Jólamánuðurinn „þungur og erfiður“ fyrir margar fjölskyldur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. desember 2024 14:56 Vilborg Oddsdóttir er félagsráðgjafi og hefur umsjón innanlandsstarfs hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Viðbúið er að hátt í tvö þúsund fjölskyldur leiti til Hjálparstarfs kirkjunnar nú fyrir jólin. Jólahátíðin er annasamasti tími ársins hjá stofnuninni en félagsráðgjafi segir ljóst að húsnæðiskostnaður geri fjölskyldum sérstaklega erfitt fyrir nú. Frestur til að sækja um aðstoð fyrir jólin rennur út eftir helgi að sögn Vilborgar Oddsdóttur, félagsráðgjafa hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. „Það er náttúrlega mjög annasamur tími. Frá svona 20. nóvember og fram að jólum þá er þetta vertíðarvinna það er mikið að gera,“ segir Vilborg. Langflestir sækja nú um aðstoð á netinu en Vilborg áætlar að álíka stór hópur leiti til hjálparstarfsins í ár og í fyrra. „Í fyrra voru þetta sirka sautján hundruð fjölskyldur sem að fengu aðstoð í kringum jólin og ég held að þetta sé bara svipaður hópur í ár,“ segir Vilborg. „Jólin eru þannig að það eru fjölskyldur sem aldrei leita á öðrum tíma ársins af því þetta er náttúrlega mjög þungur og erfiður mánuður. Þannig að það er öðruvísi en aðrir mánuðir ársins, við finnum það alveg og þess vegna er þetta mjög fjölbreyttur hópur,“ segir Vilborg. Hringrás sem þurfi að rjúfa Aðstoðin er sambærileg því sem verið hefur undanfarin ár og er fyrst og fremst í formi inneignarkorta í matvöruverslunum. Foreldrum sem búa við kröpp kjör býðst þar að auki jólafatnaður og gjafir fyrir börnin. Vilborg bendir á að enn geti þeir sem vilja lagt starfseminni lið. Það sé ljóst að jólin eru mörgum dýr og þungbær og matarkarfan orðin dýrari. „Við sjáum það náttúrlega, eins og allir vita, að það er húsnæðiskostnaðurinn sem veldur því að fólk stendur mjög illa. Í hvert skipti sem að það verður einhver hækkun á launum eða þeim tekjum sem fólk hefur að þá hækkar alltaf bara húsnæðiskostnaðurinn. Þannig að þetta er svona hringrás sem að við verðum að fara að rjúfa þannig að fólk geti lifið af án þess að þurfa að sækja til hjálparsamtaka fyrir jólin eða á örum tímamótum,“ segir Vilborg. Hjálparstarf Jól Fjármál heimilisins Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Frestur til að sækja um aðstoð fyrir jólin rennur út eftir helgi að sögn Vilborgar Oddsdóttur, félagsráðgjafa hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. „Það er náttúrlega mjög annasamur tími. Frá svona 20. nóvember og fram að jólum þá er þetta vertíðarvinna það er mikið að gera,“ segir Vilborg. Langflestir sækja nú um aðstoð á netinu en Vilborg áætlar að álíka stór hópur leiti til hjálparstarfsins í ár og í fyrra. „Í fyrra voru þetta sirka sautján hundruð fjölskyldur sem að fengu aðstoð í kringum jólin og ég held að þetta sé bara svipaður hópur í ár,“ segir Vilborg. „Jólin eru þannig að það eru fjölskyldur sem aldrei leita á öðrum tíma ársins af því þetta er náttúrlega mjög þungur og erfiður mánuður. Þannig að það er öðruvísi en aðrir mánuðir ársins, við finnum það alveg og þess vegna er þetta mjög fjölbreyttur hópur,“ segir Vilborg. Hringrás sem þurfi að rjúfa Aðstoðin er sambærileg því sem verið hefur undanfarin ár og er fyrst og fremst í formi inneignarkorta í matvöruverslunum. Foreldrum sem búa við kröpp kjör býðst þar að auki jólafatnaður og gjafir fyrir börnin. Vilborg bendir á að enn geti þeir sem vilja lagt starfseminni lið. Það sé ljóst að jólin eru mörgum dýr og þungbær og matarkarfan orðin dýrari. „Við sjáum það náttúrlega, eins og allir vita, að það er húsnæðiskostnaðurinn sem veldur því að fólk stendur mjög illa. Í hvert skipti sem að það verður einhver hækkun á launum eða þeim tekjum sem fólk hefur að þá hækkar alltaf bara húsnæðiskostnaðurinn. Þannig að þetta er svona hringrás sem að við verðum að fara að rjúfa þannig að fólk geti lifið af án þess að þurfa að sækja til hjálparsamtaka fyrir jólin eða á örum tímamótum,“ segir Vilborg.
Hjálparstarf Jól Fjármál heimilisins Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira