Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. desember 2024 21:11 Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að innlendir búvöruframleiðendur bjóði hátt í tollkvóta með landbúnaðarvörur til að hindra samkeppni við sjálfan sig. Vísir Innlendir framleiðendur stunda samkeppnishindranir með landbúnaðarvörur að mati Félags atvinnurekenda. Framleiðendur bjóði hæst í tollkvóta á búvörum til að halda uppi verði á eigin vörum. Dótturfélög sjái oftast um viðskiptin. Framkvæmdastjóri segir brýnt að stjórnvöld skerist í leikinn Matvælaráðuneytið tilkynnti í gær um úthlutun á tollfrjálsum landbúnaðarvörum en slík úthlutun fer fram nokkrum sinnum yfir árið. Í nær öllum tilvikum var umfram eftirspurn og því úthlutað með útboði. Tollkvótar eru s.s. heimildir til að flytja inn takmarkað magn af búvörum án tolla. Innlendir landbúnaðarframleiðendur fengu nú ríflega níutíu prósent af tollfrjálsu svínakjöti frá ESB sem er aðeins meira en síðustu ár. Innlendir framleiðendur fá nú ríflega 90 prósent af tollfrjálsu svínakjöti samkvæmt síðasta útboði samkvæmt samantekt Félags atvinnurekenda.Vísir/grafík Hlutdeild þeirra í nautakjöti er tæpur þriðjungur. Fjórir innlendir framleiðendur fengu samtals fjörutíu prósent af öllu tollfrjálsu kjöti í síðasta útboði. Fyrirtæki bjóða í tollkvótana og tilhneiging hefur verið að verðið á þeim leiti upp á við. Gjald vegna tollfrjálsu varanna hefur haft tilhneigingu til að leita upp á við samkvæmt samantekt Félags atvinnurekenda.Vísir/grafík Enginn ávinningur Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur að innlendir framleiðendur séu með þessu að stunda samkeppnishindranir. „Tollkvótar voru upphaflega ætlaðir til að lækka verð og efla samkeppni. Það hvernig þeim er úthlutað eða með uppboði þýðir að innlendum framleiðendum er í lófa lagið að bjóða hátt í kvótana til að ýta upp verðinu á innflutningnum. Þar með hindra þeir samkeppni við sjálfan sig. Það finnst okkur ekki í lagi. Þá fá neytendur engan ávinning af tollfrelsinu sem var meiningin í upphafi. Það er þróun sem stjórnmálamenn geta ekki látið viðgangast,“ segir Ólafur. Hann segir hægt að koma í veg fyrir þessa þróun með því að hafa ókeypis úthlutun á tollfrjálsum vörum. „Þar með væri þetta vandamál úr sögunni að innlendir framleiðendur spili á kerfið til að hindra samkeppni við sjálfan sig,“ segir hann. Tengd félög kaupi kvóta Ólafur segir að innlendur framleiðendurnir, fyrir utan Sláturfélag Suðurlands, bjóði í tollfrjálsu vörurnar gegnum tengd félög. „Afurðastöðvarnar virðast vera eitthvað feimnar við eigin innflutning. Ali og Matfugl gera það í gegnum systurfélag. Sama gerir Stjörnugrís. Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðing samþykkti í fyrra að félagið og dótturfélag þess hætti að flytja inn búvörur. Esja Gæðafæði dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga hætti þá að bjóða í tollkvóta. Í staðinn dúkkaði upp félagið Háihólmi sem er að bæta drjúgan við sig í tollkvóta. Eigandi þess er innkaupastjóri Esju,“ segir Ólafur. Samkvæmt samantekt Félags atvinnurekenda fengu innlendir framleiðendur tæplega 40 prósent af öllu tollfrjálsu kjöti í síðasta útboði. Flestir í gegnum tengd félög.Vísir/grafík Fréttastofa hafði samband við Esju sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga í dag til að spyrjast fyrir um hvort eigandi Háahólma væri starfandi þar og fékk það staðfest. Aðspurður um hvort hann hafi skýringar á þessari tilhneigingu hjá flestum innlendum framleiðendum svarar Ólafur: „Þú verður bara að tala við stjórnendur þessara fyrirtækja. Þú verður bara að hringja í kaupfélagsstjórann á Sauðárkróki og heyra hvað hann hefur að segja um málið.“ Samkeppnismál Verslun Landbúnaður Verðlag Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Sjá meira
