Kolbeinn mætir Bubu í kvöld: „Stefni á að klára bardagann snemma“ Aron Guðmundsson skrifar 7. desember 2024 15:30 Kolbeinn Kristinsson er enn ósigraður á sínum atvinnumannaferli í hnefaleikum og ætlar sér að bæta við enn einum sigrinum í kvöld Mynd/Kolbeinn Kolbeinn Kristinsson stígur inn í hnefaleikahringinn í kvöld og mætir hinum pólska Piotr "Bubu" Cwik. Kolbeinn er ósigraður á atvinnumannaferli sínum til þessa og getur með sigri í kvöld, hvað þá öruggum sigri komist ansi nálægt topp 50 sætum heimslistans í þungavigtarflokki. Bardagakvöldið fer fram í Vínarborg og er um að ræða þriðja bardaga Kolbeins á árinu eftir ár þar á undan þar sem að hann náði ekki að vera eins aktívur. Það hefur verið jákvætt fyrir hann að geta stigið svona reglulega inn í hringinn. „Það gefur manni alltaf mikið og sér í lagi eftir þessi ár á undan þar sem að ég náði ekki að keppa reglulega,“ segir Kolbeinn í samtali við Vísi en andstæðingur hans í kvöld, Piotr á að baki níu bardaga á sínum atvinnumannaferli í hnefaleikum eftir að hafa áður keppt í bare knuckle boxing þar sem að ekki er keppt með boxhanska heldur bera hnefa. View this post on Instagram A post shared by VIENNA BOXING CHAMPIONSHIP (@viennaboxingchampionship) Piotr hefur nú unnið átta bardaga í röð en Kolbeini lýst vel á að mæta honum í Vínarborg í kvöld. „Það hefur hentað mér vel í gegnum tíðina að berjast við menn í hans stærð. Menn sem að eru aðeins minni en ég. Það er eins með alla þessa kappa í þungavigtarflokki, þeir geta allir slegið fast en leiðin til þess að verjast því er að gefa þeim ekki færi á því að slá mann. Ég ætla mér að nýta hraðann og snerpuna gegn honum, þreyta hann og ég stefni á að klára bardagann og það snemma.“ Samkvæmt MMA fréttum má búast við því að Kolbeinn stígi inn í hnefaleikahringinn í Vínarborg um níuleytið í kvöld þar sem að bardagi hans er sá níundi í röðinni í þriðja holli kvöldsins. Hægt er að kaupa streymi á hnefaleikakvöldið hér. Box Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Enski boltinn Hólmbert skiptir um félag Fótbolti Fleiri fréttir „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Fimm íslensk gullverðlaun í hús á fyrsta degi Smáþjóðaleikanna Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Rússar áfram útilokaðir frá Ólympíuleikunum Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Sjá meira
Bardagakvöldið fer fram í Vínarborg og er um að ræða þriðja bardaga Kolbeins á árinu eftir ár þar á undan þar sem að hann náði ekki að vera eins aktívur. Það hefur verið jákvætt fyrir hann að geta stigið svona reglulega inn í hringinn. „Það gefur manni alltaf mikið og sér í lagi eftir þessi ár á undan þar sem að ég náði ekki að keppa reglulega,“ segir Kolbeinn í samtali við Vísi en andstæðingur hans í kvöld, Piotr á að baki níu bardaga á sínum atvinnumannaferli í hnefaleikum eftir að hafa áður keppt í bare knuckle boxing þar sem að ekki er keppt með boxhanska heldur bera hnefa. View this post on Instagram A post shared by VIENNA BOXING CHAMPIONSHIP (@viennaboxingchampionship) Piotr hefur nú unnið átta bardaga í röð en Kolbeini lýst vel á að mæta honum í Vínarborg í kvöld. „Það hefur hentað mér vel í gegnum tíðina að berjast við menn í hans stærð. Menn sem að eru aðeins minni en ég. Það er eins með alla þessa kappa í þungavigtarflokki, þeir geta allir slegið fast en leiðin til þess að verjast því er að gefa þeim ekki færi á því að slá mann. Ég ætla mér að nýta hraðann og snerpuna gegn honum, þreyta hann og ég stefni á að klára bardagann og það snemma.“ Samkvæmt MMA fréttum má búast við því að Kolbeinn stígi inn í hnefaleikahringinn í Vínarborg um níuleytið í kvöld þar sem að bardagi hans er sá níundi í röðinni í þriðja holli kvöldsins. Hægt er að kaupa streymi á hnefaleikakvöldið hér.
Box Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Enski boltinn Hólmbert skiptir um félag Fótbolti Fleiri fréttir „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Fimm íslensk gullverðlaun í hús á fyrsta degi Smáþjóðaleikanna Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Rússar áfram útilokaðir frá Ólympíuleikunum Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Sjá meira