Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lovísa Arnardóttir skrifar 11. desember 2024 09:16 Helga Vollertsen og Sigurlaug Dagsdóttir, þjóðháttasérfræðingar hjá Þjóðminjasafninu, safna upplýsingum um ýmsar jólahefðir Íslendinga. Bylgjan Helga Vollertsen og Sigurlaug Dagsdóttir, þjóðháttasérfræðingar hjá Þjóðminjasafninu, vinna nú að heimildasöfnun hjá Þjóðminjasafni Íslands um jólahefðir Íslendinga. Markmið söfnunarinnar er að varna því að jólasiðir samtímans falli í gleymskunnar dá og að hægt sé að varðveita upplýsingar um þá fyrir komandi kynslóðir. Spurningaskrárnar eru alls níu og eru allar aðgengilegar á vef safnsins. Spurt er til dæmis um undirbúning, jólamat, jólagjafir og þætti, bíómyndir, tónlist og dýrahald. Sigurlaug segir að þannig geti fólk svarað einum í einu og tekið sér tíma þegar það getur í þetta. Helga og Sigurlaug fóru yfir spurningalistana og hefðirnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Helga segir þetta hluta af þjóðháttasöfnun safnsins. „Þetta hefur verið gert síðan 1960. Fyrst vorum við að safna upplýsingum um gamla sveitasamfélagið sem var að hverfa. Sláturtíð, heyannir og lífið í torfbæjunum en undanfarin ár höfum við verið að safna upplýsingum um Covid, Eurovision-hefðir, þjóðtrú sjómanna og upplýsingar um lífið á vellinum.“ Hún segir þau svo hafa áttað sig á því að engum upplýsingum um jólahefðir Íslendinga hefur verið safnað frá því að Árni Björnsson safnaði fyrir Sögu jólanna sem kom út árið 2006 sem fjallar um jólahefðir fyrr og síðar á Íslandi og víðar um heim. „Jólin eru svolítið öðruvísi hjá okkur núna. Ég er ekki með spýtutré í torfbænum sem ég kveiki kertin á á aðfangadagskvöld, ég viðurkenni það,“ segir Helga. Vilja heyra um hefðir og ekki hefðir Hún segir þær því gjarnan vilja heyra um hefðir Íslendinga eða jafnvel ef það eru ekki hefðir. Það geti verið um matinn eða jólatréð eða hvað sem er. „Margir eiga sér persónulegar hefðir eða sem eru bundnar við fjölskylduna. Það þarf ekki að vera stórvægilegt. Það getur verið bara að baka piparkökur öll saman, einn dag í aðventunni,“ segir Sigurlaug eða að fara í göngutúr að skoða jólaljós. Það sé eitthvað sem gefi þessum tíma gildi eða merkingu. Stekkjastaur er nú á leið til byggða þannig það er gott að muna eftir því að setja skóinn í gluggann í nótt.Vísir/Vilhelm „Það er einmitt svona sem við erum að leita eftir, við spyrjum um hefðir sem eru sjálfssprottnar.“ Þær segja meira og minna flestar hefðir Íslendinga teknar upp frá öðrum nema hefðin um jólasveinana. Sögur af Grýlu hafi samt sem áður breyst í gegnum tíðina og hún hafi á einhvern hátt orðið ljúfari. Helga segir hana samt alltaf koma á safnið árlega og hóta að taka einhverja pabba eða óþekk börn. Fyrsti jólasveinninn komi á safnið á morgun því Stekkjastaur kemur til byggða í kvöld. Þeir verði svo á safninu daglega fram að jólum. Það er hefð hjá mörgum að fara í miðbæinn til að skoða jólaköttinn. Svo er það líka hefð að gefa ný föt um jól svo jólakötturinn nái manni ekki.Vísir/Vilhelm Sigurlaug segir gjafir til barna á þessum tíma ekki séríslenska hefð en þessi hefð að þrettán jólasveinar gefi börnum sé séríslensk. Það þekkist þó annars staðar að börn fái glaðning eða gjafir á aðventu eða í aðdraganda jóla. Þær segja sem dæmi alltaf umræðu koma upp í foreldrahópum um það hversu strangir jólasveinarnir eigi að vera og hvort þeir eigi að vera að gefa kartöflur. Það sé dæmi um það hvernig samfélagið