Vonbetri eftir daginn í dag Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 11. desember 2024 17:43 Þorgerður Katrín segist bjartsýn eftir viðræður dagsins. Vísir/Vilhelm „Eftir þennan dag er ég vonbetri um að þetta geti náð saman. Ég segi það með þeim fyrirvara að það eru nokkur stór álitaefni eftir. En miðað við hvernig við höfum leyst önnur álitaefni er ég bjartsýn á að við náum niðurstöðum í þeim. Meiri líkur en minni eftir þennan dag að við sjáum nýja ríkisstjórn alla vega fyrir áramót.“ Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar eftir stjórnarmyndunarviðræður dagsins. Vinnan í dag hafi gengið ljómandi vel. Sex starfshópar væru að vinna að ýmsum málum og mjakist ágætlega í vel flestum þessara hópa. „Það veit á gott að ég heyrði að samtöl þessara flokka eru fín. Þetta eru náttúrulega þrír ólíkir flokkar, en um leið er mjög margt sem þeir geta sameinast um,“ sagði Þorgerður í samtali við fréttastofu. Hvernig er tilfinningin eftir daginn í dag? „Hún er ágæt. Eftir daginn í dag myndi ég segja að við höfum þokast nær. Við sjáum bara hvað setur. Það voru góð samtöl tekin í dag, ekki síst á milli okkar formannanna þar sem við erum að ná lendingu í mörgum stórum málum. En nokkur brýn líka eftir sem við þurfum að finna úrlausn á,“ segir Þorgerður Katrín. Það hljóti allir að sjá eftir fréttir um að heildarafkoma ríkissjóðs verði neikvæð um 1,2 prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári. Efnahagsmálinu væru stærsta málið við samningaborðið hjá þessari mögulegu ríkisstjórn „Efnahagsmálin eru að mínu mati alfa og ómega upphafs þessarar ríkisstjórnar. Við erum að vanda okkar þar. Þessar tölur frá fjármálaráðuneytinu um verri afkomu ríkissjóðs gera verkefnið að einhverju leyti snúnara, en við nálgumst það af mikilli festu ábyrgð og hæfilegri bjartsýni.“ Flokkarnir þrír þyrftu enn að leysa nokkur mál sín í milli, en samtal þeirra væri einlægt og heiðarlegt. Komið hefur fram að flokkarnir stefni að því að fækka ráðuneytum. Þorgerður Katrín segir enga tölu komna á fækkun ráðuneyta. Þau samtöl væru í gangi. Í raun sværi fjöldi ráðuneyta ekki stærsta málið. Hvernig er hljóðið innan úr Viðreisn? Er fólk ánægt með þessar stjórnarmyndunarviðræður? „Já ég myndi segja það. Í heildina er fólk ánægt. Það er eftirvænting og forvitni. Mér finnst meðbyrinn meiri með þessum samtölum en ég bjóst upphaflega við. En mér finnst gott að segja að við allar stelpurnar, leyfi ég mér að segja, erum mjög meðvitaðar um okkar ábyrgð. Við þurfum að vinna hratt en samt vanda okkur og gera þetta af festu þannig að samfélagið okkar fari á næstu árum inn í betri og vissari tíma," sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir að loknum stjórnarmyndunarviðræðum í dag. Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Tengdar fréttir Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Formaður Samfylkingarinnar segir ljóst að einhver verkefni verði að bíða vegna verri afkomu ríkissjóðs en áætlanir fráfarandi ríkisstjórnar gerðu ráð fyrir. Hún er þó bjartsýn á mögulegt stjórnarsamstarf flokka sem þori að taka ákvarðanir sem fyrri stjórn hafi ekki treyst sér í. 10. desember 2024 19:23 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar eftir stjórnarmyndunarviðræður dagsins. Vinnan í dag hafi gengið ljómandi vel. Sex starfshópar væru að vinna að ýmsum málum og mjakist ágætlega í vel flestum þessara hópa. „Það veit á gott að ég heyrði að samtöl þessara flokka eru fín. Þetta eru náttúrulega þrír ólíkir flokkar, en um leið er mjög margt sem þeir geta sameinast um,“ sagði Þorgerður í samtali við fréttastofu. Hvernig er tilfinningin eftir daginn í dag? „Hún er ágæt. Eftir daginn í dag myndi ég segja að við höfum þokast nær. Við sjáum bara hvað setur. Það voru góð samtöl tekin í dag, ekki síst á milli okkar formannanna þar sem við erum að ná lendingu í mörgum stórum málum. En nokkur brýn líka eftir sem við þurfum að finna úrlausn á,“ segir Þorgerður Katrín. Það hljóti allir að sjá eftir fréttir um að heildarafkoma ríkissjóðs verði neikvæð um 1,2 prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári. Efnahagsmálinu væru stærsta málið við samningaborðið hjá þessari mögulegu ríkisstjórn „Efnahagsmálin eru að mínu mati alfa og ómega upphafs þessarar ríkisstjórnar. Við erum að vanda okkar þar. Þessar tölur frá fjármálaráðuneytinu um verri afkomu ríkissjóðs gera verkefnið að einhverju leyti snúnara, en við nálgumst það af mikilli festu ábyrgð og hæfilegri bjartsýni.“ Flokkarnir þrír þyrftu enn að leysa nokkur mál sín í milli, en samtal þeirra væri einlægt og heiðarlegt. Komið hefur fram að flokkarnir stefni að því að fækka ráðuneytum. Þorgerður Katrín segir enga tölu komna á fækkun ráðuneyta. Þau samtöl væru í gangi. Í raun sværi fjöldi ráðuneyta ekki stærsta málið. Hvernig er hljóðið innan úr Viðreisn? Er fólk ánægt með þessar stjórnarmyndunarviðræður? „Já ég myndi segja það. Í heildina er fólk ánægt. Það er eftirvænting og forvitni. Mér finnst meðbyrinn meiri með þessum samtölum en ég bjóst upphaflega við. En mér finnst gott að segja að við allar stelpurnar, leyfi ég mér að segja, erum mjög meðvitaðar um okkar ábyrgð. Við þurfum að vinna hratt en samt vanda okkur og gera þetta af festu þannig að samfélagið okkar fari á næstu árum inn í betri og vissari tíma," sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir að loknum stjórnarmyndunarviðræðum í dag.
Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Tengdar fréttir Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Formaður Samfylkingarinnar segir ljóst að einhver verkefni verði að bíða vegna verri afkomu ríkissjóðs en áætlanir fráfarandi ríkisstjórnar gerðu ráð fyrir. Hún er þó bjartsýn á mögulegt stjórnarsamstarf flokka sem þori að taka ákvarðanir sem fyrri stjórn hafi ekki treyst sér í. 10. desember 2024 19:23 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Formaður Samfylkingarinnar segir ljóst að einhver verkefni verði að bíða vegna verri afkomu ríkissjóðs en áætlanir fráfarandi ríkisstjórnar gerðu ráð fyrir. Hún er þó bjartsýn á mögulegt stjórnarsamstarf flokka sem þori að taka ákvarðanir sem fyrri stjórn hafi ekki treyst sér í. 10. desember 2024 19:23