Aftakaveður er víða um land og viðvaranir í flestum landshlutum. Vegir eru víða flughálir á meðan snjó og klaka leysir vegna hlýinda. Við förum yfir stöðuna og verkefni björgunarsveita í beinni í fréttatímanum.
Nágrannaerjur vegna jólaskrauts eru fastur liður á aðventunni að sögn formanns húseigendafélagsins. Íbúi í Laugardal sem er hætt að skreyta vegna deilna við nágranna segir það huggun harmi gegn að nú fái skrautið að njóta sín á öðrum heimilum.
Þá hittum við ungar mæður sem stofnuðu nýlega samtök til að rjúfa félagslega einangrun eftir fæðingu, skellum okkur á jólaball og hittum 15 ára stráka sem ætla að halda styrktartónleika.