hafi breyst. „Við erum dugleg að taka upp hefðir alls staðar að og ég held að sem betur fer komi líka nýjar hefðir hingað til lands með fólki sem vill setjast hér að. Það eru oft eftirsóknarverðar og skemmtilegar hefðir,“ segir Sigurlaug. Jólaálfurinn heilli marga Við séum næm fyrir þeim og fljót að átta okkur á því hvort hún höfði til okkar eða ekki. Hefðir eins og möndlugjöf er til dæmis skandinavísk, en alíslenskt að gefa kartöflu í skóinn. Í Bandaríkjunum fá börnin sem ekki eru þæg kol. Helga segir þær einnig spyrja um nýja jólavætti. Meðal þeirra sé hilluálfurinn sem komi frá Bandaríkjunum. Helga segir IKEA-geitina annan jólavætt sem margir hafi mikla skoðun á. Ikea-geitin er einn jólavættanna sem er orðinn hluti af jólahefðinni á Íslandi.Vísir/Vilhelm „Við ráðum ekki svo auðveldlega við þessa jólavætti. Þegar þeir eru komnir þá sér maður að foreldrar eru að bakstra og brasa við að eiga við þennan jólaálf,“ segir Sigurlaug. Honum fylgi miklir töfrar og það geti útskýrt hversu greitt aðgengi hann á að hjarta Íslendinga hversu hrekkjóttur hann er og hversu slæma hluti hann gerir. „Kannski eru íslenskir jólasveinar orðnir of stilltir.“ Sigurlaug segir að í rannsókninni sé einnig spurt um samsettar fjölskyldur. Það geti verið heljarinnar mál og þær séu að reyna að ná utan um það hvernig fólk gerir þetta. „Við viljum flest að öllum líði vel á jólunum og allir geti verið saman sáttir og glaðir en þetta getur verið flókið mál.“ Bókalesturinn jólahefð Hver sé stærsta jólahefð Íslendinga segja þær erfitt að svara en segja jólasveina, jólatré og jólagjafir koma fyrst upp í hugann, og nefna auk þess bókalestur á jólum. „En svo held ég að við eigum einhverjar heilagar hefðir sem eru heilagar fjölskyldum okkur sem við höldum mjög fast í og yrðum ansi leið ef við þyrftum að hnika við þeim.“ Hægt er að svara spurningakönnununum hér á vef Þjóðminjasafnsins. Jól Bítið Menning Söfn Tengdar fréttir Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Mörgum finnst hátíðirnar eiga að vera tími sem einkennist af afslöppun, samveru, nánd og gleði. Raunveruleikinn er hins vegar sá að fyrir mörg er þetta tími sem einkennist af streitu, fjárhagsáhyggjum, skylduboðum og þreytu. Ef það er raunin er ekki skrítið að nánd og kynlíf endi aftast í forgangsröðinni í desember. 10. desember 2024 20:00 Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Birna Rún Eiríksdóttir, leikkona og skemmtikraftur, er mikið jólabarn og segist elska allt sem viðkemur jólunum. Hún ólst upp við að skreyta jólatréð á Þorláksmessu en var fljót að breyta þeirri hefð þegar hún fór sjálf að búa og skreytir allt hátt og lágt fyrstu vikuna í desember. Birna Rún er viðmælandi í Jólamola dagsins. 8. desember 2024 07:01 Komst í jólaskapið í september Textíllistakonan og dansarinn Margrét Katrín Guttormsdóttir ber marga listræna hatta. Hún fékk það jólalega og skemmtilega verkefni að hanna jólaskrautið fyrir jólatréð hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Heiðmörk og segir óumflýjanlegt að komast í jólaskap við slíka vinnu. Hvað eru mörg jóla í því? 4. desember 2024 07:02 Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Spurningaskrárnar eru alls níu og eru allar aðgengilegar á vef safnsins. Spurt er til dæmis um undirbúning, jólamat, jólagjafir og þætti, bíómyndir, tónlist og dýrahald. Sigurlaug segir að þannig geti fólk svarað einum í einu og tekið sér tíma þegar það getur í þetta. Helga og Sigurlaug fóru yfir spurningalistana og hefðirnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Helga segir þetta hluta af þjóðháttasöfnun safnsins. „Þetta hefur verið gert síðan 1960. Fyrst vorum við að safna upplýsingum um gamla sveitasamfélagið sem var að hverfa. Sláturtíð, heyannir og lífið í torfbæjunum en undanfarin ár höfum við verið að safna upplýsingum um Covid, Eurovision-hefðir, þjóðtrú sjómanna og upplýsingar um lífið á vellinum.