Matvælaráðuneytið tilkynnti í gær um úthlutun á tollfrjálsum landbúnaðarvörum en slík úthlutun fer fram nokkrum sinnum yfir árið. Í nær öllum tilvikum var umfram eftirspurn og því úthlutað með útboði. Tollkvótar eru s.s. heimildir til að flytja inn takmarkað magn af búvörum án tolla. Innlendir landbúnaðarframleiðendur fengu nú ríflega níutíu prósent af tollfrjálsu svínakjöti frá ESB sem er aðeins meira en síðustu ár. Innlendir framleiðendur fá nú ríflega 90 prósent af tollfrjálsu svínakjöti samkvæmt síðasta útboði samkvæmt samantekt Félags atvinnurekenda.Vísir/grafík Hlutdeild þeirra í nautakjöti er tæpur þriðjungur. Fjórir innlendir framleiðendur fengu samtals fjörutíu prósent af öllu tollfrjálsu kjöti í síðasta útboði. Fyrirtæki bjóða í tollkvótana og tilhneiging hefur verið að verðið á þeim leiti upp á við. Gjald vegna tollfrjálsu varanna hefur haft tilhneigingu til að leita upp á við samkvæmt samantekt Félags atvinnurekenda.Vísir/grafík Enginn ávinningur Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur að innlendir framleiðendur séu með þessu að stunda samkeppnishindranir. „Tollkvótar voru upphaflega ætlaðir til að lækka verð og efla samkeppni. Það hvernig þeim er úthlutað eða með uppboði þýðir að innlendum framleiðendum er í lófa lagið að bjóða hátt í kvótana til að ýta upp verðinu á innflutningnum. Þar með hindra þeir samkeppni við sjálfan sig. Það finnst okkur ekki í lagi. Þá fá neytendur engan ávinning af tollfrelsinu sem var meiningin í upphafi. Það er þróun sem stjórnmálamenn geta ekki látið viðgangast,“ segir Ólafur. Hann segir hægt að koma í veg fyrir þessa þróun með því að hafa ókeypis úthlutun á tollfrjálsum vörum. „Þar með væri þetta vandamál úr sögunni að innlendir framleiðendur spili á kerfið til að hindra samkeppni við sjálfan sig,“ segir hann. Tengd félög kaupi kvóta Ólafur segir að innlendur framleiðendurnir, fyrir utan Sláturfélag Suðurlands, bjóði í tollfrjálsu vörurnar gegnum tengd félög. „Afurðastöðvarnar virðast vera eitthvað feimnar við eigin innflutning. Ali og Matfugl gera það í gegnum systurfélag. Sama gerir Stjörnugrís. Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðing samþykkti í fyrra að félagið og dótturfélag þess hætti að flytja inn búvörur. Esja Gæðafæði dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga hætti þá að bjóða í tollkvóta. Í staðinn dúkkaði upp félagið Háihólmi sem er að bæta drjúgan við sig í tollkvóta. Eigandi þess er innkaupastjóri Esju,“ segir Ólafur. Samkvæmt samantekt Félags atvinnurekenda fengu innlendir framleiðendur tæplega 40 prósent af öllu tollfrjálsu kjöti í síðasta útboði. Flestir í gegnum tengd félög.Vísir/grafík Fréttastofa hafði samband við Esju sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga í dag til að spyrjast fyrir um hvort eigandi Háahólma væri starfandi þar og fékk það staðfest. Aðspurður um hvort hann hafi skýringar á þessari tilhneigingu hjá flestum innlendum framleiðendum svarar Ólafur: „Þú verður bara að tala við stjórnendur þessara fyrirtækja. Þú verður bara að hringja í kaupfélagsstjórann á Sauðárkróki og heyra hvað hann hefur að segja um málið.“
Samkeppnismál Verslun Landbúnaður Verðlag Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Sjá meira