Ögurstund í Þorlákshöfn í kvöld Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. desember 2024 16:53 Elliði Vignisson er bæjarstjóri í Ölfusi. Vísir/Egill Íbúakosningu í Ölfusi um hvort Heidelberg fái að byggja mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn lauk formlega klukkan fjögur síðdegis. Íbúakosning hófst þann 25. nóvember en íbúum gafst þá einnig kostur á að greiða atkvæði um málið samhliða kosningum til Alþingis 30. nóvember. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir að kjörsókn hafi verið mjög góð í íbúakosningunni, einhvers staðar á bilinu 65-70%. „Sem þykir mjög góð kjörsókn í íbúakosningum og það skiptir okkur mjög miklu. Núna hefur kjörnefnd komið saman og lokið kosningum formlega og eru bara að hefjast handa við að telja, fyrir opnum dyrum.“ Og hvenær getið þið vænst þess að fá niðurstöðu í málið? „Ég hugsa að ef ekkert óvænt kemur upp á þá gæti það verið einhvern tímann á milli sjö og átta. Það verður allavega fyrir klukkan níu í kvöld sem við ættum að geta upplýst um niðurstöðu kosninga,“ segir Elliði en á heimasíðu Ölfuss verður íbúum tilkynnt um niðurstöðuna. „Og mikið hlakka ég til af því að þá veit ég hver minn vilji verður. Hann verður sá hinn sami og íbúa,“ segir Elliði. Hefurðu einhverja tilfinningu hvernig þetta fer? „Nei, í raun og veru hef ég ekki neina sterka tilfinningu fyrir því. Mestu skiptir fyrir mig er að kosningarnar fóru vel fram og voru vel sóttar af íbúum. Þeir hafa látið að sér kveða í þessari framkvæmd með því að mæta á kjörstað og umræðan hefur verið, hér heima fyrir, mjög hófstillt og íbúar sýnt mikinn þroska í allri framkomu og það var það sem skipti mann meiru heldur en akkúrat hver niðurstaðan verður, því eins og ég segi að ég sem bæjarstjóri mun alltaf gera vilja bæjarbúa að mínum vilja.“ Elliði segir að mál sem þessi henti vel til íbúakosningu. „Ég held þetta sé mjög góð leið og einmitt í svona stórum málum sem ekki eru á neinn máta pólitísk, þetta er stórt hagsmunamál fyrir sveitarfélagið, þetta eru annars vegar umhverfisáhrif og auðvitað verður fólk vart við, ef af þessu verður, framkvæmdina og starfsemina á sama tíma eru þetta mörg störf og mörg tækifæri sem þessu fylgja og það er langbest að íbúar hafi beina og milliliðalausa aðkomu að ákvörðunum sem þessum og okkur finnst mjög vel hafa tekist til hvað þetta varðar og erum mjög stolt af íbúum. “ Deilur um iðnað í Ölfusi Ölfus Tengdar fréttir Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Jón Hjörleifur Stefánsson aðventisti segir hóp aðventista hafa kært leynisamning sem stjórnin gerði við Eden Mining, millilið sem hefur gert samning um efnissölu til Heidelberg. Þetta hljóti að setja yfirstandandi íbúakosningu um hvort Heidelberg fái að reisa verksmiðju í Þorlákshöfn í uppnám. 25. nóvember 2024 16:25 Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í Þorlákshöfn hefur ritað grein þar sem hún finnur fyrirhugaðri mölunarverksmiðju Heidelberg í nágrenni landeldisstöðva í Ölfusi flest til foráttu. 21. nóvember 2024 15:20 Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Mikill hasar er nú í sveitarfélaginu Ölfusi en þar er nú yfirstandandi íbúakosning þar sem kosið er um það hvort Heidelberg Materials fái starfsleyfi í Þorlákshöfn fyrir mölunarverksmiðju sína. Meðal annars hefur verið dreift nafnlausum bæklingum þar sem verkefninu er fundið flest til foráttu. 27. nóvember 2024 11:35 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir að kjörsókn hafi verið mjög góð í íbúakosningunni, einhvers staðar á bilinu 65-70%. „Sem þykir mjög góð kjörsókn í íbúakosningum og það skiptir okkur mjög miklu. Núna hefur kjörnefnd komið saman og lokið kosningum formlega og eru bara að hefjast handa við að telja, fyrir opnum dyrum.