Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sindri Sverrisson skrifar 11. desember 2024 08:30 Nora Mörk hefur gengið í gegnum ýmislegt á ferlinum en verið afar sigursæl með norska landsliðinu, sem einn af lykilmönnum Þóris Hergeirssonar. Getty Nora Mörk segist skilja gagnrýni Þóris Hergeirssonar á það að þessi stjarna norska handboltalandsliðsins skuli starfa sem sérfræðingur í sjónvarpi á EM í ár. Hún hrósar Þóri í hástert og segir að kveðjustundin á sunnudag verði erfið. Mörk hefur um árabil verið lykilmaður í hinu sigursæla liði Noregs, undir stjórn Þóris, en er ekki með á EM því hún er ólétt. Þórir hefur sagt að það fari að sínu mati ekki saman að vera enn hluti af landsliðinu, jafnvel þó að hún sé í fæðingarorlofi, og að vera álitsgjafi í sjónvarpi. Mörk segist virða þessa skoðun læriföður síns til margra ára, og er greinilega mjög annt um Þóri. „Sýnt samúð og skilning á mínum erfiðustu augnablikum“ „Við höfum rætt það oft að hann hefur með árunum orðið sífellt manneskjulegri,“ sagði Mörk á EM, samkvæmt frétt Nettavisen í dag. „Hann gat virkað á mann sem mjög ógnvekjandi þegar maður kom 19 ára inn í liðið, en hann hefur sýnt samúð og skilning á mínum erfiðustu augnablikum, sem ég met mikils,“ sagði Mörk. Þórir hefur sjálfur viðurkennt að með árunum hafi hann orðið meðvitaðri um að hann mætti brosa aðeins meira, og að hann viti alveg af því að hann hafi verið stimplaður sem hundfúll og reiður af fólki sem þekki hann ekki. Norsku stelpurnar sem hafa spilað fyrir hann tala hins vegar allar vel um hann. Nýjasta dæmið um það hvernig Þórir hefur, þrátt fyrir að vera kröfuharður þjálfari, sýnt leikmönnum sínum skilning og velvilja er þegar hann leyfði markverðinum Katrine Lunde að fara af EM til að fljúga með dóttur sína frá Noregi til barnsföður síns í Serbíu. „Hann hefur verndað liðið og hann hefur verndað mig. Ég ber gríðarlega virðingu fyrir honum og það verður ótrúlega sorglegt þegar hann hættir,“ sagði Mörk en Þórir tilkynnti í september að hann myndi láta af störfum eftir EM, sem lýkur á sunnudaginn. Noregur mætir Ungverjalandi í undanúrslitum á föstudaginn en spilar fyrst við Sviss í kvöld í lokaleik sínum í milliriðlakeppninni. Norska liðið spilar svo um verðlaun, annað hvort gull eða brons, á sunnudaginn. EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
Mörk hefur um árabil verið lykilmaður í hinu sigursæla liði Noregs, undir stjórn Þóris, en er ekki með á EM því hún er ólétt. Þórir hefur sagt að það fari að sínu mati ekki saman að vera enn hluti af landsliðinu, jafnvel þó að hún sé í fæðingarorlofi, og að vera álitsgjafi í sjónvarpi. Mörk segist virða þessa skoðun læriföður síns til margra ára, og er greinilega mjög annt um Þóri. „Sýnt samúð og skilning á mínum erfiðustu augnablikum“ „Við höfum rætt það oft að hann hefur með árunum orðið sífellt manneskjulegri,“ sagði Mörk á EM, samkvæmt frétt Nettavisen í dag. „Hann gat virkað á mann sem mjög ógnvekjandi þegar maður kom 19 ára inn í liðið, en hann hefur sýnt samúð og skilning á mínum erfiðustu augnablikum, sem ég met mikils,“ sagði Mörk. Þórir hefur sjálfur viðurkennt að með árunum hafi hann orðið meðvitaðri um að hann mætti brosa aðeins meira, og að hann viti alveg af því að hann hafi verið stimplaður sem hundfúll og reiður af fólki sem þekki hann ekki. Norsku stelpurnar sem hafa spilað fyrir hann tala hins vegar allar vel um hann. Nýjasta dæmið um það hvernig Þórir hefur, þrátt fyrir að vera kröfuharður þjálfari, sýnt leikmönnum sínum skilning og velvilja er þegar hann leyfði markverðinum Katrine Lunde að fara af EM til að fljúga með dóttur sína frá Noregi til barnsföður síns í Serbíu. „Hann hefur verndað liðið og hann hefur verndað mig. Ég ber gríðarlega virðingu fyrir honum og það verður ótrúlega sorglegt þegar hann hættir,“ sagði Mörk en Þórir tilkynnti í september að hann myndi láta af störfum eftir EM, sem lýkur á sunnudaginn. Noregur mætir Ungverjalandi í undanúrslitum á föstudaginn en spilar fyrst við Sviss í kvöld í lokaleik sínum í milliriðlakeppninni. Norska liðið spilar svo um verðlaun, annað hvort gull eða brons, á sunnudaginn.
EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira