Fimm bílar fastir í rúman sólarhring Eiður Þór Árnason skrifar 8. desember 2024 10:48 Björgunarsveitir eru víða í viðbragðsstöðu vegna vetrarveðursins. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu, Selfossi og í uppsveitum Árnessýslu voru kallaðar út að Kerlingarfjöllum þar sem hópur fólks á fimm bílum hafði setið fastur í rúman sólarhring. Óskað var eftir aðstoð á sjöunda tímanum í morgun en lítið var eftir af eldsneyti og vistum hjá hópnum, að sögn upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Björgunarsveitirnar voru með töluverðan viðbúnað og stórir björgunarbílar sendir á staðinn auk snjóbíla. Upp úr hádegi var björgunarsveitarfólk búið að losa bílana fimm og allir ferðalangar á leið til byggða. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, hafði ekki upplýsingar um það hvort um væri að ræða Íslendinga eða erlenda ferðamenn. Aftakaveður víða Appelsínugul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Breiðafirði, Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Ströndum og Norðurlandi vestra. Þá er gul viðvörun í flestum öðrum landshlutum. Lítið hefur verið um útköll vegna veðurs fram að þessu. „Svo bara fylgjast menn með veðrinu og sveitirnar eru svosem alltaf til taks ef á þarf að halda,“ segir Jón Þór. Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir vegi víða flughála á meðan snjó og klaka leysir. Hvöss sunnanátt og sumstaðar séu snarpir vindstrengir norðvestantil. Bæti í vind um norðanvert landið síðdegis og í kvöld, fyrst vestantil, með hviðum yfir 40 metrum á sekúndu í vindstrengjum við fjöll. Dregur úr vindi í nótt. Björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ var kölluð út upp úr miðnætti til að aðstoða ökumenn sem höfðu lent í í vandræðum við Fróðá, Búlandshöfða og á Fróðárheiði nærri Ólafsvík. Sveitin greinir frá því að nokkrir bílar hafi verið losaðir og sumum ökumönnum snúið við eða þeir aðstoðaðir við að komast í gistingu. Lífsbjörg birti eftirfarandi myndskeið frá aðgerðunum á Facebook-síðu sinni. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 13:14. Björgunarsveitir Færð á vegum Hrunamannahreppur Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Sjá meira
Óskað var eftir aðstoð á sjöunda tímanum í morgun en lítið var eftir af eldsneyti og vistum hjá hópnum, að sögn upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Björgunarsveitirnar voru með töluverðan viðbúnað og stórir björgunarbílar sendir á staðinn auk snjóbíla. Upp úr hádegi var björgunarsveitarfólk búið að losa bílana fimm og allir ferðalangar á leið til byggða. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, hafði ekki upplýsingar um það hvort um væri að ræða Íslendinga eða erlenda ferðamenn. Aftakaveður víða Appelsínugul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Breiðafirði, Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Ströndum og Norðurlandi vestra. Þá er gul viðvörun í flestum öðrum landshlutum. Lítið hefur verið um útköll vegna veðurs fram að þessu. „Svo bara fylgjast menn með veðrinu og sveitirnar eru svosem alltaf til taks ef á þarf að halda,“ segir Jón Þór. Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir vegi víða flughála á meðan snjó og klaka leysir. Hvöss sunnanátt og sumstaðar séu snarpir vindstrengir norðvestantil. Bæti í vind um norðanvert landið síðdegis og í kvöld, fyrst vestantil, með hviðum yfir 40 metrum á sekúndu í vindstrengjum við fjöll. Dregur úr vindi í nótt. Björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ var kölluð út upp úr miðnætti til að aðstoða ökumenn sem höfðu lent í í vandræðum við Fróðá, Búlandshöfða og á Fróðárheiði nærri Ólafsvík. Sveitin greinir frá því að nokkrir bílar hafi verið losaðir og sumum ökumönnum snúið við eða þeir aðstoðaðir við að komast í gistingu. Lífsbjörg birti eftirfarandi myndskeið frá aðgerðunum á Facebook-síðu sinni. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 13:14.
Björgunarsveitir Færð á vegum Hrunamannahreppur Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Sjá meira