Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Kjartan Kjartansson skrifar 9. desember 2024 14:50 Stjórnlagadómstóll ógilti fyrri umferð forsetakosninga sem Calin Georgescu, óháður hægriöfgasinnaður frambjóðandi, vann í síðustu viku. AP/Vadim Ghirda Rúmenska lögreglan stöðvaði för um tuttugu manna til Búkarest um helgina, þar á meðal vopnaðan leiðtoga málaliðahóps. Talið er að hópurinn hafi ætlað að ógna stjórnmálamönnum og hleypa upp mótmælum eftir umdeildar forsetakosningar. Mikil spenna ríkir í Rúmeníu eftir að stjórnlagadómstóll ógilti fyrstu umferð forsetakosninganna þar vegna áhrifaherferðar Rússa. Calin Georgescu, öfgahægrimaður sem er hallur undir stjórnvöld í Kreml, hlaut flest atkvæði og stefndi í að hann etti kappi við Elenu Lasconi í seinni umferð kosninganna. Mennirnir sem voru stöðvaðir á leið til höfuðborgarinnar um helgina eru sagðir hafa átt bókaða gistingu nærri Háskólatorginu þar og að fyrir þeim hafi vakað að trufla mótmæli gegn Georgescu. Á meðal þeirra var Horatiu Potra, fyrrverandi leiðtogi málaliðasveitar sem hefur starfað í Afríku, að sögn blaðsins Politico. Potra þessi var stöðvaður í Mercedez Benz bifreið en í henni fannst byssa, hnífur, ýmis önnur vopn og reiðufé í fimm gjaldmiðlum. Þá fannst á meðlimum hópsins listi með nöfnum stjórnmála- og blaðamanna sem átti að ógna. Lögmaður Potra segir hann hafa verið handtekinn vegna vopnalagabrota og undirróðurs. Hafnaði hann því að hann ynni fyrir Georgescu. Frambjóðandinn sjálfur sagðist kannast við Potra en fullyrti að þeir hefðu aldrei hist. Hann hefði sannarlega ekki boðað hann til Búkarestar til þess að hleypa upp mótmælum gegn sér. Rúmenía Rússland Tengdar fréttir Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það. 6. desember 2024 14:52 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Sjá meira
Mikil spenna ríkir í Rúmeníu eftir að stjórnlagadómstóll ógilti fyrstu umferð forsetakosninganna þar vegna áhrifaherferðar Rússa. Calin Georgescu, öfgahægrimaður sem er hallur undir stjórnvöld í Kreml, hlaut flest atkvæði og stefndi í að hann etti kappi við Elenu Lasconi í seinni umferð kosninganna. Mennirnir sem voru stöðvaðir á leið til höfuðborgarinnar um helgina eru sagðir hafa átt bókaða gistingu nærri Háskólatorginu þar og að fyrir þeim hafi vakað að trufla mótmæli gegn Georgescu. Á meðal þeirra var Horatiu Potra, fyrrverandi leiðtogi málaliðasveitar sem hefur starfað í Afríku, að sögn blaðsins Politico. Potra þessi var stöðvaður í Mercedez Benz bifreið en í henni fannst byssa, hnífur, ýmis önnur vopn og reiðufé í fimm gjaldmiðlum. Þá fannst á meðlimum hópsins listi með nöfnum stjórnmála- og blaðamanna sem átti að ógna. Lögmaður Potra segir hann hafa verið handtekinn vegna vopnalagabrota og undirróðurs. Hafnaði hann því að hann ynni fyrir Georgescu. Frambjóðandinn sjálfur sagðist kannast við Potra en fullyrti að þeir hefðu aldrei hist. Hann hefði sannarlega ekki boðað hann til Búkarestar til þess að hleypa upp mótmælum gegn sér.
Rúmenía Rússland Tengdar fréttir Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það. 6. desember 2024 14:52 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Sjá meira
Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það. 6. desember 2024 14:52