SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Lovísa Arnardóttir skrifar 11. desember 2024 14:14 Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri SVEIT. Aðsend SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa ákveðið að taka til endurskoðunar kjarasamninga þá sem í gildi eru við stéttarfélagið Virðingu. SVEIT vonast til þess að Efling láti af fyrirhuguðum aðgerðum á meðan endurskoðun stendur. Frá þessu er greint í tilkynningu frá SVEIT. Þessi ákvörðun er tekin eftir mikla gagnrýni og boðaðar aðgerðir stéttarfélagsins Eflingar gagnvart veitingastöðum undir hatti SVEIT samkvæmt tilkynningu. Þar segir jafnframt að boðaðar aðgerðir Eflingar gegn SVEIT séu fordæmalausar og að þær vegi að atvinnuöryggi tugi lítilla fyrirtækja. „SVEIT hafnar því alfarið að verið sé að brjóta á lögbundnum rétti starfsfólks með kjarasamningi við Virðingu, en hefur engu að síður ákveðið að endurskoða kjarasamninga með tilliti til þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið. Sú vinna er þegar hafin og er það von SVEIT að Efling láti af fyrirhuguðum aðgerðum meðan sú endurskoðun stendur yfir,“ segir í tilkynningunni. Fram kom í tilkynningu frá Eflingu fyrr í dag að fimmtungur meðlima SVEIT hefði sagt sig úr samtökunum eftir að Efling tilkynnti um aðgerðir gegn þeim. Formaður Eflingar sagði aðgerðirnar gríðarlega nauðsynlegar. Í tilkynningu frá SVEIT segir að þau séu stærstu atvinnurekendasamtök á veitingamarkaði, og að þau hafi unnið að því að styrkja stoðir veitingareksturs á landinu. Það hafi verið miklir erfiðleikar í greininni og það sjáist á þungum rekstri fjölda veitingastaða. Þá segir að SVEIT hafi gert kjarasamning við Virðingu eftir að Efling hafnaði kjaraviðræðum við SVEIT og að taka mið af eðli veitingareksturs. „Með þeim samningum, sem gerðir voru til samræmis við kjarasamninga veitingastaða á Norðurlöndunum, var starfsfólki veitingastaða tryggð hærri dagvinnulaun og bætt kjör, starfsfólki og rekstraraðilum til hagsbóta,“ segir í tilkynningu SVEIT. Þá segir að forsvarsfólki Eflingar hafi verið boðið til samtals um málið en að því boði hafi ekki verið svarað. Formaður Eflingar sagði í viðtali við hádegisfréttir Bylgjunnar í dag að enginn frá Virðingu hefði sett sig í samband við Eflingu og að formaður SVEIT hefði boðið henni í óformlegt kaffispjall. Hún taldi það til marks um að samtökin tækju málinu ekki alvarlega. Kjaramál Stéttarfélög Veitingastaðir Vinnumarkaður Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Tengdar fréttir Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni Efling stéttarfélag hefur sent erindi á forsvarsfólk 108 veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu, sem eru aðilar að SVEIT, samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði. Þar er þeim tilkynnt um ýmsar aðgerðir sem Efling mun standa fyrir vegna aðkomu samtakanna að stofnun stéttarfélagsins Virðingar. 10. desember 2024 13:46 BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu BHM og BSRB segja stofnun stéttarfélagsins Virðingar ganga gegn grundvallarreglum á vinnumarkaði og taka undir gagnrýni Eflingar, Eflingar-Iðju og Alþýðusambands Íslands á stofnun félagsins. Félagið er stofnað af atvinnurekendum í veitingarekstri, Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT. 10. desember 2024 11:19 Taka ekki þátt í orðræðu og átökum Eflingar SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa ákveðið að taka ekki þátt í „þeirri neikvæðu orðræðu og átökum sem hafa einkennt málflutning Eflingar undanfarin ár í garð veitingareksturs á Íslandi.