“ Og hvenær getið þið vænst þess að fá niðurstöðu í málið? „Ég hugsa að ef ekkert óvænt kemur upp á þá gæti það verið einhvern tímann á milli sjö og átta. Það verður allavega fyrir klukkan níu í kvöld sem við ættum að geta upplýst um niðurstöðu kosninga,“ segir Elliði en á heimasíðu Ölfuss verður íbúum tilkynnt um niðurstöðuna. „Og mikið hlakka ég til af því að þá veit ég hver minn vilji verður. Hann verður sá hinn sami og íbúa,“ segir Elliði. Hefurðu einhverja tilfinningu hvernig þetta fer? „Nei, í raun og veru hef ég ekki neina sterka tilfinningu fyrir því. Mestu skiptir fyrir mig er að kosningarnar fóru vel fram og voru vel sóttar af íbúum. Þeir hafa látið að sér kveða í þessari framkvæmd með því að mæta á kjörstað og umræðan hefur verið, hér heima fyrir, mjög hófstillt og íbúar sýnt mikinn þroska í allri framkomu og það var það sem skipti mann meiru heldur en akkúrat hver niðurstaðan verður, því eins og ég segi að ég sem bæjarstjóri mun alltaf gera vilja bæjarbúa að mínum vilja.“ Elliði segir að mál sem þessi henti vel til íbúakosningu. „Ég held þetta sé mjög góð leið og einmitt í svona stórum málum sem ekki eru á neinn máta pólitísk, þetta er stórt hagsmunamál fyrir sveitarfélagið, þetta eru annars vegar umhverfisáhrif og auðvitað verður fólk vart við, ef af þessu verður, framkvæmdina og starfsemina á sama tíma eru þetta mörg störf og mörg tækifæri sem þessu fylgja og það er langbest að íbúar hafi beina og milliliðalausa aðkomu að ákvörðunum sem þessum og okkur finnst mjög vel hafa tekist til hvað þetta varðar og erum mjög stolt af íbúum. “
Deilur um iðnað í Ölfusi Ölfus Tengdar fréttir Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Jón Hjörleifur Stefánsson aðventisti segir hóp aðventista hafa kært leynisamning sem stjórnin gerði við Eden Mining, millilið sem hefur gert samning um efnissölu til Heidelberg. Þetta hljóti að setja yfirstandandi íbúakosningu um hvort Heidelberg fái að reisa verksmiðju í Þorlákshöfn í uppnám. 25. nóvember 2024 16:25 Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í Þorlákshöfn hefur ritað grein þar sem hún finnur fyrirhugaðri mölunarverksmiðju Heidelberg í nágrenni landeldisstöðva í Ölfusi flest til foráttu. 21. nóvember 2024 15:20 Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Mikill hasar er nú í sveitarfélaginu Ölfusi en þar er nú yfirstandandi íbúakosning þar sem kosið er um það hvort Heidelberg Materials fái starfsleyfi í Þorlákshöfn fyrir mölunarverksmiðju sína. Meðal annars hefur verið dreift nafnlausum bæklingum þar sem verkefninu er fundið flest til foráttu. 27. nóvember 2024 11:35 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Sjá meira
Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Jón Hjörleifur Stefánsson aðventisti segir hóp aðventista hafa kært leynisamning sem stjórnin gerði við Eden Mining, millilið sem hefur gert samning um efnissölu til Heidelberg. Þetta hljóti að setja yfirstandandi íbúakosningu um hvort Heidelberg fái að reisa verksmiðju í Þorlákshöfn í uppnám. 25. nóvember 2024 16:25
Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í Þorlákshöfn hefur ritað grein þar sem hún finnur fyrirhugaðri mölunarverksmiðju Heidelberg í nágrenni landeldisstöðva í Ölfusi flest til foráttu. 21. nóvember 2024 15:20
Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Mikill hasar er nú í sveitarfélaginu Ölfusi en þar er nú yfirstandandi íbúakosning þar sem kosið er um það hvort Heidelberg Materials fái starfsleyfi í Þorlákshöfn fyrir mölunarverksmiðju sína. Meðal annars hefur verið dreift nafnlausum bæklingum þar sem verkefninu er fundið flest til foráttu. 27. nóvember 2024 11:35