Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að björgunarsveitir frá Hvolsvelli og undir Eyjafjöllum hafi þó verið kallaðar út vegna vatnavaxtanna í Bakkakotsá og í Skógará.
„Menn höfðu áhyggjur af fólki sem var að gista í húsbílum við Skóga, en þær áhyggjur reyndust ástæðulausar,“ segir Jón Þór. Bakkakotsá er vestan við Skógá og þar flæddi yfir veginn, beggja vegna brúarinnar, að sögn Vegagerðarinnar.
Jón Þór segir að vatnið í Skógá hafi einnig verið mikið því það flæddi inn á bílastæðið við Skógafoss.