilefni afmælisins hefur innanlandsdeild landsnefndarinnar gefið úr árangursskýrslu þar sem litið yfir farinn veg og farið yfir umfangsmikið málsvarastarf landsnefndarinnar síðastliðna áratugi. „Við erum afar stolt af samstarfi okkar við stjórnvöld um að koma Barnasáttmálanum í framkvæmd. Öll börn á Íslandi eiga að vita af réttindum sínum og finna það á eigin skinni að réttindi þeirra séu virt,“ segir Eva Bjarnadóttir, teymisstjóri innanlandsstarfs UNICEF á Íslandi, í tilkynningunni. Vita ekki endilega að þau eiga rétt Þar kemur einnig fram að árlega fræði samtökin þúsundir starfsmanna sveitarfélaga um Barnasáttmálann. Þá segir að í Réttindaskólum hafi aukist hlutfall barna sem hafa heyrt um Barnasáttmálann úr 85 prósent í 97,5 prósent að meðaltali, en mælingar UNICEF hafi þó sýnt að þótt börn viti af sáttmálanum vita þau ekki endilega að þau sjálf eigi réttindi. „Við höfum í gegnum tíðina tekið saman og kynnt nýjar upplýsingar um stöðu barna sem hafa breytt umræðunni og hrint af stað jákvæðum breytingum. Þar hefur rödd barnanna sjálfra skipt mestu máli og við leggjum okkur fram um að skapa tækifæri fyrir börn að hafa áhrif,“ segir Eva. Þá bendir hún á að rannsóknir sýni að börn sem þekki réttindi sín séu umburðarlyndari, virði frekar fjölbreytileika, séu líklegri til þess að taka afstöðu gegn einelti og öðru ranglæti, standi betur vörð um eigin réttindi og annarra og séu betur undirbúin til þess að leita sér aðstoðar ef þau verða fyrir ofbeldi eða misnotkun. Hægt er að kynna sér skýrsluna hér.
Félagasamtök Réttindi barna Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent