Bilunin á afar erfiðum stað og bærinn áfram keyrður á varaafli Árni Sæberg skrifar 9. desember 2024 13:51 Það er mikið um að vera í Vík í Mýrdal og þar í kring um helgina. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bilanaleit á Víkurstreng hefur staðið yfir frá því snemma í morgun. Nú rétt eftir hádegi kom í ljós að líklegast er bilunin staðsett í strengnum þar sem hann er plægður undir Skógá. Vík í Mýrdal verður áfram keyrð á varaafli. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að áin hafi flætt yfir bakka sína í vatnsveðri og leysingum í nótt og í henni sé gífurlega mikið vatn. Ólíklegt þyki að vatnsborð árinnar lækki nægilega í dag til að hægt verði að hefja viðgerð. „Þessi staðsetning er afar erfið og aðstæður hættulegar og mun það tefja viðgerð þar sem ekki þykir forsvaranlegt að senda framkvæmdaflokka til að lagfæra strenginn nærri ánni eða undir brúnni yfir hana. Allir okkar verktakar og starfsfólk á svæðinu er tilbúið að mæta til viðgerðar um leið og færi gefst.“ Von á öflugum varaaflsvélum Ljóst sé að keyra þurfi varaafl í Vík og Mýrdal í nokkurn tíma. Von sé á öflugum varaaflsvélum til Víkur í kringum klukkan 15, sem sé seinna en áður hafði verið gefið út. Varaflsvél frá RARIK sé einnig á leiðinni frá Stöðvarfirði. Minni varaaflsvél RARIK sem staðsett er í Vík sé í gangi og svo vel hafi viljað til að færanleg varaaflsvél RARIK hafi þegar verið í bænum og hafi verið gangsett. Varatenging frá Klaustri hafi einnig verið virkjuð og hún hafi náð að halda rafmagni inni á hluta bæjarins. Fleiri viðskiptavinir séu nú með rafmagn en voru í morgun en enn sé hluti Víkur og Mýrdalur án rafmagns. Íris Guðnadóttir, einn landeigenda í Reynisfjöru, segir í tilkynningu til fréttastofu að rafmagnslaust hafi verið í Reynishverfi og Mýrdal síðan í nótt. „Það veldur því að símasendar eru dottnir út því varaafl á þeim er bara einhverjar klukkustundir,“ segir Íris. „Það er því símasambandslaust t.d. á Dyrhólaey og í Reynisfjöru, hvorki íbúar né gestir geta t.d. hring í 112. Bara í Reynisfjöru koma 2.000 manns á dag.“ Þetta gerist reglulega. Mýrdalshreppur Orkumál Veður Tengdar fréttir Tvö þúsund ferðamenn án sambands: „Við erum mjög stressaðir yfir þessu“ Rafmagnsleysi í Mýrdal olli því að símasambandslaust var á stóru svæði í Mýrdal, þar á meðal í Reynisfjöru og Reynishverfi, fram eftir degi. Landeigandi á svæðinu segir óboðlegt að símasamband detti út á svæðinu svo lengi, sér í lagi í ljósi þess fjölda ferðamanna sem sækir Reynisfjöru. 2. september 2024 15:36 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að áin hafi flætt yfir bakka sína í vatnsveðri og leysingum í nótt og í henni sé gífurlega mikið vatn. Ólíklegt þyki að vatnsborð árinnar lækki nægilega í dag til að hægt verði að hefja viðgerð. „Þessi staðsetning er afar erfið og aðstæður hættulegar og mun það tefja viðgerð þar sem ekki þykir forsvaranlegt að senda framkvæmdaflokka til að lagfæra strenginn nærri ánni eða undir brúnni yfir hana. Allir okkar verktakar og starfsfólk á svæðinu er tilbúið að mæta til viðgerðar um leið og færi gefst.“ Von á öflugum varaaflsvélum Ljóst sé að keyra þurfi varaafl í Vík og Mýrdal í nokkurn tíma. Von sé á öflugum varaaflsvélum til Víkur í kringum klukkan 15, sem sé seinna en áður hafði verið gefið út. Varaflsvél frá RARIK sé einnig á leiðinni frá Stöðvarfirði. Minni varaaflsvél RARIK sem staðsett er í Vík sé í gangi og svo vel hafi viljað til að færanleg varaaflsvél RARIK hafi þegar verið í bænum og hafi verið gangsett. Varatenging frá Klaustri hafi einnig verið virkjuð og hún hafi náð að halda rafmagni inni á hluta bæjarins. Fleiri viðskiptavinir séu nú með rafmagn en voru í morgun en enn sé hluti Víkur og Mýrdalur án rafmagns. Íris Guðnadóttir, einn landeigenda í Reynisfjöru, segir í tilkynningu til fréttastofu að rafmagnslaust hafi verið í Reynishverfi og Mýrdal síðan í nótt. „Það veldur því að símasendar eru dottnir út því varaafl á þeim er bara einhverjar klukkustundir,“ segir Íris. „Það er því símasambandslaust t.d. á Dyrhólaey og í Reynisfjöru, hvorki íbúar né gestir geta t.d. hring í 112. Bara í Reynisfjöru koma 2.000 manns á dag.“ Þetta gerist reglulega.
Mýrdalshreppur Orkumál Veður Tengdar fréttir Tvö þúsund ferðamenn án sambands: „Við erum mjög stressaðir yfir þessu“ Rafmagnsleysi í Mýrdal olli því að símasambandslaust var á stóru svæði í Mýrdal, þar á meðal í Reynisfjöru og Reynishverfi, fram eftir degi. Landeigandi á svæðinu segir óboðlegt að símasamband detti út á svæðinu svo lengi, sér í lagi í ljósi þess fjölda ferðamanna sem sækir Reynisfjöru. 2. september 2024 15:36 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Tvö þúsund ferðamenn án sambands: „Við erum mjög stressaðir yfir þessu“ Rafmagnsleysi í Mýrdal olli því að símasambandslaust var á stóru svæði í Mýrdal, þar á meðal í Reynisfjöru og Reynishverfi, fram eftir degi. Landeigandi á svæðinu segir óboðlegt að símasamband detti út á svæðinu svo lengi, sér í lagi í ljósi þess fjölda ferðamanna sem sækir Reynisfjöru. 2. september 2024 15:36