“ Samtökin hafi ítrekað reynt að semja við Eflingu en hafi nú samið við stéttarfélagið Virðingu til fjögurra ára. 5. desember 2024 16:10 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Þessi ákvörðun er tekin eftir mikla gagnrýni og boðaðar aðgerðir stéttarfélagsins Eflingar gagnvart veitingastöðum undir hatti SVEIT samkvæmt tilkynningu. Þar segir jafnframt að boðaðar aðgerðir Eflingar gegn SVEIT séu fordæmalausar og að þær vegi að atvinnuöryggi tugi lítilla fyrirtækja. „SVEIT hafnar því alfarið að verið sé að brjóta á lögbundnum rétti starfsfólks með kjarasamningi við Virðingu, en hefur engu að síður ákveðið að endurskoða kjarasamninga með tilliti til þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið. Sú vinna er þegar hafin og er það von SVEIT að Efling láti af fyrirhuguðum aðgerðum meðan sú endurskoðun stendur yfir,“ segir í tilkynningunni. Fram kom í tilkynningu frá Eflingu fyrr í dag að fimmtungur meðlima SVEIT hefði sagt sig úr samtökunum eftir að Efling tilkynnti um aðgerðir gegn þeim. Formaður Eflingar sagði aðgerðirnar gríðarlega nauðsynlegar. Í tilkynningu frá SVEIT segir að þau séu stærstu atvinnurekendasamtök á veitingamarkaði, og að þau hafi unnið að því að styrkja stoðir veitingareksturs á landinu. Það hafi verið miklir erfiðleikar í greininni og það sjáist á þungum rekstri fjölda veitingastaða. Þá segir að SVEIT hafi gert kjarasamning við Virðingu eftir að Efling hafnaði kjaraviðræðum við SVEIT og að taka mið af eðli veitingareksturs. „Með þeim samningum, sem gerðir voru til samræmis við kjarasamninga veitingastaða á Norðurlöndunum, var starfsfólki veitingastaða tryggð hærri dagvinnulaun og bætt kjör, starfsfólki og rekstraraðilum til hagsbóta,“ segir í tilkynningu SVEIT. Þá segir að forsvarsfólki Eflingar hafi verið boðið til samtals um málið en að því boði hafi ekki verið svarað. Formaður Eflingar sagði í viðtali við hádegisfréttir Bylgjunnar í dag að enginn frá Virðingu hefði sett sig í samband við Eflingu og að formaður SVEIT hefði boðið henni í óformlegt kaffispjall. Hún taldi það til marks um að samtökin tækju málinu ekki alvarlega.
Kjaramál Stéttarfélög Veitingastaðir Vinnumarkaður Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Tengdar fréttir Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni Efling stéttarfélag hefur sent erindi á forsvarsfólk 108 veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu, sem eru aðilar að SVEIT, samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði. Þar er þeim tilkynnt um ýmsar aðgerðir sem Efling mun standa fyrir vegna aðkomu samtakanna að stofnun stéttarfélagsins Virðingar. 10. desember 2024 13:46 BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu BHM og BSRB segja stofnun stéttarfélagsins Virðingar ganga gegn grundvallarreglum á vinnumarkaði og taka undir gagnrýni Eflingar, Eflingar-Iðju og Alþýðusambands Íslands á stofnun félagsins. Félagið er stofnað af atvinnurekendum í veitingarekstri, Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT. 10. desember 2024 11:19 Taka ekki þátt í orðræðu og átökum Eflingar SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa ákveðið að taka ekki þátt í „þeirri neikvæðu orðræðu og átökum sem hafa einkennt málflutning Eflingar undanfarin ár í garð veitingareksturs á Íslandi.“ Samtökin hafi ítrekað reynt að semja við Eflingu en hafi nú samið við stéttarfélagið Virðingu til fjögurra ára. 5. desember 2024 16:10 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni Efling stéttarfélag hefur sent erindi á forsvarsfólk 108 veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu, sem eru aðilar að SVEIT, samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði. Þar er þeim tilkynnt um ýmsar aðgerðir sem Efling mun standa fyrir vegna aðkomu samtakanna að stofnun stéttarfélagsins Virðingar. 10. desember 2024 13:46
BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu BHM og BSRB segja stofnun stéttarfélagsins Virðingar ganga gegn grundvallarreglum á vinnumarkaði og taka undir gagnrýni Eflingar, Eflingar-Iðju og Alþýðusambands Íslands á stofnun félagsins. Félagið er stofnað af atvinnurekendum í veitingarekstri, Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT. 10. desember 2024 11:19
Taka ekki þátt í orðræðu og átökum Eflingar SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa ákveðið að taka ekki þátt í „þeirri neikvæðu orðræðu og átökum sem hafa einkennt málflutning Eflingar undanfarin ár í garð veitingareksturs á Íslandi.“ Samtökin hafi ítrekað reynt að semja við Eflingu en hafi nú samið við stéttarfélagið Virðingu til fjögurra ára. 5. desember 2024 16:10