Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu, Selfossi og í uppsveitum Árnessýslu eru á leiðinni að Kerlingarfjöllum þar sem hópur fólks á fimm bílum er búinn að sitja fastur í rúman sólarhring. Vonskuveður er víða og viðvaranir í gildi í nær öllum landshlutum.
Viðbúið er að hátt í tvö þúsund fjölskyldur þurfi að leita til Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir jólin. Við fjöllum um þörfina í fréttatímanum.