“ Hún segir þau svo hafa áttað sig á því að engum upplýsingum um jólahefðir Íslendinga hefur verið safnað frá því að Árni Björnsson safnaði fyrir Sögu jólanna sem kom út árið 2006 sem fjallar um jólahefðir fyrr og síðar á Íslandi og víðar um heim. „Jólin eru svolítið öðruvísi hjá okkur núna. Ég er ekki með spýtutré í torfbænum sem ég kveiki kertin á á aðfangadagskvöld, ég viðurkenni það,“ segir Helga. Vilja heyra um hefðir og ekki hefðir Hún segir þær því gjarnan vilja heyra um hefðir Íslendinga eða jafnvel ef það eru ekki hefðir. Það geti verið um matinn eða jólatréð eða hvað sem er. „Margir eiga sér persónulegar hefðir eða sem eru bundnar við fjölskylduna. Það þarf ekki að vera stórvægilegt. Það getur verið bara að baka piparkökur öll saman, einn dag í aðventunni,“ segir Sigurlaug eða að fara í göngutúr að skoða jólaljós. Það sé eitthvað sem gefi þessum tíma gildi eða merkingu. Stekkjastaur er nú á leið til byggða þannig það er gott að muna eftir því að setja skóinn í gluggann í nótt.Vísir/Vilhelm „Það er einmitt svona sem við erum að leita eftir, við spyrjum um hefðir sem eru sjálfssprottnar.“ Þær segja meira og minna flestar hefðir Íslendinga teknar upp frá öðrum nema hefðin um jólasveinana. Sögur af Grýlu hafi samt sem áður breyst í gegnum tíðina og hún hafi á einhvern hátt orðið ljúfari. Helga segir hana samt alltaf koma á safnið árlega og hóta að taka einhverja pabba eða óþekk börn. Fyrsti jólasveinninn komi á safnið á morgun því Stekkjastaur kemur til byggða í kvöld. Þeir verði svo á safninu daglega fram að jólum. Það er hefð hjá mörgum að fara í miðbæinn til að skoða jólaköttinn. Svo er það líka hefð að gefa ný föt um jól svo jólakötturinn nái manni ekki.Vísir/Vilhelm Sigurlaug segir gjafir til barna á þessum tíma ekki séríslenska hefð en þessi hefð að þrettán jólasveinar gefi börnum sé séríslensk. Það þekkist þó annars staðar að börn fái glaðning eða gjafir á aðventu eða í aðdraganda jóla. Þær segja sem dæmi alltaf umræðu koma upp í foreldrahópum um það hversu strangir jólasveinarnir eigi að vera og hvort þeir eigi að vera að gefa kartöflur. Það sé dæmi um það hvernig samfélagið hafi breyst. „Við erum dugleg að taka upp hefðir alls staðar að og ég held að sem betur fer komi líka nýjar hefðir hingað til lands með fólki sem vill setjast hér að. Það eru oft eftirsóknarverðar og skemmtilegar hefðir,“ segir Sigurlaug. Jólaálfurinn heilli marga Við séum næm fyrir þeim og fljót að átta okkur á því hvort hún höfði til okkar eða ekki. Hefðir eins og möndlugjöf er til dæmis skandinavísk, en alíslenskt að gefa kartöflu í skóinn. Í Bandaríkjunum fá börnin sem ekki eru þæg kol. Helga segir þær einnig spyrja um nýja jólavætti. Meðal þeirra sé hilluálfurinn sem komi frá Bandaríkjunum. Helga segir IKEA-geitina annan jólavætt sem margir hafi mikla skoðun á. Ikea-geitin er einn jólavættanna sem er orðinn hluti af jólahefðinni á Íslandi.Vísir/Vilhelm „Við ráðum ekki svo auðveldlega við þessa jólavætti. Þegar þeir eru komnir þá sér maður að foreldrar eru að bakstra og brasa við að eiga við þennan jólaálf,“ segir Sigurlaug. Honum fylgi miklir töfrar og það geti útskýrt hversu greitt aðgengi hann á að hjarta Íslendinga hversu hrekkjóttur hann er og hversu slæma hluti hann gerir. „Kannski eru íslenskir jólasveinar orðnir of stilltir.“ Sigurlaug segir að í rannsókninni sé einnig spurt um samsettar fjölskyldur. Það geti verið heljarinnar mál og þær séu að reyna að ná utan um það hvernig fólk gerir þetta. „Við viljum flest að öllum líði vel á jólunum og allir geti verið saman sáttir og glaðir en þetta getur verið flókið mál.“ Bókalesturinn jólahefð Hver sé stærsta jólahefð Íslendinga segja þær erfitt að svara en segja jólasveina, jólatré og jólagjafir koma fyrst upp í hugann, og nefna auk þess bókalestur á jólum. „En svo held ég að við eigum einhverjar heilagar hefðir sem eru heilagar fjölskyldum okkur sem við höldum mjög fast í og yrðum ansi leið ef við þyrftum að hnika við þeim.“ Hægt er að svara spurningakönnununum hér á vef Þjóðminjasafnsins.
Jól Bítið Menning Söfn Tengdar fréttir Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Mörgum finnst hátíðirnar eiga að vera tími sem einkennist af afslöppun, samveru, nánd og gleði. Raunveruleikinn er hins vegar sá að fyrir mörg er þetta tími sem einkennist af streitu, fjárhagsáhyggjum, skylduboðum og þreytu. Ef það er raunin er ekki skrítið að nánd og kynlíf endi aftast í forgangsröðinni í desember. 10. desember 2024 20:00 Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Birna Rún Eiríksdóttir, leikkona og skemmtikraftur, er mikið jólabarn og segist elska allt sem viðkemur jólunum. Hún ólst upp við að skreyta jólatréð á Þorláksmessu en var fljót að breyta þeirri hefð þegar hún fór sjálf að búa og skreytir allt hátt og lágt fyrstu vikuna í desember. Birna Rún er viðmælandi í Jólamola dagsins. 8. desember 2024 07:01 Komst í jólaskapið í september Textíllistakonan og dansarinn Margrét Katrín Guttormsdóttir ber marga listræna hatta. Hún fékk það jólalega og skemmtilega verkefni að hanna jólaskrautið fyrir jólatréð hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Heiðmörk og segir óumflýjanlegt að komast í jólaskap við slíka vinnu. Hvað eru mörg jóla í því? 4. desember 2024 07:02 Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Mörgum finnst hátíðirnar eiga að vera tími sem einkennist af afslöppun, samveru, nánd og gleði. Raunveruleikinn er hins vegar sá að fyrir mörg er þetta tími sem einkennist af streitu, fjárhagsáhyggjum, skylduboðum og þreytu. Ef það er raunin er ekki skrítið að nánd og kynlíf endi aftast í forgangsröðinni í desember. 10. desember 2024 20:00
Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Birna Rún Eiríksdóttir, leikkona og skemmtikraftur, er mikið jólabarn og segist elska allt sem viðkemur jólunum. Hún ólst upp við að skreyta jólatréð á Þorláksmessu en var fljót að breyta þeirri hefð þegar hún fór sjálf að búa og skreytir allt hátt og lágt fyrstu vikuna í desember. Birna Rún er viðmælandi í Jólamola dagsins. 8. desember 2024 07:01
Komst í jólaskapið í september Textíllistakonan og dansarinn Margrét Katrín Guttormsdóttir ber marga listræna hatta. Hún fékk það jólalega og skemmtilega verkefni að hanna jólaskrautið fyrir jólatréð hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Heiðmörk og segir óumflýjanlegt að komast í jólaskap við slíka vinnu. Hvað eru mörg jóla í því? 4. desember 2024 07:02